Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 13
arheitunum, og er hér dálítið sýnishorn: Janúaríus, Júl-
íus, Júníus, Marsíus, Október, Nóvember; Júnía, Júní-
ana, Marsa, Majendína, Októlína, Septemborg.
X.
Þessu næst skal með fáeinum orðum vikið að þremur
atriðum, sem mjög hafa orkað til nafnspillingar á 19. öld
og raunar lengur. Fyrst þessara atriða er hneigð manna
til að mynda eitt nafn úr tveimur. Hafa á þann hátt
komið upp óheppileg nöfn og jafnvel hrein nafnskrípi.
Hér eru nokkur dæmi: Baldbjörgvin, Hildiguðröður,
Sigurgissur; Bjarnasigrún, Einarbjörg, Elínbjörg, Guð-
rúnbjörg, Guðarnleif, Hreingrét, Helganna, Þórumi-
björg.
Annað atriðið eru hvers kyns samsetningar við for-
liði eins og ást-, guð-, krist-, sigur- og þar fram eftir
götunum. Mörg slíkt nöfn eru óheppileg, enda hefur
nafnasmíð af þessu tagi keyrt mjög úr hófi. Árið 1910
eru t. a. m. um 30 nöfn með forliðunum ást, yfir 40 með
forliðunum krist- og hvorki meira né minna en 90 nöfn
eru samsetningar við sigur-. í þessum hópi er margt
vandræðanafna.
Hið þriðja, sem hér skal minnzt á, eru kvennanöfn
mynduð af karlmannanöfnum. Þar skipta vandræða-
nöfnin ekki tugum, heldur hundruðum. Skulu nefnd
örfá dæmi af handahófi. Úr nafninu Andrés verður
Andrea, Andrésa, Andrésína, Andríana og Andrína. Úr
nafninu Árni verður Arnea, Arnetta, Árnía og Árnína.
Úr nöfnunum Björn og Bjarni verður Bjarnína, Björn-
ína, Bjarnasína og Björnólína, enda þótt til sé jafnágætt
íslenzkt kvenheiti, sem stenzt á við þau og orðið Birna.
Þessi nöfn eru öll á fyrstu blaðsíðum nafnaskrárinnar.
Þannig mætti halda áfram að telja langa hríð.
Hér að framan hafa verið nefnd allmörg nöfn, sum
næsta óheppileg að dómi þess, sem hér heldur á penna.
Vel er mér það ljóst, að nöfn manna eru næsta viðkvæmt
umræðuefni og sízt ástæða til að hafa þau í flimtingum.
Skiljanlegt er það, að ýmsir þeir, sem skírðir hafa verið
óheppilegum nöfnum, venjist þeim smám saman og taki
jafnvel að þykja vænt um þau eins og þau eru. Mér
gengur ekki hótfyndni til, þó að ég segi skoðun mína
á svo mikilsverðu máli sem nafngiftir eru. Ég er Vest-
firðingur og hlýt að viðurkenna, að einmitt þar hefur
verið einkar góður jarðvegur fyrir margs konar sér-
vizku í nafngiftum. Það má því segja, að ég geti ekki
djarft úr flokki talað, þar eð forfeður mínir og frændur
eiga um þetta efni óskilið mál við marga aðra Vestfirð-
inga. Ef til vill eru það þessi tengsl við hinn varhuga-
verða nafngiftasið 19. aldar, sem valda því, að mér hef-
ur þótt ástæða til að ræða nokkuð um mannanöfn, enda
þótt ég viti, að þessi mál eru næsta viðkvæm. Það er
heldur ekld af löngun til að særa þá eða áreita, sem að
mínum dómi bera miður heppileg nöfn, að ég hef
sums staðar kveðið nokkuð fast að orði. En ég tel, að
mannanöfn séu svo merkur þáttur tungunnar, að þar
hæfi ekkert tæpitungumál, ef um þau er fjallað á annað
borð. Framhald í næsta blaði.
Æviþáttur Arnbjargar . . .
Framhald af bls. 50. -------------------------------
Varð það að ráði að hjónin nýgiftu byggðu sér nýbýli
á Lindarseli í heiðinni. Stóð Arnbjörg að því ráði með
þeim. Vorið 1862 var býlið fullgert og á það flutt.
Um sumarið, 4. ágúst, átti Lovísa dóttur, sem skírð
var Ólöf Dóróthea. Én þessi þáttur á æviferli Arnbjarg-
ar endar með raunum. Lovísa nær ekki heilsu eftir barns-
burðinn. Hún deyr um veturinn 17. febrúar. Heimilið
leysist upp. Faðirinn fer á reikað en amman situr uppi
með bamið. Hún gefst samt ekki upp né leitar á náðir
bama sinna, sem öll vora við góð efni, né þiggur boð
þeirra, hvorki fyrir sig né dótturdótturina. Sjálfstæðis-
þráin er henni í blóð borin. Hún fær sér húsmennsku-
vist á Brú á Jökuldal og elur þar upp dótturdóttur sína
til 10 ára aldurs.
Loks þegar Arnbjörg er orðin áttræð og finnur kraft-
ana til sjálfsbjargar þrotna, tekur hún því boði, að flytj-
ast að Skriðuklaustri til Jóhönnu dóttur sinnar. Lífs-
þrótturinn er þá nær þorrinn. Hún lézt 27. marz 1873.
Litríkri og þróttmikilli ævi lýkur á þann veg sem mælt
er, að ellin hallar öllum leik.
Arnbjörg Bjamadóttir Kjerulf var að kunnugra
manna sögn vel á sig komin að ásýnd og þekkileg, en
ekki fríðleikskona kölluð, virðuleg í framgöngu og
skörungur að skapgerð. Uppeldi hennar hjá dönsku
fólki og hjúskapur hennar með dönskum manni má vel
hafa gefið framkomu hennar og lífsviðhorfi sérstakan
svip. Ólíklegt er, að hinn danski læknir hefði verið svo
skjótt ráðinn í að binda hjúskap við hana — ekkju með
barn í meðförum — ef honum hefði ekki þótt konan álit-
leg og þekkileg, því að góðra kosta völ annarra í þeim
efnum hlaut maður í hans stöðu eflaust að eiga.
Að skapgerð mun Arnbjörg hafa verið nokkuð stór-
brotin og stórlát. Hún unir því lítt að vera háð börnum
sínum. Það sést af því, að hvað eftir annað leitar hún
sér sjálfstæðis, þótt völ sé aðeins óríflegrar búskaparað-
stöðu. Að vísu var hún nokkur ár á heimili Jóhönnu
dóttur sinnar eftir að hún brá ábúðinni á Hafursá, en
hún undi því ekki til lengdar. Mælt er, að burtför hennar
hafi orsakazt af litlu tilefni, sem hún taldi vera til móðg-
unar. Hún kýs sér þá ekki heimilisvist hjá Andrési syni
sínum, sem réð fyrir myndarheimili í grenndinni, held-
ur fær hún sér húsmennskuábúð, að vísu hjá Kristjáni
syni sínum, en ekki á heimili hans. Og þegar bregzt
framtíðarheimili í Lindarseli, fær hún ábúð hjá vanda-
lausu fólki heldur en að hverfa aftur að Fossvöllum.
Saga Arnbjargar Bjarnadóttur líkist ævintýrunum
gömlu. Við fæðingu fær mærin ekki sína skylduvist í
föðurranni og hlýtur því fóstur hjá vandalausum.
Straumur hversdagslegra atvika og margþættrar reynslu
ber hana fram til þroska og álits. Og mærin vanrækta
verður formóðir mikils og merks ættbálks í fjarlægu
héraði.
Heima er bezt 53