Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 21
r
arið 1858, fyrir réttum hundrað árum, fæddist
/_\ stúlkubarn á bænum Márbacka í Vermalandi.
J Foreldrar litlu stúlkunnar voru bæði af góðu
bergi brotin, en mjög ólík. Móðirin var hæg-
lát, hlédræg og kærleiksrík, en faðirinn var fjörmikill,
söngvinn, listhneigður og gefinn fyrir gleðskap.
Þegar litla stúlkan var nýfædd, kom gömul spákona
á heimilið og spáði fyrir framtíð hennar. Hún sagði
meðal annars, að fyrir henni lægi að fást mikið við
pappír og ritföng. Þá sagði mamma hennar, að hún
yrði líklega prestsfrú, því að prestarnir væru alltaf að
skrifa ræður. En það féll ekki vel inn í spádóminn, þar
sem spákonan sagði líka, að þessi litla stúlka ætti aldrei
að giftast.
Þessi litla stúlka var skírð Selma og varð síðar fræg-
asta skáldkona sænsku þjóðarinnar og þekkt um allan
heim undir nafninu Selma Lagerlöf. — Þar með rættist
sá spádómur, að hún fengist mikið við ritföng og pappír.
Þegar Selma litla var hálfs fjórða árs, vaknaði hún
einn morgun í rúmi sínu og gat þá ekki hreyft fæturna.
Hún kallaði á barnfóstruna, sem tók hana í fangið og
bar hana til mömmu sinnar. Foreldrar hennar urðu
harmi lostin yfir þessu áfalli og gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð, til að leita henni lækninga, en svo leit út,
sem enginn læknir gæti neitt við þennan sjúkdóm ráðið.
Þannig liðu nokkur ár. Þá lögðu foreldrar Selmu upp
í ferðalag með hana, í þeirri von að breytt loftslag gæti
haft góð áhrif á litlu, fötluðu stúlkuna þeirra. í þeirri
ferð fóru þau meðal annars um Suður-Svíþjóð og komu
til Gautaborgar. Þar kynntust þau skipstjóra á milli-
landaskipi, sem farið hafði víða um heim. Pabbi Selmu
og skipstjórinn urðu góðir vinir og voru mikið saman.
Skipstjórinn bauð þeim hjónunum og Selmu litlu út í
skipið sitt, sem lá þar úti á höfninni en ekki við bryggju.
Þær mæðgurnar voru lítið gefnar fyrir svona sjóferðir
og sárkviðu fyrir að hala sig upp kaðalstigann, sem lá
utan á skipshliðinni, en þær gátu þó ekki skorazt undan
því að þiggja boðið, því að skipstjórinn og pabbi Selmu
lögðu svo fast að þeim.
Ferðin út í skipið gekk slysalaust, og þar fengu þau
ágætar móttökur. Skipstjórinn átti mikið safn af fáséð-
um gripum, sem hann hafði safnað á ferðum sínum víða
um heim. Meðal þessara kjörgripa var lítill fugl, sem
nefndur var paradísarfuglinn.
Þessi litli fugl var í rimlabúri í „káetu“ skipstjórans,
sem var allstór stofa. Selma varð strax hugfangin af
þessum fagra fugli. Og þótt hún væri enn barn að aldri,
var hún óvenjulega skynsöm og bráðþroska. Hún'var
truhneigð og hafði lesið mikið af þjóðsögum og ævin-
tyrum. Hún hafði gert sér glögga hugmynd um Para-
dís. Það var dýrlegur staður. Guð var í paradís, og ef
fuglinn væri frá Guði, þá hlyti hann að vera undra-
fugk Hun trúði því með sjálfri sér, að ef hún aðeins
gæti snert fuglinn, þá fengi hún lækningu — yrði ef til
vill alheilbrigð. Ekki þorði hún þó að segja frá þessari
trú sinni. Hún hélt, að ef til vill yrði brosað að sér fyrir
þessa hugsmíð sína, en hún þoldi ekki, að hæðzt væri
að hugmyndum sínum. Selma hafði verið lögð í legu-
|Ebi l i , jf ! ■ IP7M
ma wmL ,11^1