Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 11
Gils Gu&mundsson: ÍSLENZK MANNANÖFN II
Nöfn úr riddarasögum, rímum og reyfuram
í algleymingi
VI.
i n n þeirra nafnsiða, sem hingað eru komnir frá
Danmörku, er sá, að skíra börn fleirum en einu
. skírnarnafni. Fyrr á tímum þekktust þess naum-
' ast dæmi á íslandi, að maður héti nema einu
nafni. Var þessi regla svo alger, að frá henni mun naum-
ast til nema ein undantekning allt fram á síðari hluta
17. aldar. Þessi eina undantekning er frá 13. öld. Þá er
getið um Oddaverjann Magmis Agnar Andrésson, bróð-
ur Þórðar Andréssonar, þess er kunnastur er af deilunum
við Gissur jarl. Um Oddaverja er það kunnugt, að þeir
röktu ættir sínar til Magnúss konungs berfætts og ann-
ars erlends stórmennis, og héldu sig mjög að siðum út-
lendra höfðingja, bæði í nafngiftum og öðru. Er hér
greinilega um útlend áhrif að ræða, enda er ekki aftur
getið um íslenzkan mann, sem heitir tveimur nöfnum,
fyrr en fjórum öldum síðar. Er það Axel Friðrik Jóns-
son, lögréttumaður á Elömrum í Grímsnesi, fæddur um
1675. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson frá Einarsnesi
og Bente Truels kona hans, sem ég hef áður nefnt.
Systir Axels þessa Friðriks hét Sesselja Kristín. Þá má
nefna Önnu Soffíu, dóttur Lárusar lögmanns Gottrups,
og Önnu Margréti, dóttur Lárusar sýslumanns Sche-
vings, er fæddar voru kringum aldamótin 1700. Báðir
voru feður þeirra alútlendrar ættar. Eru þetta hin elztu
dæmi, sem til munu vera um fleirnefni hér á iandi,
og mjög eru fleirnefni sjaldgæf á 18. öld. Það er fyrst
á 19. öld, sem þau komast í algleyming, og þó einkum
á síðustu áratugum aldarinnar. Árið 1855 voru það tæp-
lega þrír af hverju hundraði karlmanna og fimm af
hundraði kvenmanna, sem hétu fleirum en einu nafni.
Árið 1910 hétu nálega 9000 karlar og 11400 konur fleiri
nöfnum en einu, eða rúmlega 20% af öllum körlum, og
rúmlega 25% af konum. Eru fleirnefni þá miklu tíðari
í kaupstöðum en sveitum, og sýnir það, að hinn erlendi
nafnsiður nær fyrst útbreiðslu í þéttbýlinu, en sveitirnar
eru íhaldssamari á gamlar og þjóðlegar venjur. I kaup-
stöðum heita árið 1910 nálega % af öllum, sem þar eru
fæddir, fleiri nöfnum en einu, en í sýslum utan kaup-
staðanna ekki nema rúmlega V5. Tíðust eru fleirnefni
þá á ísafirði, þar sem rúmlega 47 af hundraði heita fleir-
um en einu nafni, en fátíðust í Rangárvallasýslu, aðeins
9%.
Fróðlegt væri að hafa tölur um það nú, hversu algeng
fleimefni em. Vafalaust era þau mjög tíð. Það er eins
og fólki á síðari tímum hafi þótt eitthvað fínna og
meira í munni að hrúga sem flestum nöfnum á eitt höf-
uð, oft án tillits til þess, hvort þau sóma sér vel eða illa.
Lengi vel létu menn sér nægja, að skíra börn tveimur
nöfnum, en í lok 19. aldar þótti ýmsum foreldrum varla
nægja færri en þrjú nöfn eða fjögur. Árið 1910 heita
496 íslendingar þremur nöfnum, 13 fjórum, og einn ber
fimm nöfn. Manni dettur í hug, hvort fordæmið að
þessum mörgu nöfnum hafi ekki stundum verið sótt
til dönsku konungsfjölskyldunnar. Eins og margir muna,
mátti áratugum saman sjá í almanakinu nafna-halarófur
miklar, þar sem upp voru taldir meðlimir konungsætt-
arinnar, og gat þar að líta ærinn nafnafjölda á hverju
konungbornu höfði. Menn hafa vafalaust haldið, að
þetta hlyti að vera „fínt“, að láta börnin heita mörgum
nöfnum. En þótt segja megi, að tvö nöfn geti farið
sæmilega, ef þau era valin af smekkvísi og hljóma vel,
má telja hinn foma, þjóðlega sið, að hver maður beri
aðeins eitt nafn, miklu æskilegri. Það er í meira lagi
smekklaust að sjá gamalt og gott norrænt nafn við
hliðina á alútlendu heiti eða hreinu nafnskrípi. Hver
maður, sem hefur óspillta tilfinningu fyrir móðurmáli
sínu, hlýtur að finna að því er misboðið með tvínefn-
um eins og þessum: Lilja Lalíla og Valgerður Mikkelína,
þar sem annað nafnið er íslenzkt en hitt erlent. Þó er
þetta nálega hátíð hjá því, þegar bæði nöfnin eru skrípi.
Sá, sem ber tvö nöfn, annað gott eða nothæft, getur þó
valið betri kostinn, þegar hann kemst til vits og ára, en
hinum er sú leið ekki fær, þótt hann feginn vildi. Hef
ég og fyrir satt, að sum tvínefni séu þannig til komin,
að prestum blöskraði nafnskrípi það, er foreldrar höfðu
valið, en vildu þó ekki særa þá með því að neita að
skíra nafninu. Hafa þeir þá stundum farið þá leið, sem
eins konar meðalveg, að fá foreldra til að bæta við öðru
nafni nothæfu, svo að barnið ætti þess þó kost að velja
um, þegar fram liðu stundir. Er þetta líklega hið helzta,
sem telja má tvínefnunum til gildis, en engan kost hafa
þau fram yfir eitt gott og fallegt nafn.
VII.
Enn versnar málið, þegar að margnefnunum kemur.
Á 19. öld var stúlka skírð fjórum nöfnum, og var eitt
þeirra Seymora. Barn þetta hefur sennilega heitið eftir
Jane Seymour, Englandsdrottningu á 16. öld, einni af
hinum mörgu konum Hinriks 8. En svo hafa nokkur
íslenzk skyldmenni telpunnar þurft að komast að ásamt
drottningunni, og varð úr því næsta kynleg blanda. Frá
Heima er bezt 51