Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 20
Dalfjall við Herjólfsdal i Eyjum. Hcesti tindurinn er ,Jílá- tindur". Inn með fjallinu frá vinstri gengur svonefnd Kapla- gjóta, en rétt upp af botni hennar og fyrir miðju bergi er Bótólfsból. Þarna sér á vesturbrekkur Herjólfsdals. sig úr skikkju sinni og skar hana í klæði eða hlífðar- trefjar handa barninu og hlúði að því eftir getu. Ekkert hafðist hinn að og lét félaga sinn sjálfráðan gerða sinna. Þegar sá hafði hjálpað móður og barni er sagt, að hann hafi gefið þeim drukk frá beltisbrúsa sínum og ein- hvers konar brauð úr pússi sínum. Þegar nú félagi hans sá þessar gerðir er og sagt, að hann hafi ekki staðizt mátið, en klætt sig líka úr skikkju sinni og lagt yfir móður og barn. Hafi stúlkan þá séð, að þessi ræningi var ljóshærður og bláeygur og líktist mjög Norður- landabúa. Að þessu framkvæmdu fóru ræningjarnir burt, en móður og barni var borgið. Steinn þessi eða drangur stendur óhreyfður enn í dag og heitir síðan Sængurkonusteinn. Er hann sem óforgengilegur minnisvarði um mannkærleika, sem kveiktur var úr steingervingi, auk þess að minna ónota- lega á hryggilega atburði ársins 1627, sem enn í dag hafa þau áhrif á Eyjamenn, að þá setur hljóða, er þeim svipmyndum bregður upp í huga þeirra. Af þessari frásögn um Sængurkonustein eru til fleiri og nokkuð frábrugðnar sagnir, en óneitanlega þykir mér þessi skemmtilegust, hvort sem hún er réttari eða ekki. Það er sagt, að þegar Tyrkir komu á land í Eyjum, við Brimurðartanga — Ræningjatanga, hafi þeir a leið sinni niður í þorpið komið í dalverpi nokkurt, mjög fagurt. Þar var stór grasflöt og rennislétt í miðjum dalnum, en fjöll og hálsar á alla vegu. Þarna er sagt, að ræningjarnir hafi hvílzt um stund, aður en þeir æddu yfir byggðina, og þurrkað púður sitt, er blotnað hafði í landtökunni. Þarna bar í sama mund að mann einn úr þorpinu, og sá hann allan ræningjaflokkinn liggja á flötinni í dalnum og sofa 1 solarbhðunni. Sögn- in segir, að maður þessi hafi att þess alls kostar að kveikja í púðrinu, verða þar með mörgum ræningjanna að bana, auk þess að eyðileggja púður þeirra og spara með því mörg mannslíf í Eyjum. En ekki þorði mað- urinn að gera þetta heldur flýtti sér burt, komst í öruggt fylgsni og lifði af Tyrkjaránið. Hvort sögn þessi hefur við einhver rök að styðjast, vita menn nú ekki, en eitt er staðreynd að flöt þessi í dalnum heitir Ræningjaflöt og er í Lyngfellisdal, skammt eitt frá Brimurð. Frá ræningjum hefur flötin fengið nafn sitt, hvort heldur það hafa verið Tyrkir eða aðrir, t. d. John Gentlemann, á hvern hátt og í til- efni af hverju, sem nafnið hefur orðið til. í DaLfjalli, vestan Herjólfsdals, er fjárból eitt mikið og mjög fornt, skammt ofan við Kaplagjótu. Ból þetta heitir Bótólfsból. Sú er sögn um það, að þar hafi mað- ur að nafni Bótólfur ásamt fleirum falizt fyrir Tyrkj- um. En svo óheppilega vildi til, að er Tyrkir voru að eltast við flýjandi fólkið í Herjólfsdal og Fiskhellum, að þeir komu auga á mennina við bólið. Brugðu Tyrk- ir þá fljótt við og hófu aðförina að mönnum þessum, þótt upp brattar brekkur og bergfláa væri að fara. Þarna hefur verið gott að verjast, og er sagt að Bótólf- ur og menn hans hafi reynt að verjast með grjóti, er þeir veltu á Tyrki, en allt kom fyrir ekki. Þeir voru allir handteknir og hlutu illa meðferð þó ekki dræpu Tyrkir þá. Voru þetta allt mjög mannvænlegir menn og á bezta aldri, og er sagt, að þess vegna muni Tyrk- ir hafa hlíft þeim við dauða, að þeir hafi séð, að þeir mundu verða verðmiklir á markaðinum í Algier. Ekki er vitað um heimildir fyrir sögn þessari, hvort sönn sé, en hitt er víst, að mann að nafni Bótólf Oddsson tóku Tyrkir hernámi hér og fluttu til Algier. Var hann keyptur þaðan aftur 1736, og var kaupverð hans 195 rd., sem var nokkuð hátt lausnargjald. (Framhald). 1 Sjóraningjaforingjar frá Túnis og Algier. Myndin gefur góða hugmynd um þessa stétt manna. 60 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.