Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 29
það er óþarfi að telja matinn eftir ofan í hann, þó að hann hefði einhverja lyst, sem líklega verður nú ekki mikil.“ Kristján atóaði Geirlaugu engu en fór með son sinn út að fjárhúsum. Þar var verið að vinna á. Hann lét drenginn sitja undir húsunum í sólskininu. „Ég þarf ekki að sitja. Ég er orðinn frískur," sagði drengurinn. „Það er bezt að líta eftir búinu okkar Munda þarna suður á hólnum. Kannske eru nú hund- arnir búnir að stela öllum leggjunum okkar. Leiðinlegt, að Mundi skuli ekki geta leikið sér með mér. Ég fer suður að Þúfum þegar hann er kominn þangað og leik mér með drengjunum þar.“ „Nei, það máttu ekki, góði minn. Ég tek einhvern kaupstaðardreng til að leika við þig þegar þú ert orð- inn vel frískur, en suður að Þúfum máttu aldrei fara nema með mömmu þinni,“ sagði Kristján og horfði brosandi á eftir syni sínum, þegar hann hljóp suður á hólinn, sem var þar skammt frá. Það var ekki liðið langt frá því að Kristján byrjaði að vinna, þegar hann sá Geirlaugu koma heiman frá bænum. Það var óvanalegt, að hún yfirgæfi eldamennsk- una. Honum varð hálfillt við. — Skyldi Rósa vera lak- ari en vanalega eða strákanginn? Hann hafði litið illa út, þegar hann gekk gegnum baðstofuna. Geirlaug var komin til hans: „Það hefur komið fyrir leiðinlegt atvik,“ sagði hún með þunga í röddinni. „Mundi litli er horfinn úr rúminu. Ég finn hann hvergi. Sjálfsagt hefur hann farið suður að Þúfum, þó að eng- inn sæi til ferða hans. Þú hefðir betur látið ógert að minnast á það við hann áðan, að það væri krossmessu- dagurinn. Hann hefur smeygt sér í utanyfirfötin og farið berfættur. Þvílík dauðans vandræði!“ „Hann hefur þotið þetta í einhverjum óráðsórum, skinnið litla,“ sagði Kristján, „en ekki vegna þess að ég talaði til hans, því hann var víst sofandi. Stefán losnar þá við að sækja hann,“ bætti hann við og talaði í kæru- leysistóni, en Geirlaug sá samt, að honum var illa við fréttina. „En drengurinn var fárveikur,“ sagði Geirlaug. „Og þetta verður til lítils sóma fyrir heimilið.“ „Hvern er að saka annan en þig, sem aldrei yfirgefur bæinn nema þegar þú nærð í vatn í fötu. Þú hefðir sjálfsagt getað litið eftir því, hvað drengnum leið.“ Rödd Kristjáns var kuldaleg. „Ég skal láta hana Boggu hlaupa suður eftir og vita, hvort hann hefur komizt þangað eða ráfað eitthvað út í buskann,“ kallaði Krist- ján á eftir Geirlaugu. „Ég get farið sjálf,“ anzaði hún gremjulega. Hún var því óvön að sér væri borin vanræksla á brýn. Kristján varð þessu feginn. Það var ekki svo mikill vinnukrafturinn að fært væri að missa af honum. Geirlaug fór svo suður að Þúfum en stanzaði þar ekkert. Kristján sendi Boggu á móti henni til að vita um er- indislokin. Hún kom með þær fréttir, að drengurinn væri í Þúfum. Geirlaugu varð ekki vel við, þegar hún kom inn í maskínuhúsið og sá Rósu standa við gluggann. „Hvað er um að vera fyrir þér, Geirlaug, og hvað er orðið af drengnum, sem var fárveikur í rúminu?“ sagði hún. „Rak Kristján hann í fötin? Bogga var eitt- hvað að rugla um það.“ „Það er ekki satt,“ sagði Geirlaug, móð af göngunni. „Bogga veit ekkert um það. Kristján sagði eitthvað um það, að nú væri krossmessudagurinn í dag. Líklega hef- ur honum ekki dottið í hug að Mundi heyrði það, því hann lá í einhverju hitamóki, aumingja anginn litli.“ Þetta var áreiðanlega í fyrsta skipti, sem Geirlaug tók málstað húsbónda síns. Hún gerði það til þess að hlífa Rósu. „En þetta leggur drenginn í gröfina,“ sagði Rósa. „Það er nú ósköp gott veðrið,“ sagði Geirlaug. „Við skulum vona hið bezta.“ Eitthvað heyrði Geirlaug hjónin vera að jagast út af þessu um kvöldið. Kristján sagði, að strákurinn hefði verið með bull- andi.óráði. Þess vegna hefði hann þotið þetta. Það væri engum hægt að kenna um það nema þeim, sem í bæn- um hefði verið. Þeim hefði áreiðanlega ekki verið nein vorkunn að líta eftir stráknum. Næsta morgun var Geirlaug búin að fara suður að Þúfum áður en nokkur maður á Hofi klæddi sig. Ekki einu sinni hennar árrisuli húsbóndi var kominn á fætur. Hún sagði þær fréttir, að drengurinn væri ákaflega veikur. Engilráð væri hrædd um, að það væri lungna- bólga. Rósa var miklu aumari en hún var vön að vera. Hún var hugsjúk yfir því, að ef drengurinn dæi, þá væri það manni hennar að kenna. Næsta morgun fór Geirlaug ennþá suður að Þúfum, en nú fór hún hægt yfir. Hún þóttist vita, að það væri hún sjálf, sem yrði orðin sjúklingur næsta dag. Hún hafði alltaf talið sér trú um, að hún hefði fengið misl- ingana, þegar hún var unglingur. Hún gat flutt Rósu þau gleðitíðindi, að drengurinn væri betri. Það lifnaði yfir Rósu við fréttina, En hún tók samt eftir því, að Geirlaugu var brugðið. En hún var horfin fram úr húsinu, áður en Rósa gæti talað um það við hana. Geirlaug hellti upp á könnuna og skildi hana eftir á vélinni, svo að heimilisfólkið gæti fengið sér kaffi, þegar það kæmi ofan. Fólkið hafði unnið fram á rauða nótt og því var þess vegna full þörf á að sofa fram eftir. En sjálf hafði Geirlaug enga lyst á morgunsopanum sínum. Hún tók mjólkurfötumar og ranglaði út í fjósið. Kým- ar stóðu yfir tómum jötunum. Það var ekki búið að gefa þeim, sem ekki var heldur von, þar sem allir voru í fasta- svefni, nema hún sjálf. Hún gaf þeim tuggu, þó henni veitti það talsvert erfitt. Svo strauk hún þær og kjassaði, lagði loðna hausa þeirra að kinn sinni og sagði þeim að Heima er bezt 69

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.