Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 27
— Það er gott, hann verður eflaust stórbóndi jafn-
hliða sýslumannsembættinu, þegar þar að kemur.
— Já, það verður hann áreiðanlega, og nú hefir mér
heyrst á Hildi, að Þórður vilji segja af sér embættinu
næsta vor og hætta að búa, og þá tekur Valur við því
öllu saman, og þá fer hann Iíklega að gifta sig, bless-
aður, — segir Elín að lokum.
— Já, hún þarf ekki að kvíða framtíðinni stúlkan
sú, sem gæfan ætlar sæti við hlið hans í lífinu.
Ásta starir út um gluggann og svarar þessu engu.
Þetta er alveg laust við hana, fátæka vinnustúlku, sem
fer eftir stuttan tíma alfarin frá Ártúni, hver hlýtur
sæti við hlið sýslumannssonarins glæsilega, sem á að
erfa. ríkið.
Sveinn kemur skyndilega inn í eldhúsið og nemur
þar staðar. Ásta er sárfegin komu hans, því vonandi
er þar með lokið þessu kveljandi samtali Elínar og
hennar, og hún segir því eins glaðlega og henni er
unnt:
— Viljið þið ekki drekka kvöldkaffið, það er orðið
svo áliðið?
— Jú, það væri ágætt, því ég ætla að fara að hvíla
mig úr þessu, svarar Sveinn og tekur sér sæti við eld-
húsborðið, og Elín sezt einnig við borðið. Ásta af-
greiðir þau í flýti með kaffi, og er þau hafa drukkið,
bjóða þau þegar góða nótt og fara sína leið.
Kyrrð síðsumarskvöldsins breiðist yfir höfuðbólið
Ártún. Ásta klæðir sig í ferðaföt og gengur hljóðlega
út úr húsinu. Henni líður illa, og hún þráir einveruna
úti í faðmi náttúrunnar. Hún leggur því leið sína upp
í Árhvamm, eins og svo oft áður, og nemur staðar í
lundinum uppi við fossinn. í skrúðgrænum hvammin-
um ríkir þögul ró og mildur unaður kyöldsins. Ásta
hallar sér út af í lundinum og lokar augunum. Hún er
þreytt, og árniðurinn, þungur og svæfandi í kvöld-
kyrrðinni, veitir svalandi friði inn í einmana sál hennar,
og hún gleymir tímanum.
Dansleiknum er lokið. Valur ekur bifreið Hafsteins
kaupmanns heim á hlaðið í Ártúni, og stöðvar hana
þar. Svo stígur hann fyrstur út úr bílnum, feginn því
að vera kominn heim. Næst kemur Sísí, en Hreiðar
síðastur. Hann er dauðadrukkinn og neitar að fara inn
í húsið. Valur vill ekki vekja hávaða og reynir því með
góðu að fá hann með sér inn, en það tekst ekki. Hreiðar
hrindir vini sínum frá sér í sífellu, og leikurinn berst
um hlaðið.
Ásta gengur hægt niður með ánni heim að Ártúni
og nýtur dásemda líðandi stundar. En skyndilega eygir
hún gegnum húmblæjuna bifreiðina, sem nemur stað-
ar við húsið, og athygli hennar beinist þar með að því,
sem fram fer á hlaðinu. Henni er það brátt ljóst, að
Hreiðar er illa á sig kominn og sýnilega dauðadrukk-
inn. Svona lítur þá kaupmannssonurinn út eftir dans-
leikinn, og með þessum pilti vildi Valur láta hana
skemmta sér í nótt. Þannig var þá samúð hans með ein-
stæðingsskap hennar og umkomuleysi, að vilja leiða
hana á glapstigu með ókunnum drykkjuslána.. .
Nú var friðurinn, sem hún hafði öðlast skömmu áður
uppi í Árhvammi, gersamlega horfinn, og djúpur sárs-
auki, blandinn heitri gremju, svellur í sál hennar. Hún
gengur hægum og þungum skrefum heim túnið, en sízt
af öllu mega þau, sem úti eru stödd á hlaðinu, verða
hennar vör. Hún ætlar ekki að trufla þennan fallega
félagsskap þeirra. Osjálfrátt fylgjast augu hennar stöð-
ugt með Val og því, sem hann aðhefst, þrátt fyrir sára
reiðina, sem svellur henni í brjósti.
Ásta sér Val að lokum taka Hreiðar sterkum örmum
og bera hann inn í húsið, og karlmennska hans og lát-
bragð vekur djúpa aðdáun hjá henni, án þess hún geti
veitt því viðnám. Yfirburðir hans og glæsileiki eiga þann
töframátt, sem öll reiði hennar verður að víkja fyrir
sem dögg fyrir eldi ársólar.
Valur og Hreiðar hverfa inn í húsið, og Sísí á eftir
þeim, en Ásta hraðar sér heim túnið og fer inn í búrið
bakdyra megin. Þar sezt hún niður og felur andlitið í
höndum sér. Upp í herbergi sitt ætlar hún ekki að
fara, fyrr en hún er viss um, að allir séu komnir í ró,
því í nótt langar hana ekkert til að mæta ballfólkinu.
Ómur af háværu tali berst til hennar ofan af loftinu,
og hún hlustar eftir því þögul og ein.
En skyndilega læðist ný hugsun inn í vitund hennar,
viðkvæm spurning og æsandi. — Er Valur líka undir
áhrifum áfengis? Er hann ef til vill á svipuðu menn-
ingarstigi og Hreiðar vinur hans, þegar út í samkvæmis-
lífið er komið? Hana hryllir við þeirri tilhugsun. En
hvað kemur henni það annars við? Er henni ekki sama,
þótt svo væri? Nei. Sál hennar brennur af þrá eftir að
fá fulla vissu um, hvort svo sé eða ekki, og hjartsláttur
hennar magnast við tilhugsunina. Framhald.
* « VILLI ••••••