Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 28
FJÓRTÁNDIHLUTI
Mundi var farinn að vona, að hann yrði svo lánsamur
að leggjast ekki eða þá að vera kominn í nýju vistina
áður en það yrði.
Geirlaugu ofbauð, hvernig Kristján þrælaði drengn-
um út. Hann var látinn vera við féð allan daginn.
Sjálfur hamaðist Kristján við ávinnsluna, því að tíðin
var góð um þessar mundir.
„Húsbóndinn gengur af þessu barni dauðu,“ tautaði
Geirlaug við sjálfa sig. „Gott að það fer að styttast,
sem drengurinn verður undir hann gefinn.“
Kristján var fram úr hófi geðvondur yfir lasleikan-
um í heimilisfólkinu: „Það þarf bara að sýna dugnað
og þrautseigju, þá fer maður aldrei í rúmið. Annað er
einber vesalmennska.“ — Þetta var vanalegt að heyra
hann segja, ef einhver var lasinn. Sjálfum varð honum
aldrei misdægurt.
Það var þremur dögum fyrir krossmessu að Mundi
kom inn um miðjan dag svo veikur, að hann skjögraði
inn að rúminu sínu og klæddi sig úr rennblautum sokk-
um. Svo lagðist hann upp í rúm í öllum fötunum.
„Hvað er þetta, krakki? Ætlarðu ekki að hafa þig
úr fötunum?“ sagði Geirlaug. „Náttúrlega ertu fár-
veikur, auminginn.“
„Mér er svo illt í höfðinu, að ég get það ekki,“ sagði
hann.
„Þú hefur sjálfsagt verið sárlasinn í allan dag að rangla
við skepnurnar. Þvílík ónærgætni! En það er náttúrlega
ekki meira en annað á þessu heimili,“ tautaði Geirlaug.
Kristján leit inn í hjónahúsið á hverjum degi. Þar lá
kona hans og sonur.
Hann fór einn daginn út í kaupstað og sótti meðul
handa þeim.
Geirlaug stalst til þess að gefa Munda inn úr glasi, sem
á stóð „brjóstsaft“. Það hlaut að eiga við hann ekki
síður en Jón litla, sem nú var óðum að hressast.
Það gekk seinna með Rósu. Hún hafði þrálátan hósta
og háan hita á hverju kvöldi. Kristján var alveg hissa á
því, að henni skyldi ekki batna eins og öllum öðrum,
þegar mislingamir voru komnir út, því þá var alltaf
batavon.
Geirlaug var kvíðandi yfir því, hvað Mundi var
veikur og talaði um það við húsbóndann, að það yrði
að ná í lækni. En Kristján sagði einungis, að það væri
víst ekki þörf á að sækja lækni til þeirra frekar en ann-
arra, þar sem öll sveitin mætti heita einn sjúkrabeður.
Mislingar bötnuðu af sjálfu sér.
Geirlaug bjóst við að honum stæði á sama, hvernig
drengaumingjanum liði, þegar hann gat ekki þrælkað
honum út lengur.
En Rósa hafði heyrt á tal þeirra og kom fram fyrir,
þegar Kristján var farinn út. Hún kom með meðul, sem
höfðu verið keypt handa henni, og hjálpaði nú Geir-
laugu til að koma þeim ofan í Munda. Eftir það gat
hann sofnað, en Rósu hafði versnað við þessa litlu á-
reynslu, en hvorag þeirra Geirlaugar gat þess, að hún
hefði farið fram úr rúminu.
Á krossmessudaginn var Jón litli klæddur í fötin.
Þann sama dag kom unglingspiltur á heimilið. Hann
átti að vera við lambféð.
Jón litla langaði svo mikið til að sjá þennan nýja
dreng, að hann vildi endilega fara út með pabba sínum,
þegar hann kom inn í húsdyrnar. Kristján tók dreng-
inn á handlegg sér og fór með hann fram. Þegar þeir
gengu fram hjá rúmi Munda, kallaði Jón litli: „Nú er
ég kominn á fætur. Ætlar þú ekki að fara að klæða þig
líka? Það er gott veður úti og mikið sólskin?“
Mundi lá í hitamóki og anzaði engu.
Kristján var í óvenjulega góðu skapi yfir því, að Jón
litli var farinn að hressast. Hvað sem um hann og hans
galla var talað, þá gat enginn sagt annað en að hann
væri góður faðir.
„Mundi er nú heldur vesaldarlegru: núna. Hann ætlar
víst að liggja á meltunni það sem eftir er ævinnar.“ sagði
hann hlæjandi. „Veiztu, að það er krossmessudagurinn
í dag, svo að þér er líklega bezt að fara að rölta suður
að Þúfum; þar áttu að vera. Ekki gef ég þér fæði leng-
ur!“
„Hann hefur nú verið léttur á fóðrunum þessa síð-
ustu daga, aumingja barnið,“ sagði Geirlaug, „svo að
68 Heima er bezt