Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 36
SPARIÐ KRAFTANA - LÁTIÐ
„FERGUSON"
VINNA FYRIR YÐUR
1. VERÐLAUN: HEYKLO
2. VERÐLAUN: REIMSKÍFA
3. VERÐLAUN:
SJÁLFVIRKUR DRATTARKRÓKUR.
Já. því skylduð þér gera yður vinnuna erfiðari en nauðsyn
krefur, þegar þér hafið möguleika á að láta FERGUSON
dráttarvélina vinna, meðan þér gerið varla annað en sitja
og horfa á.
FERGUSON verksmiðjurnar bera nefnilega af öllum öðr-
um dráttarvélaframleiðendum að því leyti, að þeim hefir
tekizt að framleiða svo fullkomna dráttarvél, að hún hentar
við hvaða landbúnaðarstörf sem vera skal, hvort sem þau
eru stór eða smá. Og svo er til ótrúlegur fjöldi hjálpartækja,
sem hægt er að tengja við FERGUSON dráttarvélina án
minnstu fyrirhafnar. Þér munið verða alveg undrandi þegar
þér sjáið öll þau óskyldu störf sem hægt er að vinna með
FERGUSON dráttarvél með því að tengja bara dálítið
hjálpartæki við hana. Talið bara við einhvem af umboðs-
mönnum FERGUSON (þeir eru í flestum kaupfélögum) og
biðjið hann að sýna yður myndalista um hvað hægt er að
gera með þessari dásamlegu dráttarvél.
Tökum sem dæmi hjálpartækin þrjú, sem eru verðlaun í
hinni stóru verðlaunagetraun „Heima er bezt“. Það er ekk-
ert smáræði, sem þér getið sparað yður í tíma, peningum og
erfiði ef þér eignist slík tæki. Heyskapurinn verður auð-
veldari, þér getið notað vatnsdælur og viðarsagir og svo
getið þér hjálparlaust og fyrirhafnarlaust tengt fullhlaðinn
vagn aftan í FERGUSON dráttarvélina yðar. Og hver veit
nema þér verðið einmitt einn af hinum lánsömu sigurveg-
urum í hinni glæsilegu verðlaimagetraun „Heima er bezt“
um FERGUSON-hjálpartækin þrjú. Það er þó ómaksins
vert að reyna, er ekki svo?
LESIÐ NANAR UM ANNAN ÞATT VERÐLAUNAGETRAUNARINNAR A BLAÐSIÐU 73.