Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 18
Myndin sýnir Kópavik. Þarna œtluðu Tyrkir fyrst að ganga
á land en urðu frá að hverfa. Hafa ekki treyst sér upp bratta
bergfláana. — Til hcegri sézt á brekkur Litlahöfða að norðan,
til vinstri er suðurkantur Kervíkurfjalls, en inn milli Litla-
höfða og Kervíkurfjalls gengur Kópavík.
losnaði ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að
losa sig.
Þarna fengu Danir og landsmenn gullið tækifæri, til
þess að ráða niðurlögum ræningjanna, en Rosenkranz
harðbannaði að skjóta á þá! Það gat verið hættulegt, og
var að hans dómi þýðingarlaust. Hann hafði söðlaðan
hest tilbúinn og kaus að ríða undan, það var öruggara.
Ekki verður þessi ráðstöfun hans skilin á annan veg.
Alla nóttina lá skipið í glansandi birtu júnínætur-
innar fast á grynningunni, örskammt frá dönsku skip-
unum og landsvirkinu, ósjálfbjarga og afbragðs skot-
mark, en enginn hreyfði sig, ekkert skot hvorki frá
skipunum eða landsvirkinu. Fallbyssurnar sneru gap-
andi kjöftum sínum mót ræningjunum, en þær voru
mýldar. Þannig sátu ræningjarnir fastir í tvo sólar-
hringa og ekkert aðhafzt þeim til miska. Þeir fluttu
milli skipanna ballest, farangur og fólk og léttu þar við
skipið svo mikið að það losnaði af grynningunni. Voru
þeir þá fljótir að hypja sig af stað og sennilega orðið
frelsinu fegnir. Höfðu þeir ekkert frekara að gera
þarna og sennilega þótzt hólpnir að sleppa. Er þetta
eitt af mestu glappaskotum sem heyrzt hefur í sög-
unni, að Rosenkranz skyldi ekki veita Tvrkjum mak-
lega ráðningu, þar sem forsjónin hafði lagt honum til
þetta gullna tækifæri og Tyrkir ofurseldir dauðanum
við minnstu aðgerðir fallbyssnanna.
Að vísu gerði þetta ræningjaskip ekki meira af sér
hér við land, þar eð það hélt heim skömmu seinna.
En með niðurlögum þess hefðu sparazt margar þján-
ingarstundir hertekins fólks, herleiddu fólki frá Grinda-
vík sennilega bjargað og manndómur og hreystilegar
aðgerðir landsmanna, undir forystu höfuðsmannsins,
orðið heyrinkunn meðal erlendra þjóða og dáð þar
að verðleikum. Hefði óneitanlega verið skemmtilegra
að fá slíka alheimsdóma í stað hins dæmalausa bleyði-
orðs, sem aðgerðarleysi höfuðsmanns og fylgisveina
hans leiddi yfir þjóðina.
Frá Bessastöðum — Seylunni — sigldu ræningjaskipin
vestur með landinu, þar sem hefja skyldi frekari rán.
En heppnin var með þessum mannfýlum. Á leið sinni
hittu þeir útlent fiskiskip, sem veitti þeim þær upplýs-
ingar, að tvö ensk herskip væru úti fyrir Vestfjörðum.
Urðu Tyrkir þá verulega hræddir, lögðu niður skottið
og héldu til síns heimalands með feng sinn úr Grinda-
vík. Þannig fór með sjóferð þá.
Fréttirnar um rán og strandhögg Tyrkja hafa varla
verið komnar til Austfjarða, er Berfirðingar urðu var-
ir tveggja skipa, er sigldu inn fjörðinn. Þó gæti svo
verið, því hraðboð fóru fljótt yfir. Þarna voru komin
tvö ræningjaskip frá Barbariu. Þau réðust þegar á verzl-
unarskipið, sem lá í firðinum, hertóku það og alla skips-
höfn þess, s’íðan fóru þeir í land, rændu öllu sem hönd
á festi, fólki og fjármunum og æddu yfir allt sem
logi yfir akur. Mörgum tókst þó að flýj a, en margir
höfðu engan tíma til þess, og voru þarna herteknar 110
manneskjur og nokkrir myrtir. Ekki kom þarna til
neinna varnaraðgerða frá landsmönnum enda engin
vopn til slíks. Þama skyldu Tyrkir við allt í auðn og
héldu nú suður með landinu.
Þar mættu þeir þriðja skipinu, sem engan ránsfeng
hafði enn innanborðs. Slógu skipherrar á ráðstefnu og
ákváðu að fara til Vestmannaeyja til rána. Þær voru þá
ein af þéttbýlustu byggðum landsins og má ætla, að þar
hafi búið allt að 500 manns.
En til Eyjanna var hættuleg siglingaleið og landgang-
an þar þeim mun verri. Einhverjar fregnir höfðu þeir
um það, hvaðan sem þær hafa borizt þeim. Enn var
heppnin með þeim. Á leið sinni vestur með landinu
hittu þeir enskt fiskiskip, sem þeir hertóku, en lofuðu
skipshöfninni frið og frelsi, ef þeir vísuðu þeim leið til
Vestmannaeyja. Að þessu gekk skipshöfnin með glöðu
geði. Á meðal hennar var einn íslendingur að nafni
Þorsteinn, að sagt er. Hann hafði einhvern tíma verið í
Gamla kornhúsið. Tilheyrði Dönsku húsunum en stóð við
vesturtakmörk Skansins. Til vinstri, fremst á myndinni, sést
á vesturkant suðurhluta Skansins. Hús þetta mun byggt 1830.
58 Heima er bezt