Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 35
wviimiiimiiMmnum
iiMiinirnyi
'zi&jiffir*:-
288. Ólafur bíður nú ekki boðanna.
Hann hleypur að dyrunum, hrindir upp
hurðinni og rýkur inn í húsið, en í sömu
svifum heíur Nikulás borið glasið að
munninum, dauðskelkaður við hótanir
þorparanna.
289. Þegar Nikulás sér Ólaf koma, þá
fleygir hann frá sér glasinu og hrópar:
„Nei, ég skal aldrei, aldrei drekka!" Ól-
afur gengur rólega að þorpurunum og
þrífur þá báða í hnakkadrembið og
teymir þá til dyranna.
290. „Nú hypjið þið ykkur burt í
skyndi!" segir hann og heldur áfram
með karlana dauðadrukkna. „Og ég ráð-
legg ykkur að láta ekki sjá ykkur framar
á þessum slóðum. Annars mun ég finna
ykkur í fjöru, karlar mínir.“
291. Niðri við bryggju sleppir Ólafur
þorpurunum og lætur þá sjálfa um að
skreiðast niður í bátinn og ýta frá landi.
En áður en þeir fara, hóta þeir honum
öllu illu í hefndarskyni, hvenær sem
þeir hittist næst.
292. Síðan förum við Ólafur aftur upp
í húsið. — Nikulási liggur við gráti af
þakklátssemi og hann þrýstir og hristir
innilega hönd Ólafs fiskimanns fyrir
hjálpina. Ég er sjálfur nærri grátklökkur
af að Nikulási skuli hafa verið bjargað.
293. Og þetta er raunveruleg björgun.
Og ég gleymi ekki að tjá Ólafi þetta,
þegar ég fylgi honum aftur ofan að
sjónum. Án hans hjálpar hefði eflaust
farið ærið illa fyrir Nikulási húsbónda
mínum.
294. Snemma morguns nokkrum dög-
um síðar, þegar ég er á leið lieim frá
brunninum með vatnsfötur, sé ég segl-
bát stefna til eyjarinnar. Ég nem staðar,
til að gá að hverjir nú séu á ferð.
295. Er bátnum hefur verið lagt að, sé
ég mann stíga á land. Hann hefur með
sér hund í bandi. Ég fæ hjartslátt af
gleðiríkri eftirvæntingu. Gæti þetta ekki
verið Mikki? Ég kalla hátt: „Mikki!“
296. Glaðlegt gelt gefur til kynna að ég
hafi getið rétt til. í sama svip kemur
Mikki á harða sprétti og flaðrar upp á
mig með óstöðvandi vinalátum. Fundum
okkar hefur nú borið saman á ný!