Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 33
VeriS mecS í verhlaunasamkeppninni um FERGUSON aSstoáartækín ÞAÐ ER engin tilviljun, að flestir íslenzkir bændur, sem eiga dráttarvél, hafa valið sér FERGUSON-dráttarvélina til að létta sér störfin. Með hinum margvislegu hjálpartækjum, sem auðveldlega má tengja við vélarnar, geta bændurnir nú látið FERGUSON vinna öll erfiðustu störfin fyrir sig. Eins og skýrt hefur verið frá, eru þrjú slík hjálpartæki verðlaun í þessari skemmtilegu getraun, og það er þess vegna ekki nema sjálfsagt fyrir alla, að taka þátt í henni. Þeir, sem ekki eiga sjálfir FERGIJSON -d?yíí íarvél, geta auð- veldlega selt vinninginn eða það, sem er auðvitað helmingi ánægjulegra, gefið hann einhverjum vini sínum í sveitinni, sem er svo lánsamur að eiga EERGUSON. Það yrði áreiðan- lega vel þegin gjöf. Að gefnu tilefni viljum við taka það fram, að það eru að- eins skuldlausir áskrifendur „Heima er bezt“, sem hafa rétt til að vera þátttakendur í þessari getraun. Og þá komum við að spurningunum í öðrum þætti get- raunarinnar: 4. í hvaða sýslu á íslandi eru flestar FERGUSON-dráítar- vélar? Er það í Eyjafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu eða Árnes- sýslu? 4. ............... 5. Hvaða tegund dráttarvéla var það, sem þeir félagar, Hillary og dr. Fusch völdu sér, þegar þeir óku yfir Suðurheimskautið? Var það Ford, Ferguson eða Deutz? 5. ............... 6. Hvað eru margar FERGUSON-ué/ar í fiskibátum hér á íslandi? Eru þær í 2? 212? eða 2120? bátum. 6. ............... Nú er að brjóta heilann um svör við þessum spurningum og skrifa svo svörin hjá sér. í næsta blaði kemur svo þriðji og síöasti þátturinn í þess- ari spennandi verðlaunagetraun. Munið það, að svörin við öllum níu spurningunum á að senda í einu lagi, þegar getrauninni lýkur í marz. Dægurlagaþátturinn Framhald af bls. 64. ----------------------------- Soffía Hulda á Straumi, Maggy og Sirrý, Högni á Bessastöðum í Fljótsdal, Þrúður Kolbrún og þrjár heimasætur á Norðausturlandi biðja um ljóðið O, nema ég, sem Skafti Ólafsson hefur sungið á hljómplötu. Höf- undur ljóðsins er Jón Sigurðsson, starfsmaður í Búnað- arbankanum. Er þetta lausleg þýðing. Oft á vorin haldin eru héraðsmót. í hópum sækja þangað bæði sveinn og snót. Og allir skemmta sér á einhvern veg. Ó, nema ég. Þeir eiga allir kærustur, sem kyssa þá og klappa þeim í lautum svona til og frá. Og brosin frá þeim fá þeir unaðsleg. Ó, nema ég. Mér alltaf illa gekk, og aldrei neitt ég fékk, sem öðrum veittist, það er alveg satt. A grasi iðar dans, og oft í meyjafans ég endilangur snöggt um þúfur datt. En héraðsmótin hætta reynist hverjum þeim, sem hrífst af meyjarkinn og bláum augum tveim. Þeir ánetjast á einn og annan veg. Hæ! Nema ég! Enn vantar mikið á að óskir allra séu uppfylltar, en rúmið leyfir ekki meira í þetta sinn. Stefán Jónsson. VIRÐULEGUR ÖLDUNGUR í síðasta árgangi „Heima er bezt“ var skýrt frá elztu lífver- um jarðarinnar, broddfurunum vestur í Kaliforníu, sem komnar eru á fjórða þúsund ára. En þótt þær hafi vissulega aldursmetið, þá eru víðar til æruverðir trjáöldungar. Meira að segja í laufskógum Evrópu eru tré, sem náð hafa furðu- háum aldri. Eitt elzta tré Norðurlanda er suður á Sjálandi. Er það eik- artré og er kallað Konungseik. Hún er talin vera um 1800 ára. Sumir draga þó þann aldur í efa og telja hana einungis 1300—1400 ára. Hvort heldur sem er, nær aldur hennar aft- ur í fornsögu Norðurlanda, og lengra miklu heldur en nokkr- ar skráðar heimildir. Ef vér berum aldur Konungseikur sam- an við sögur vorar, þá mun láta nærri, að hún hafi sprottið úr fræi um þær mundir, sem Snorri telur Óðin og Æsi koma á Norðurlönd. Eikin hefur verið 600—700 ára, þegar forfeður vorir flýðu ofríki Haralds konungs hárfagra og stofnuðu ríki á íslandi og hún hefur verið komin yfir 1000 ára, þegar þjóöveldið íslenzka leið undir lok. Eins og geta má nærri, hefur hún margt þolað, enda orðin bæði kræklótt og feyskin, en ber þó ellina furðuvel og getur vissulega bætt við sig nokkrum öldum, þó hún með sanni megi kallast „hreggbarinn hilmir marka“, eins og Egill kvað. Heima er bezt 73

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.