Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 23
Er nú þangað mikill straumur ferðamanna. Sænska ríkið á nú jörðina með öllum byggingum, og geta ferðamenn fengið að skoða húsin og umhverfið. Gömul vinkona Selmu, sem var stöðugt hjá henni síðustu árin, sýnir gestum bústaðinn. Hún segir merkustu þættina úr ævi- sögu skáldkonunnar um leið og hún fylgir gestunum úr einu herbergi í annað. Og nú hef ég skráð hér nokk- uð af því, sem hún sagði mér. Þegar foreldrar Selmu bjuggu á Márbacka, voru þar reisuleg og sæmilega rúmgóð húsakynni og traustlega byggð, en þegar Selma settist þar að sem frægasta skáld- kona Svíþjóðar, þá stækkaði hún húsin. En hún stækkaði þau þannig, að hún felldi gamla húsið inn í nýju bygg- ingarnar. Sjálf dvaldist Selma löngum í gömlu herbergj- unum, þar sem foreldrar hennar höfðu átt sína sælustu daga. Ég ætla ekki her að lysa þessari miklu byggingu, en aðeins að segja ykkur frá einu litlu herbergi við hliðina á svefnherbergi skáldkonunnar. Þetta litla herbergi er í raun og veru eins og stór skápur. Þar hanga kjólar og kápur skáldkonunnar, og eru kjólarnir sumir mjög í- burðarmiklir, og hafði hún klæðzt þessum skartklæðum við ýmis hátíðleg tækifæri. Á hillu fyrir ofan kjólana var raðað skóm skáldkonunnar. Þeir eru látlausir en vandaðir að gerð, og allir hafa það sameiginlegt, að hælarnir eru misháir. Þessir misháu hælar segja einn þáttinn úr ævisögu þessarar merku konu. Annar fótur hennar var dálítið styttri en hinn, og var reynt að bæta það upp með því að hafa hælana misháa. Þar sem Selma var svona fötluð, gat hún aldrei tekið þátt í gleðileikjum og dansi á sama hátt og annað fólk, en ekkert skald hefur þó lýst skemmtanalífi og dans- leikjum fagurlegar en þessi fatlaða kona. í fylgsnum huga síns hefur hún átt glæstar myndir af þessum eftir- sóttu leikjum æskunnar, þótt hún aldrei gæti notið un- aðssemda þeirra sjálf. Þegar ég var unglingur, voru fyrstu bækur Selmu að koma út í íslenzkri þýðingu, og er mér enn í minni, hve hrifinn ég var af bókunum. Ég las þær af kappi, þó að ég skildi þær ef til vill ekki til fullrar hlítar. Frægasta bók Selmu er Gösta Berlings saga. Hún er til í ágætri íslenzkri þýðingu. Þið, sem eruð tólf ára og eldri, getið vel lesið slíka bók, og bækur Selmu yfirleitt. Og Selma hefur líka samið barnabækur og bama- sögur. í bók eins og Gösta Berlings sögu er sumt, sem ykkur finnst ef til vill torskilið, en ævintýrabúningur söguefnisins og heillandi frásögnin mun þó áreiðanlega hrífa ykkur. Það er vandalaust fyrir greind tólf ára börn að lesa góðar bækur, sem ætlaðar eru fullorðnum, og það þroskar þau og skerpir skilning þeirra. Þegar ég á æskuárunum hafði lesið margar bækur Selmu, þráði ég mjög að sjá Vermaland og Dalina, og þegar ég loks fékk tækifæri til þess, þá kannaðist ég vel við þessi hémð og þekkti sögustaðina úr bókum Selmu, eins og ég væri að ferðast um söguríka byggð heima á íslandi. Selma Lagerlöf við skrifborðið í vinnustofu sinni að Márbacka. Selma Lagerlöf segir einhvers staðar í ritum sínum: „Þeim er mein, sem eru einfaldir. Það er bágt, hvar sem þeim er skipað í sveit. En hvergi er heimskingja verra að vera en í Vermalandi.“ Með þessum orðum vill Selma syna það, hve hatt hun metur Vermlendinga og telur þá öðrum fremri. Selma Lagerlöf andaðist árið 1940, og var þá áttatíu og tveggja ára. Á liðnu sumri voru því liðin 100 ár frá fæðingu hennar. ___________ Stefán Jónsson. Frá utgefanda Heiðruðu áskrifendur! Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir, hefur áskriftar- gjald „Heima er bezt“ ekkert hækkað síðastliðin þrjú ar, þrátt fyrir það, að vinnulaun, pappírsverð og allt, sem prentverki tilheyrir, svo og póstgjöld og fleira, hefur marghækkað a stðastliðnum þremur árum. Þetta hefur reynzt mögulegt vegna þess, hve kaup- endunum hefur fjölgað geysilega. „Heima er bezt er nu heimilisblað á helmingi allra sveitaheimila á íslandi eða rúmlega 3000 sveitaheimil- um, en alls munu þau vera um 6200. í einum árgangi af „Heima er bezt“ er álíka mikið lesmál eins og í venjulegri bók upp á 1100 blaðsíður. Og allt þetta lesmal kostar ekki nema áttatíu krónur! Nú er komið að gjalddaga ársins 1959, og það eru vinsamleg tilmæli mín til ykkar allra, að þið sparið okkur allt póstkröfubras og sendið okkur áskriftar- gjaldið - áttatíu krónur - svo fljótt sem það er ykkur þægilegt, og veitið okkur með því nokkurs konar verð- laun fyrir það, að við reynum af öllum mætti að halda áskriftargjaldinu í skefjum. Ég bið ykkur og heimili ykkar blessunar á þessu ný- byrjaða ári. Með beztu kveðju Sigurður O. Björnsson. Heima er bezt 63

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.