Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 24
IM e i r a en hálfa aðra öld ferðuðust landpóstar á íslandi um heiðar, vegleysur og óbrúuð, straumþung stórfljót og jökulár. Sumir voru fótgangandi, en aðrir með „kofforta-hestana í langri lest“. Það er ekki fyrr en á árunum 1780—1790, sem stjórnarvöldin fara að hlutast til um fastar póstferðir um landið allt, og fyrst voru þær æði strjálar. Allt frá því að landið byggðist, þurftu menn að koma boðum um héruð og á milli byggða. Urðu þeir þá að senda sérstaka menn (sendiboða) með boðin. Þegar ritöld hefst, mun strax hafa verið farið að senda bréf um landið, og frá því um 1200 eru til skráðar heimildir um það, að biskupar sendu menn með bréf milli landshluta. Aðrir embættismenn og kaupmenn gerðu þetta líka. Þessi siður hélzt lengi, eftir að skipu- lagðar voru póstferðir, af því að ferðirnar voru svo strjálar. Um síðustu aldamót sendu t. d. kaupmenn í Stykkishólmi sérstaka sendimenn um hávetur með áríð- andi bréf alla leið til Reykjavíkur, oftast í sambandi við skipsferðir til útlanda. Kepptust sendimennirnir þá við að hlaupa þetta á sem skemmstum tíma. Það þurfti harðfenga og hrausta menn til að annast þessar sendiferðir um landið í harðviðrum á vetrum, hvort sem það voru póstferðir eða sérstakar sendiferðir, en einkum voru þó póstferðir erfiðar, af því að land- póstarnir áttu að fylgja fastri áætlun. Um landpósta á íslandi hafa myndazt margar hreysti- sögur, og eru þær merkustu skráðar í Söguþáttum land- póstanna, sem gefnir voru út á Akureyri árið 1942. í dægurljóðinu Gunnar póstur er á listrænan hátt brugðið upp svipmynd úr ævikjörum landpóstanna, „um sumardag við Ijós og yl“ og „í vetrarmyrkri í hörku og byl“. Höfundur ljóðsins er Loftur Guðmundsson, skáld og rithöfundur, en Haukur Morthens hefur sungið lagið inn á hljómplötu. Og hér birtist ljóðið Gunnar póstur, en nokkrir les- endur þáttarins hafa óskað eftir að fá það birt. Hvellt er á Bröttukleif hornið þeytt, heiðin að baki — og Sörli fetar greitt, bóndi og hjú kannast hljóm þann við, í hlaðið ríður garpur eftir stundarbið. Gunnar — Gunnar póstur, garpur á dökkum jó. Koffortahestarnir í langri lest léttara stíga, er heim á bæinn sést. Gunnar í söðli rís og raular lágt, rjálar við skeggið, sítt og hélugrátt. Gunnar — Gunnar póstur, garpur á dökkum jó. Sæluhúsafletin eru um frostnótt köld, ferðlúnum bíður hlýrri rekkja í kvöld, rokkþyt að sofna frá og rímnasöng rórra en við stormgný í klettaþröng. Gunnar — Gunnar póstur, garpur á dökkum jó. Heiðin — í vetrarmyrkri, hörku og byl, heiðin — um sumardag við Ijós og yl, heiðin að baki og í bili lokið för, á Bröttukleif garpur lyftir homi að vör, Gunnar — Gunnar póstur, garpur á dökkum jó. Hver man nú ferðagarp og fákinn hans? Fallið í gleymsku er afrek hests og manns. Heyrist í Bröttukleif horn þeytt um nátt, hver skilur bergmálsrödd, er kveður lágt. Gunnar — Gunnar póstur, garpur á dökkum jó. Norska dægurlagasöngkonan Nora Brocksted hefur sungið nokkur íslenzk dægurljóð inn á hljómplötur. Hún hefur aðlaðandi og hlýlega rödd og ber íslenzka textann furðu vel fram. Eftir beiðni lesenda þáttarins birtist hér ljóðið Æsk- unnar ómar, sem Nora Brocksted hefur sungið inn á hljómplötu. Höfundur ljóðsins er Þorsteinn Sveinsson. „Sofnaðu rótt, senn kemur nótt,“ segir hún mamma og vaggar mér hljótt. „Lokaðu brá, liðinn er hjá ljómandi dagur í kvöldhúmsins sjá. Dimmir nú ótt, því dagsbirtan þverr, í dúnmjúkri sænginni hvílir þú hér. Bernskunnar gull, sem bættu þinn hag, bros þitt þú veitir og þakkar í dag.“ Góða nótt öll, gullin mín kær, gott er að dreyma og hafa ykkur nær. Þökk, mamma mín, þökk, pabbi minn, þvílíka gleði og ástúð ég finn. Kettlingurinn, sem er kátur og frár, kúrir hjá eldstónni og sleikir sitt hár. Fuglana smá uppi á fjallsins brún finn ég á morgun og lokka út á tún. Ár líða ört, gull eru gleymd, geymd upp á lofti í ryki og leynd. Barnanna þrá, blíðra og smá, breytist, er æskan er liðin þeim frá. Eitt man ég þó jafnan ár og síð, sem ómar svo fagurt frá bemskunnar tíð: Traustasta vinátta, tryggð og ást trúaðrar móður, sem aldrei mér brást. Framhald. d bls. 73. 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.