Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 7
meiri en hann er. Mér er minnisstæð saga, sem ég heyrði um eina ferð hans til Seyðisfjarðar frá þeim tíma, er hann verzlaði þar. Hann hafði farið þangað upp úr miðjum vetri og kom síðari hluta dags inn í sölubúð, þar sem hann verzlaði þá. Voru þar fyrir margir menn af út-Héraði og flestir innan við búðarborðið, og létu mikið yfir sér. Metúsalem beið rólegur, því að margir voru fyrir og fékk sig ekki afgreiddan strax. Hann heyrði, að einhver spurði verziunarstjórann, hvaða maður þetta væri, sem þarna væri kominn, og sagði hann, að það væri Metúsalem bóndi á Hrafnkelsstöðum. Þcir, sem viðstaddir voru, gáfu honum lítinn gaum. Höfðu sjálfsagt búizt við honum öðruvísi. Metúsalem var í gamalli stórtreyju, sem hann treysti vel í vetrar- byljum, en var ekki að sama skapi „móðins“. Hann gaf sig á tal við þá og spurði meðal annars, hvenær þeir færu upp yfir. Þeir kváðust fara upp yfir á morgun. Leið þessara manna lá yfir Vestdalsheiði, sem er utar og beinni leið fyrir Uthéraðsmenn yfir hinn mikla fjallgarð, sem aðskilur Seyðisfjörð frá Héraði. En Metúsalem kom Fjarðarhéiði, sem er beinni leið fyrir Upphéraðsmenn. Morguninn eftir var komið norðanveður með snjó- komu og útlit fyrir að fljótt yrði ófært yfir fjallið. Metúsalem undirbýr ferð sína tímanlega, en á með«n koma einhverjir hinna ferðamannanna til hans og segja, að í svona veðri og útliti leggi enginn til fjalls. Metú- salem lét það ekkert á sig fá, en bjó upp á hesta sína og lagði af stað. Þegar hinir sáu hvað þessi maður var ákveðinn, þá brugðu þeir við, lögðu á hesta sína og fóru af stað á eftir honum, þó að það væri lengri leið fyrir þá. Veðrið hélzt vont um daginn en Metúsalem fór á undan og skeikaði ekki um stefnuna og yfir fjallið komust þeir um kvöldið og niður að Lagarfljóti. Þar skildu leiðir, og þegar þeir kvöddust, voru þeir víst farnir að trúa því að þetta væri Metúsalem bóndi á Hrafnkelsstöðum. Þó þessi saga segi ekki mikið, þá lýsir hún samt Metú- salem vel, þessum rólega, trausta og djarfa fyrirhyggju- manni, sem ekki lætur mikið yfir sér, en er gæddur þrótti og karlmennsku, sem einkennt hefur líf hans og framferði umfram flesta hans samtíðarmenn, að þeim Gilsárgil og Ranaskógur. Metúsaletn og Þorsteinn kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. ólöstuðum. Hann hefur verið úrræðagóður í hverri raun og með glöggskyggni leyst mörg þrekvirki af hendi. Sem dæmi má nefna hvernig hann leysti þann mikla vanda að koma straumferju á Jökulsá í Fljótsdal. Ferjan var að öllu leyti hans verk. Hann smíðaði hana og fann út af hugviti sínu hvernig nota mætti árstraum- inn til að knýja ferjuna fram og til baka. Á Hrafnkels- stöðum var ferjustaður yfir Jökulsá og var það slæm kvöð á bóndanum þar að þurfa að ferja fólk og flutn- ing fyrir litla borgun, þegar áin var óreið, sem mjög oft skeði. Á vorin þegar féð var rekið til afréttar af austurbyggð í Fljótsdal, þurfti að reka það yfir Jökulsá, sem oft var í vexti um það leyti, og fylgdi því oftast vos og erfiði. Straumferjan leysti þennan vanda því á henni mátti flytja féð með auðveldu móti. Sennilega hefur ekkert áhald létt meira störfin í hans búskap en þessi straumferja. Metúsalem er sérstaldega duglegur og þrek- mikill maður og er smiður bæði á tré og járn og leysir hvern vanda, sem að höndum ber og hef ég aldrei heyrt þess getið, að honum hafi orðið ráðafátt. Það hlýtur að vera gaman að búa eins og Metúsalem, hafa gnægð af gangandi peningi og vera alltaf birgur í búi með fóður, mat og peninga. — Já, þannig eiga bænd- ur að vera. Hrafnkelsstaðir eru ekki vel fallnir til rækt- unar, og engjar litlar en góð sauðfjárbeit. Til að afla nægilegs fóðurs varð Mctúsalem, lengi framan af, að fá lánaðar engjar annars staðar. En svo keypti hann hluta af jörðinni Hamborg, sem er vestan við Jökulsá en því sem næst á móti Hrafnkelsstöðum. Er þar ágætt engi, og eftir það var fóðuröflunin tryggð. Túnið hafði hann einnig grætt út, eftir því sem föng voru á. Ekki hefur Metúsalem orðið ríkur af nurli eða ágengni í viðskiptum. Allt slíkt er honum andstætt, enda búið við mikla rausn. Framan af var Kaupfélag Héraðs- búa rekið með pöntunarfyrirkomulagi. Félagsmenn gerðu að vetrinum pöntun á öllu sem þeir töldu sig þurfa til ársins. Á pöntunarlista Metúsalems var ekkert skorið við neglur sér af því, er búið þurfti með. Þá stóð yfir fyrri heimsstyrjöldin, og þegar leið á stríðið og fyrst á eftir, hækkuðu vörur mikið í verði og sumir hlutir langt Heima er bezt 47

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.