Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 19
Eyjum og var staðháttum þar kunnur. Bauðst hann til að vísa þeim á landgöngustað sunnan á Heimaey, sem væri mjög heppilegur. Hér í Eyjum höfðu menn frétt um ránin í Grinda- vík, og felmtri miklu slegið á fólkið. Ráðgert var þó að veita viðnám, ef ræningjarnir kæmu, og virki gert niður við höfnina hjá Dönsku húsum. Kaupmaðurinn hafði eitthvað af vopnum, sem útbýtt skyldi meðal manna ef til árásar kæmi. En tíminn leið, og ekkert ból- aði á ræningjunum. Fóru menn þess vegna að verða rólegri og vonbetri um að þeir kæmu ekki til Eyja. En þann 16. júlí sáu menn í Eyjum 3 skip koma sigl- andi austan frá, og var eitt þeirra stærst. Ekki komu þau á ytri skipaleguna, en héldu suður með Heimaey og gerðu ekkert af sér. Héldu menn þá að þetta væri dönsk kaupför, og fór hver til síns heima úr virkinu. Til vara var þó settur vörður, sem hafa skyldi auga með skipaferðum. Daginn eftir 17. júlí hófst svo landganga Tyrkja. Ætluðu þeir fyrst upp í Kópavík eftir ráðleggingum Þorsteins, en urðu þar frá að hverfa og treystu sér víst ekki upp bratt bergið. Nokkru sunnar er urð, er Brim- urð heitir. Þar lögðu þeir nú til uppgöngu og tókst vel, enda mun sjór hafa verið ládauður, og þarna engar varnir fyrir hendi frá íbúunum. Að vísu bar þarna að umboðsmanninn Lauritz Bagge, ásamt fleirum, sem skutu að ræningjunum einu skoti, sem aðeins varð til þess að æsa þá og trylla. Orguðu þeir þá og grenjuðu, veifuðu sverðum sínum og hnífum og æddu trylltir upp urðarkampinn og út yfir byggðina. Lögðu Eyjamenn þegar á flótta niður í þorpið. Þar eyðilagði skipstjóri verzlunarskipsins skip sitt á legunni, umboðsmaðurinn rak flein í kveikipípur fallbyssnanna svo þær urðu óvirkar, en flýði síðan með skyldulið sitt á bátum upp til meginlandsins. Allar varnir fóru út um þúfur og fólkið því ofurselt ræningjunum. Tyrkir æddu um alla Eyjuna, rændu, myrtu og mis- þyrmdu mönnum og málleysingjum á hinn hryllileg- asta hátt. Þarf ekki að lýsa þeini aðgerðum hér. öllum er sú saga kunn. Þó mætti minnast á morð séra Jóns Þorsteinssonar að Kirkjubæ, sem drepinn var í Rauð- helli að fólki sínu ásjáandi, handtöku séra Ólafs á Ofan- leiti og hans fólks, morð Jóns bónda á Búastöðum o. m. Landlyst, ekki mikið breytt frá sinni upphaflegu gerð. Lyngfellisdalur og Rœningjaflöt. Lengst til vinstri sést Dal- fjall, og er hresti tindur þess Blátindur. Fyrir miðri mynd sést byrjunin á brekkunni upp Sncefell, sem er norðan Lyng- fellisdals. Rœningjaflötin er á miðri mynd. fl. Gamalmennin drápu þeir eða ráku með pústrum og píningum niður til Dönsku húsa og brenndu þar ásamt fleirum, eftir að fólk, er rænt hafði verið og geymt var í húsunum, var flutt út í skipin á legunni. Talið er að Tyrkir hafa hertekið í Eyjurn yfir 240 manneskjur og myrt þar milli 30 og 40. Var þetta mikill fengur fyrir ræningjana en blóðtaka mikil fyrir byggðarlagið. Þann 19. júlí héldu svo Tyrkir burt frá Eyjum og kvöddu með fallbyssuskotum, eftir að hafa brennt Landakirkju og Dönsku húsin og lagt virkjagerð Eyja- manna í rústir. Hér í Eyjum hafa að vonum lifað margar sagnir frá Tyrkjaráninu. Eru sumar þeirra skráðar aðrar ekki og sumar í mörgum myndum. Eitt er sögnum þessum sameiginlegt að lýsa tryllingslegu æði ræningjanna. Hafa þeir engu hlíft, hvorki mönnum né málleysingj- um. Þeir hafa haft hið mesta yndi af að pína fólkið sem mest og á sem hryllilegastan hátt. Virðist hafa ver- ið sama hvort um konur, börn eða karlmenn var að ræða. Hafa Tyrkir verið algjörlega sneiddir allri mann- legri meðaumkun og tilfinningarleysi og þó.... Sögn er um það að stúlka nokkur hafi flúið undan Tyrkjum frá kirkjubæjunum og upp í heiðina ofan Gerðisbæja. Stúlka þessi var þunguð. Fljótt urðu Tyrk- ir ferða hennar varir og tóku þegar á rás eftir henni tveir saman. Þegar í undirhlíðar Helgafells kom, vestan Gerðisbæja gafst stúlkan upp á hlaupunum við jarð- fastan klettadrang og Iagðist þar fyrir, en í þeim svif- um fæddi hún barn sitt. í sama mund bar ræningjana að, og hefur ekki leynt sér fyrir augum þeirra, hvað skeð hafði. Vildi þá annar þeirra gera fljót skil og drepa bæði móður og barn og bjó sig til að vinna ódáðaverkið. Hinn hrærðist aftur á móti til meðaumk- unar og fékk því ráðið að þyrma þeim. Klæddi hann Heima er bezt 59

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.