Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.02.1959, Blaðsíða 6
Núverandi bcendur á Hrafnkelsstöðum, Eiríltur, Stefán og Jón, ásamt föður sinum, Metúsalem. gremju í brjósti til þeirrar stjórnar, sem svo þunglega hafði tekið máli hans, þó kunnugt væri að tekjuhærri menn hefðu fengið sjúkrastyrk, þegar eins stóð á. Það er þetta einkenni í skapgerð Metúsalems, sem gert hefur hann sterkan og sjálfstæðan. Það hefur verið metnaður hans, að tryggja aðstöðu sína sem bezt, og hefur með því oft gefið fagurt fordæmi. Hefur manndómur hans vaxið og þroskazt, og með miklum dugnaði og frábærri fyrirhyggju hefur hann afkastað meira verki en almennt gerist. Metúsalem er tryggur og góður samvinnumaður, og þar, eins og í öðrum félagsskap, hefur hann reynzt samvinnuþýður og traustur. Hann hefur verið félags- maður í Kaupfélagi Héraðsbúa í rúm 40 ár og jafnan verið stærsti viðskiptamaðurinn, því að hann hefur alltaf haft stórt og mannmargt heimili. Hann kom lengi með stærsta fjárhópinn og stærstu ullarlestina. Það vakti jafnan eftirtekt hér í þorpinu, þegar fréttist að Metú- salem kæmi með sláturféð. Þótti öllum merkilegt að sjá rekinn til sláturhússins svo stóran rekstur frá einu heim- ili. Fé hans var fallegt, enda skorti hann aldrei fóður handa fé sínu. Sérstaklega var fjárhópur hans áberandi meðan hann hafði sauði, en síðastur manna hætti hann við þá. Þá var ullarlestin myndarleg. Stórir tunnupokar, venjúlega á tíu hestum, sem hann teymdi í lest, en rak þá ekki, eins og flestra var siður. Frágangur allur á reiðverum og klyfjum var sérstaklega vandaður, og vel og traustlega frá öllu gengið. Þótt Metúsalem hefði meira innlegg og meiri við- skipti en fjöldinn hafði, datt honum aldrei í hug að ætl- ast til neinna forréttinda fram yfir þá, er minni máttar voru efnalega og höfðu minni viðskipti. Það er honum algerlega fjarstætt. Hann skilur vel, hvaða þýðingu það hefur, að menn standi saman, vinni saman og styðji hver annan. Metúsalem er allra manna lausastur við tor- tryggni og ætlar engum svik eða hrekki. Heiðarleiki hans er upp yfir allt slíkt hafinn. Mér er minnisstætt, að árið 1911 var hér á ferð ensk- ur fjárkaupmaður. Ég var með honum sem túlkur og aðstoðarmaður. Englendingur þessi keypti sauði og al- geldar ær. Fyrsti markaðurinn var haldinn að Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Englendingurinn keypti féð á fæti og bauð ákveðið verð fyrir hverja kind, eftir að hann hafði athugað hópinn. Túliníusarverzlun á Eskifirði tók að sér að annast greiðslu á andvirði fjárins, og átti hún að fara fram um leið og það væri flutt um borð í skip á Eskifirði. Markaðurinn á Skriðuklaustri fór þannig, að ekki samdist um verðið, en auk þess gætti einhverrar tortryggni varðandi greiðsluna, og vildu menn fá féð greitt út í hönd á staðnum. Næsti markaður var á Víðivöllum í Fljótsdal. Fór þar á sömu leið. Bændur vildu fá einni krónu meira fyrir kindina en Englendingurinn vildi greiða, og leit út fyrir, að ekkert myndi verða af þessum kaupum. Við fórum þá og fundum Metúsalem á Hrafnkelsstöðum, sem átti marga sauði. Ég skýrði honum frá því, hvemig málum væri komið, og að hér væri illt í efni, því að mínu áliti væri tap fyrir bændur að sleppa þessu tækifæri. Eng- lendingurinn athugaði fjárhóp Metúsalems og gerði honum tilboð, og eftir nokkra umhugsun kváðst hann ganga að .því og seldi hópinn. Mér fannst, að strax og Englendingurinn hafði séð Metúsalem og virt fyrir sér þennan drengilega mann, þá væri honum Ijúfara að ná samningum við hann en aðra. Þessi kaup gengu vel, og þegar aðrir sáu, að Metú- salem seldi, þá fóm þeir að dæmi hans. Þetta reyndust mjög hagkvæm viðskipti, sem því miður hafa ekki átt sér stað síðan, því að þetta var í síðasta sinn, sem flutt var út lifandi fé frá íslandi. En þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem þeir, er kynnzt hafa Metúsalem, hafa viljað vita um álit hans, áður en afstaða hefur verið tekin til vandamála, enda ekki illa ráðið, að taka hann til fyrirmyndar. Metúsalem lætur lítið á sér bera og vill ekki sýnast Landslag bak við bceina Hrafnkelsstaði nr. 1 og 2. 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.