Heima er bezt - 01.05.1959, Side 15
Fyrst voru ræður og söngur, svo var farið í ýmsa leiki,
ög að síðustu var stiginn dans..
Síðari hluta nætur fóru menn að búa sig til heimferð-
ar og þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar ljómuðu
á tindum, þá fóru hinir síðustu úr hlaði. Magnús hafði
farið upp á loft með bróður Heiðrúnar, til að fá lánaða
hjá honum bók, og tafðist þar nokkuð, svo að þegar
hann kom út, voru allir farnir. Enn fremur var hestur
hans horfinn af hlaðinu og taldi hann víst, að hann hefði
slitið sig upp og elt einhvern ferðamannahópinn. Magn-
ús rölti nú af stað suður túnið og var kominn suður í
hvamminn, þegar hann heyrði hófaslátt í austri og rétt
í því sá hann hvar kvenmaður kom ríðandi austan að
túninu. Hann þekkti bæði hestinn og kvenmanninn. Það
var Heiðrún á Skjóna hans. Hún stefndi beint til hans
og því settist hann niður í hvamminn og beið. Heiðrún
reið geyst til Magnúsar, en þar kastaði hún sér af baki
og fleygði taumnum í Magnús.
„Ég var að prófa gæðinginn. Þetta er mesta trunta og
svo er hann ekki mannfrár,“ sagði Heiðrún og leit
stríðnislega til Magnúsar.
„Ég er ánægður með hann eins og hann er, og mundi
ekki vilja skipta, þó ég ætti kost á því“, svaraði Magnús.
„Þar sannast máltækið, að hvað elskar sér líkt, en ég
vildi eiga fjörmeiri og skapmeiri hest“, sagði Heiðrún
hlæjandi.
„Ég er í svo góðu skapi núna, að þú færð mig tæp-
Jega til að reiðast, þó þú reynir að gera þitt bezta“,
sagði Magnús.
„Ég sá þetta. Þú nauzt þess reglulega að dansa við
Veigu frá Gili. Mér sýndist þið vera farin að dansa
vangadans seinast. Þig er sjálfsagt farið að dreyma um
að setjast í stórbúið á Gili“, sagði Heiðrún og hló
ertnishlátri.
„Veiga er góð stúlka, og enginn verður vangefinn
sem fær hana. En ekki þarftu að brigzla okkur um neitt
daður saman. Ég dansaði eins mikið við þig eins og hana.
Það var mér til mikillar gleði að mega það, og því eru
það mér sár vonbrigði, að þú reynir nú að eyðileggja
þá ánægju með bituryrðum þínum“, sagði Magnús og
stóð upp um leið. Svo bætti hann við: „Ég hefði viljað
að við hefðum getað átt trúnað hvors annars eins og
þegar við vorum börn og lékum okkur hér saman. Ég
hefði viljað að leiðir okkar mættu alltaf liggja saman
á lífsleiðinni. Ég hefði viljað að hugur þinn til mín,
væri eins og minn hugur er til þín. Þú hlýtur að skilja
hvað ég meina, þó ég tali ekki skýrar en þetta.“
Nú varð þögn um stund, og Heiðrún reytti grasið
upp úr jörðinni við hlið sér.
Loksins sagði hún: „Ég veit ekki hvort ég á að skoða
þetta sem bónorð, en ég hef enga löngun til að gefa
þér trúnað minn nú, þó ég hafi gert það sem barn. Ég
hefi ekki valið neina sérstaka leið í lífinu ennþá og óska
ekki eftir að leiðir okkar eigi eftir að liggja meira saman
en verið hefur. Minn maður, ef einhver verður, á að
bera nafn föður síns, en ekki einhvers umrennings. Ég
vil að börnin mín geti litið upp til föður síns og borið
virðingu fyrir honum og ættingjum hans. Mér er ekki
nóg að geta elskað manninn sem ég giftist, ég verð
líka að geta borið virðingu fyrir honum.“
Magnús skipti litum og varð ýmist fölur sem nár, eða
rauður sem blóð. Hann steig á bak og sagði um leið:
Guð fyrirgefi þér að traðka svona á tilfinningum mín-
um. Ég óska þess og bið, að þú þurfir aldrei að gjalda
þessara orða þinna í lífinu. En aldrei mun ég angra þig
framar, því ég vildi óska að þetta yrðu síðustu sam-
fundir okkar.“
Að svo mæltu kastaði Magnús kveðju á Heiðrúnu
og þeysti af stað.
Magnús hrökk upp af hugsunum sínum við það, að
hann heyrði einhvern koma.
„Komdu sæll Magnús og vertu velkominn hingað í
sveitina.“ — Þetta var Heiðrún. — „Það var alls staðar
verið að leita að þér, og mér datt í hug að þú mundir
hafa gengið suður í hvamminn okkar gamla og góða,
svo ég bauðst til að leita að þér.“
„Það var fallega gert af þér Heiðrún,“ sagði Magnús
og athugaði vel útlit þessarar konu, sem eitt sinn hafði
átt hug hans allan. Hún var ennþá grönn og beinvaxin,
en hárið var orðið hélugrátt, og mjög skarpir drættir
komnir í andlitið, sem var fölt og veiklulegt.
„Ég vil byrja með að þakka þér fyrir síðustu sam-
fundi, kannski ert þú líka búinn að gleyma þeim,“ sagði
Heiðrún, um leið og hún settist við hlið hans.
„Ef þú átt við síðustu samfundi okkar hér í hvamm-
inum, þá er það víst mitt að þakka,u sagði Magnús, með
áherzlu á síðasta orðinu.
„Nei, við sáumst þó nokkrum sinnum eftir það,“ sagði
Heiðrún. „Síðast sáumst við þegar við urðum samskipa
á Esju til Reykjavíkur. Við fengum vont í sjóinn og
ég var afskaplega sjóveik eftir að við fórum frá Vest-
mannaeyjum, svo ég var alltaf að kúgast, en gat engu
kastað upp, því maginn var löngu tómur. Þá komst þú
inn í klefann til mín og sagðist hafa heyrt angistarstunur
innan úr þessum klefa, og því værir þú hér kominn, ef
þú gætir eitthvað gert fyrir mig. Ég bað þig að útvega
mér kalt vatn, sem þú gerðir strax, en svo léztu mig
hafa einhverjar töflur til að taka inn og komst með
stóran ullartrefil og marg vafðir honum utan um mig
miðja, svo fast, að mér fannst ég vera reyrð í lífstykki.
Eftir það sofnaði ég og vissi ekkert um ferðina, þar til
við vorum komin á móts við Akranes. Þá var ég orðin
vel hress og ætlaði að fara fram úr, en rétt í því komst
þú inn til mín og sagðir mér að ég skyldi ekki hreyfa
mig fyrr en við værum komin til Reykjavíkur. Svo
komst þú með vatn í fati og þvoðir mér um andlit og
hendur. Ég varð snortin einhverri sælutilfinningu og
mig langaði svo ákaft til að taka höndum um hálsinn
á þér og þrýsta þér að brjósti mínu, því ég fann nú að
ég elskaði þig. En þegar þú varst að þerra hægri hönd
mína, þá festust augu þín á steinbaug sem ég hafði á
vísifingri og þú spurðir með kulda í röddinni hvort það
mætti óska mér til hamingju. Með hvað spurði ég. Þá
sagðir þú: ,Ert þú ekki trúlofuð, er þetta ekki svoleiðis
Ileima er bezt 163