Heima er bezt - 01.01.1961, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.01.1961, Qupperneq 8
STEFAN JONSSON, NAMSSTJORI: Oddur Valentínusson hafnsöguma&ur frá Stykkishólmi Oddur Valentínusson hafnsögumaður er fædd- ur í Hrappsey hinn 3. júní 1876, og varð því áttatíu og fjögra ára á liðnu sumri. Foreldr- ar hans voru þá vinnuhjú í Hrappsey hjá Skúla Sívertsen. Þau fluttu til Stykkishólms sama árið og Oddur fæddist og bjuggu þar upp frá því. Valentín- us Oddsson, faðir Odds, var fæddur í Ólafsvík, en Oddur Ögmundsson, afi hans, var fæddur á Ingjalds- sandi og Vestfirðingur að ætt. Hann fluttist ungur til Flateyjar og var þar skipherra hjá Benediktsen í Flatey og síðar formaður á hákarlaskipum hjá Arna Thorla- cius í Stykkishólmi, þeim er byggði Norskahúsið í Stykkishólmi, sem nú er 125 ára gamalt. Gróa Davíðs- dóttir, móðir Odds Valentínussonar, var fædd í Eyrar- sveit og ættuð þaðan. Að Oddi standa því í báðar ættir vestfirzkir og breiðfirzkir ættstofnar. \rar afi hans, eins og fyrr getur, dugandi skipherra og formaður á há- karlaskipum hjá dugmestu höfðingjum við Breiðafjörð á þeim tímum, Benediktsen í Flatey og Arna Thorla- ciusi í Stykkishólmi. Foreldrar Odds áttu 10 börn, en aðeins fjögur kom- ust upp. Voru það bræður þrír: Oddur, Sigvaldi og Sören og ein dóttir, Málfríður. Á lífi eru bræðumir tveir, Oddur og Sören. Oddur Valentínussoh. Guðrún Hallgrímsdóttir, kona Odds. Allt frá dögum Eiríks rauða hafa Breiðafjarðarbyggð- ir átt margan slyngan sjómann og þrekmikla sægarpa. Einn í þeirra hópi er Oddur VTalentínusson hafnsögu- maður, sem hér verður minnzt með nokkrum orðum. Fimmtán ára gamall réðst Oddur í fyrsta skipti há- seti á seglskútu, árið 1891, en lét af hafnsögumanns- starfi í Stykkishólmi í desember 1951. Vertíðin hjá hon- um hefur því staðið í sextíu ár, því að alla tíð stundaði hann sjómennsku. Fyrst sem skipstjóri á seglskipum og vélskipum frá Stykkishólmi og Vestfjörðum og síðar sem hafnsögumaður í Stykkishólmi. Árið 1903 lauk Oddur skipstjóraprófi í Rönne á Borgundarhólmi, og tók strax við skipstjórn á fiskiskip- um, er hann kom heim frá námi. En skipstjórn á skút- um hafði hann þó haft á hendi áður, próflaus, frá því árið 1897, er hann var tuttugu og eins árs. Sýnir þetta sérstaka og óvenjulega sjómannshæfileika hjá Oddi, að útgerðarmenn skyldu trúa svo ungum, próflausum manni fyrir skipi og áhöfn. Fyrsta skipið sem Oddur 4 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.