Heima er bezt - 01.01.1961, Page 22

Heima er bezt - 01.01.1961, Page 22
GISLI HELGASON, SKÓGARGERÐI: T rcóa ökuldalur er langur mjög, víðast hið efra með bröttum hlíðum, sem ná niður undir hina straum- |hörðu Jökulsá á Dal. Niður af heiðunum beggja megin Jökuldals falla margar þverár niður í Jöklu, sumar í djúpum gljúfrum, en allar straumharðar, og margar stórgrýttar og illar yfirferðar. Mér töldust þessar þverár um fjörutíu, er ég fór um allan dalinn fyrir rúmum 20 árum. Þess niá geta, að um aldamót man ég eftir, að tveir menn fórust í þveránum, og var annar þeirra efldur og vanur máður ferðalögum. Þetta sýnir að þverárnar eru ekki ævinlega lömb að leika við. iVIilli bæjanna Merkis og Klaustursels á Efra-Dal austanverðum eru víst einar 4 þverár. Af þeim er Trega- gilsá lang versta vatnsfallið og ill mjög yfirferðar. Hún er í djúpu gili ofan frá brún og niður að Jöklu. Virð- ist gilið einkum djúpt og mikið ofan til í fjallinu og þar kvað hafa myndazt á því nafnið Tregagil. Þegar ég las frásögn Stefáns Jónssonar í október- hefti „Heima er bezt“ af Tregasteini í Hörðudal rifj- aðist upp hjá mér Tregagilsnafnið á Jökldal, og það skrítna er, að það kvað vera til orðið á sama hátt. I æsku heyrði ég þetta um örnefnið Tregagil: Einhverju sinni var kona í Merki úti á túni, senni- lega við einhver störf, en hafði hjá sér ungbarn, því veður var gott. Hún veit ekki fyrri til en örn skellir sér niður, þrífur barnið, og flýgur með það upp og suður að árgilinu, sem sennilega er um það bil í kíló- meters fjarlægð. Erninum veittist þó erfitt að bera barnið, og var að smá setjast niður. Konan hljóp auð- vitað hvað hún gat á eftir, til þess að reyna að ná barn- inu, en erninum tókst að hefja sig upp á ný, hverju sinni er konan nálgaðist. Þannig gekk freðin inn og upp að árgilinu, en þar skildi með þeim, því fuglinn sveiflaði sér yfir gilið, og reif barnið þar í sundur, en konan komst alls ekki yfir hið gífurlega gil, en sat þarna lengi grátandi’ á’ gljúfurbarminum. Síðan var gil- ið kallað Tregagil, og áin Tregagilsá. Nafnið hefur þó verið stytt í meðförum og er nú áin oftast kölluð T regla. Líklegast er, að þessi atburður, ef sannur er, hafi gerzt fyrir langa löngu. Svo mikið er víst, að engir munu kunna skil á þessu nema sem þjóðsögu í sam- bandi við örnefnið. 'Samt er ekki að taka fyrir það, að þetta hafi ekki raunverulega gerzt. Örninn gat hafa átt hreiður í gljúfrinu sunnanverðu, og þeir munu þurfa allmikla aðdrætti, cil áð fóðra ungana, sem eru lengi ófleygir. Þarna var nærtækt fóður að fá, og freisting mikil að nota sér það. Mig minnir, að ég heyrði sagt, að smalar hefðu þótzt heyra grátekka við gilið fyrstu árin eftir að slysið vildi til. Annars væri fróðlegt að vita, hvort menn kunna sagnir af svona atburðum víðar á landi hér en í Hörðudal og Jökuldal. Myndi „Heima er bezt“ fúslega veita slíkum sögum viðtöku. St. Std. Páskadagsnótt á Möðruvöllum 1902 Framhald af bls. 9. unni þessa nótt, en vel get ég trúað því. Bvggi ég þá trú mína á áður fenginni reynslu í svefnlofti mínu í skólanum. I febrúar um veturinn keypti ég hitamæli og festi hann á þihð í svefnloftinu. Frá þeim degi og þang- að til skólahúsið brann, 22. marz, var frostið að jafnaði 5—7 stig á kvöldin, er við gengum til svefns, en 3—5 stig að morgni. Piltar voru því ekki óvanir að sofa í frostlofti. Þess vil ég og geta, að þegar við l.-bekkingar tókum vorprófið úti í leikhúsi, var svo kalt þar, að blekið fraus í byttunum, ef þær voru látnar standa óvarðar á púlti. Urðum við því að hafa blekið inni á okkur. Hver var svo ástæðan, til þess að Magnús kól, svo að það tók nær heila nótt að þíða hann, en við Helgi sluppum óskaddaðir? Ég læt öðrum eftir að svara því, en hitt er víst, að við vorum allir eins undir það búnir að þola kuldann. Höfundur þessarar greinar er Breiðdælingur. Hefur hann um langt skeið verið búsettur á Breiðdalsvík, og var hann þar kaupfélagsstjóri um skeið. Tilefni þess, að hann tók að rita þessa ferðasögu, var áðurnefnd grein Gísla í Skógargerði. Fræið, furðuverk sköpunarinnar,... Framhahl af bls. 7. Endur fyrir löngu, þegar plönturnar leituðu úr vatn- inu upp á þurrlendið áttu þær á ýmsa lund harða lífs- baráttu fyrir höndum, eins og fyrr var drepið á. Eng- inn vafi er á, að fjöldi tegunda dó út vegna þess, að þær fengu ekki lagað sig eftir hinum breyttu skilyrðum. Þess vegna má gera ráð fyrir, að þurrlendisflóra jarðar- innar sé einungis úrval allra þeirra tilrauna, sem móðir náttúra hefur gert til að skapa gróður þurrlendisins. Og áreiðanlega eru þær tilraunir, sem misheppnazt hafa miklu fleiri en hinar. En í öllum þessum umbrotum tókst náttúrunni að skapa fræið, eitt mesta undrið í dá- semdarríki sínu. An hins furðulega búnaðar þess, hefðu plönturnar ekki náð fótfestu á þurrlendinu, og þá hefði jörð vor naumast verið annað en ömurleg auðn. Hún hefði verið óbyggileg öllum hinum æðri plöntum og um leið dýrum og mönnum, sem beint eða óbeint eiga grænu plöntunum líf sitt og tilveru að þakka. Steindór Steindórsson frá Hlöðum (þýddi og endursamdi) 18 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.