Heima er bezt - 01.01.1961, Page 39

Heima er bezt - 01.01.1961, Page 39
„En nú er hann að hressast, búinn að taka tvær tennur, svo þú mátt fara að taka til tannfé handa honum.“ „Það hefur líklega ekki verið eins mikið að honum og þið hafið haldið,“ sagði hann. „Það er nýfætt, skjótt hestefni úti á Hofsdal. Það er bezt að hann eigi það.“ Asdís ljómaði af ánægju. „Þar gerðirðu vel til hans, elsku drengsins, að gefa honurn bara hestefni, Sú kem- ur tíðin að hann þeysir fram og aftur og út og suður um Ströndina og faðir hans og móðir horfa á eftir honum, rígmontin.“ Hún þreif bolla ofan af hillu, hellti í hann kaffi og settist við hliðina á Kristjáni og fór að spyrja hann eftir fénaðinum, hvort þær hefðu ekki komið með lömbin sín rollugreyin og skilað heil- um reyfunum. „Jú, þær voru víst fletsar með lömbin,“ sagði Krist- ján. „Það er ekki hægt að segja annað um það en er, að afkoman hefur verið góð þetta vorið. Líklega verð- ur það eitthvað öðruvísi næsta vor. Þeim bregður nú sjálfsagt við, þegar farið verður að fóðra þær á útheyi eftir töðuna, rollugreyunum." „Við líklega látum þær nú ekki ganga illa undan. Ég er nú ekkert óvön að fóðra á útheyi,“ sagði Ásdís. „Hestarnir bíða á hlaðinu. Það þarf að teyma þá eitchvað frá,“ sagði Kristján. Faðir hans var fljótur til svars: „Það verð ekki ég sem geri það. Ég er búinn að fá alveg nóg þennan sólarhringinn. Ég þykist góður ef ég kemst út að lækn- um til að skólpa af mér mesta skítinn; svo fer ég að sofa.“ Ásdís hló hátt. „Mér sýnist þú varla geta haldið opn- um augunum, garmurinn þinn,“ sagði hún. „Ég hélt að þú værir ekki svona aumur.“ „Ojæja, það er nú enginn ungur nema einu sinni, stúlka mín, ekki þú heldur. Þú verður farin að lýjast þegar þú ert komin á minn aldur þó þú sért upp með þér núna,“ svaraði hann. „Þú þarft nú varla að fara út að læk. Það er vatn inni,“ sagði Valborg. „Þakka þér fyrri nærgætnina og notalegheitin,“ sagði gamli maðurinn. Nokkru seinna þegar hann var að tína utan af sér fötin á stokknum hjá konu sinni sagði hann: „Það er dálítill munur á ævinni okkar þennan sólarhringinn. Mér hefði áreiðanlega aldrei dottið í hug að fara til sonar míns ef ég hefði vitað að þessi bölvaður þræl- dómur biði mín.“ „Já, það er mikið að þurfa að amstra þetta og strita, þegar kraftarnir eru alveg að þverra,“ umlaði í gömlu konunni uppi við þilið. Hartmann tók vel í nefið áður en hann lagðist út af. Hann hresstist talsvert við það og talaði í hvíslandi róm við konu sína: „Þetta ætlar að fara að lagast milli þeirra Kristjáns og Ásdísar. Þau sátu hlið við hlið frammi í búrinu áðan. Ég þóttist sjá að honum brygði talsvert, þegar hann sá kvenmann koma þeysandi á Rauð gamla. Náttúrlega þekkti hann hestinn og hefur líklega kennt sín ef barnið væri sárveikt. Hann gaf honum folalds- anga í tannfé. Hún kom brosandi fram til að segja honum, að hann væri að hressast og hefði tekið tvær tennur. Mér þykir vænt um að það lagast, þó við njót- um líklega heldur lítillar nærgætni hjá henni, því hana hefur hún víst ekki til, en það er eina vonin að hann verði svolítið skárri til skapsmunanna ef hann fær kven- mann í rúmið hjá sér og svo endist hún líka til að þræla hjá honum.“ „Það fylgir því þá líklega sá böggullinn, að fleiri krakkar fæðist. Ég er ekki manneskja til að basla með barn á handleggjunum,“ svaraði hún hálfsofandi uppi við þilið. „Þau hafa víst bæði farið að flytja hrossin, hugsa ég. Það er góð byrjun.“ Með þau orð á vörunum sigldi hann inn til draumalandsins. Kona hans vakti hann með kaffi um hádegisbilið. „Ég sagði syni okkar, að þú hefðir varla getað talað fyrir þreytu í morgun svo hann sagði mér að lofa þér að sofa,“ sagði hún. „Þau eru nú bara búin að leggja að niður við sjó og farin að þvo ullina, hjónaleysin eða hjónaefnin, hvort sem þau verða heldur.“ „Það er ágætt. Þau litu líklega hvort til annars í nótt, hvað sem það endist lengi. Hann verður alltaf vitlaus þegar hann sér Hof. Ég lái honum það ekki. Það er blöskranlegt að sjá þá jörð í eyði. Geirlaug kom með kaffið suður á stekk eins og vanalega. Svo bauð hún okkur að koma heim og fá vætuspón, en hann fór ekki heim en ég var bæði þreyttur og svangur og fór heim. Það er allt hvítskúrað hjá henni eins og vanalega. Hún sagðist gera það sér til afþreyingar, að prjóna sokka og vettlinga hnada karlmönnum, þó hún vissi ekki hver fengi að njóta þeirra. Hún bað að heilsa þér.“ „Já, skárri er nú munurinn eða ævin mín, sem basla með þetta þunga barn á þróttlausum handleggjunum,“ kveinaði Arndís gamla. „Það þarf víst enginn að búast við því, að vera að- gerðarlaus, sem er undir Kristján son þinn gefinn. Ég kvíði fyrir slættinum, en það líður allt einhvern veg- inn,“ sagði gamli maðurinn og teygði úr stirðum lim- unum. Seinna um daginn minntist Kristján á það, að sig væri farið að langa til að bera ljá í jörð, ef einhvers staðar væri slægur blettur í landareign þessarar jarðar. „Það vanta víst ekki slægjurnar,“ sagði Valborg, sem allt þótti gott, sem tilheyrði þessari jörð. Það er flói hérna austur í skarðinu, sem þykir góður að grípa til þegar túnið sprettur seint.“ „Náttúrlega eintómur sinuruddi,“ sagði Kristján. „Já, það er sjálfsagt þó nokkur sina í honum. Þú lifir nú ekki við þau eftirlætis kjör lengur, að slá alltaf einskæra töðu eins og á Hofi,“ sagði hún. Daginn eftir var lagt af stað á dalinn með harðfisk og brauð í nesti. Hartmann var í slæmu skapi. Það var allt annað en skemmtileg tilhugsun að hanga kaffilaus all- an daginn uppi í fjöllum. Ásdís hamaðist við ullar- þvottinn heima. Valborg þvoði úr heita vatninu. Hún talaði um að sér fyndist ullin hræðilega ljót. Framhald. Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.