Heima er bezt - 01.09.1964, Page 17

Heima er bezt - 01.09.1964, Page 17
sú, að mér láðist að spyrja. Þessvegna kann ég ekld frá tíðindum að segja. Eg hefði því getað látið staðar numið, enda gert það ef ein hetjusagan hefði ekki óvart bæzt í hópinn — hetjusaga af sjálfum mér. Hún skeði á leiðinni frá Húna- veri til Reykjavíkur daginn eftir að komið var með safnið niður af heiðinni. Það var föstudaginn 4. október. Sagan á sér nokkurn aðdraganda og hann verð ég að segja til að skýra málið. Dagana áður en ég fór í leið- angurinn norður hafði magakvilli ásótt mig, en þó í rénun og ég taldi mig nær albata. Lasleikans kenndi ég þó að nýju eftir hrakviðrið á leiðinni í Ströngukvíslar- skála, enda gegnblotnaði ég eins og flestir aðrir þá eftir- minnilegu nótt. Til meiri háttar tíðinda dró samt ekki í maganum á mér fyrr en ég var seztur upp í áætlunarbíl Norður- leiða á leið til Reykjavíkur. Bíllinn var kominn rétt suður fyrir Blönduós þegar mér fannst eins og hleypt væri úr marghleypubyssu inni í maganum á mér — svo sársaukafullar voru kvalirnar. Þær ágerðust stöðugt. Þetta var ekki líkt neinum verkjum eða sársauka eða kvöl sem ég hafði kynzt um ævina. Svoleiðis lýsing eru ekki nema gamanyrði ein á þeim þjáningum sem ég leið. Ef ég ætti að líkja líðan minni við eitthvað, þá væri það helzt það, að innan í maganum á mér væru minnst 16 eiturslöngur og 7 eða 8 krókódílar sem djöfluðust þar í hrikalegum hamförum, stingju eiturbroddum inn Safnid' rekið yfir Fossá. Stafnsrétt. í iðrin og rifu þau síðan og tættu innan úr líkama mín- um. Svo æðisgengnar voru kvalirnar. Og alltaf jukust þær. Ég beit á jaxlinn, gætti þess þó ekki að tungan varð á milli. Síðan er ör á henni. Seinna greip ég svo fast um sætisbríkina fyrir framan mig að blóð spratt undan nögl- unum. Ég afskræmdist í framan, gretti mig, fetti og skældi. Fólk byrjaði að gjóta til mín augunum og stinga saman nefjum. Það hélt víst að ég væri vitlaus. Ég var það líka. Allt í einu bættist sálarangist ofan á allar kvalirnar í maganum. Það skeði um það leyti sem bifreiðin var stödd í miðjum Víðidal. Ég fann skyndilega að allir púkarnir inni í rpér, eiturslöngur og krókódílar eða hvað það annars var, heimtuðu útrás. Mér varð mál. Að verða mál inni í fullum rútubíl sem stoppar ekki nema á tilteknum áningastöðum og á margra ldukku- stunda fresti, er í sjálfu sér ekkert grín. En að verða mál eins og mér varð það í Víðidalnum er fullkomið alvöru- mál. Hvað átti ég til bragðs að taka? Atti ég að biðja bíl- stjórann að nema staðar á meðan ég settist á hækjur mínar frammi fyrir öllum farþegunum. Eða átti ég að láta skeika að sköpuðu, og fnykinn setja að farþeg- unum svo þeim lægi við köfnun. Veslings föðurlands- brækurnar mínar! Bara að spryngi nú á einhverjum hjólbarðanum! Eða liði yfir bílstjórann! Eða vegbrúnin léti undan svo bíll- inn ylti út í skurð! Ekkert af þessu skeði. Vegurinn alltof vel byggður, hjólbarðarnir of nýir, bílstjórinn of hraustur. Hvar yrði stoppað næst? Ef til vill við Staðarskála eða Brú í Hrútafirði. Senni- lega þó ekki fyrr en suður í Fornahvammi. Þá yrði það um seinan. Allt um garð gengið. Mér varð hugsað til lyktarinnar Heima er bezt 329

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.