Heima er bezt - 01.02.1979, Page 23

Heima er bezt - 01.02.1979, Page 23
hugsað til systur sinnar, hennár vegna yrði hann að fara, hún var honum góð. Tvisvar var búið að senda hann eftir ám, sem hún hafði ekki fundið, þegar aðrir voru hættir að vinna og hann hafði ekki komið heim með ærnar fyrr en eftir lágnætti. Skyldu allar stelpur vera svona litlar fyrir sér, þegar á reyndi? Júni fer að tala um að þetta sé svo sem engin ný bóla með kýrnar, hann ætti svo sem að þekkja það, svo oft væri hann búinn að leita þeirra. Það var þó aldrei nema satt, og Júni hafði aldrei haft orð um að leita kúnna. Nonni lagði frá sér orfið, stakk ljánum í þúfu, hélt upp túnbrekkuna og stökk suður túnið. Hann var svo reiður, að hann sinnti ekki um að taka Brúnku eða kalla á Trygg, sem mundi vera lagstur fyrir í taðstálinu, en fór í hálfum hlaupum suður göturnar austan Hamarins. Brátt er hann þess var, að hann er ekki einn á ferð og einhver á eftir honum, herðir hlaupin, en sá sem eltir gerir það einnig, Hann heyrir það á taktföstu fótataki, þegar stigið er til jarðar, svo smellur í götunni. Hann herðir ferð, lítur við, stingst á höfuðið og bíður þess sem verða vill. Enginn nálgast, fótatakið hljóðnað, hvað er þetta eig- inlega? Hann heldur niðri í sér andanum, hlustar, heyrir ekkert, þar sem hann liggur á milli þúfna utan við götuna, og rýnir út í þennan gráhvíta óhugnað, er umlykur en veitir ekki viðnám, Sá sem eltir hreyfir sig ekki heldur og lætur þokuna skýla sér, Reiðin hjaðnar í brjósti hans, um leið grípur hann ofsahræðsla, rýkur upp og hleypur af stað, en heyrir þessa skelli fyrir aftan sig, fótatak, hlaupið á sama hraða og hann. Draugur-, draugur, Hamars- draugurinn, það var þá satt, hann var þá til. Fram Stekkjatúnsflatir gat hann hert dálítið á sér, en það gerði draugurinn einnig, Þessir óhugnanlegu skellir hækkuðu, taktfast eins og smellir í liðamótum, beinaskrölt. Svitinn rann niður andlit hans. Þó var eins og kulda legði um bakið, kulda frá draugnum, draugur-, draugur. Hann fann kraftana þverra og hjartað berjast í brjósti sínu. Um huga hans flýgur það sem amma hans sagði, yrði hann hræddur ætti hann ekki að hlaupa, heldur athuga það vel sem hann hræddist. En nú var hann alveg viss, þetta var draugur, Hamarsdraugurinn. En hann myndi aldrei geta hlaupið hann af sér. Hver hafði getað hlaupið af sér draug? Líklega var það einnig það, sem draugurinn ætlaðist til, að hann sprengdi sig á hlaupunum og dytti niður dauður. Hann titraði af áreynslu við að hægja ferð- ina og draugurinn hægði á sér líka, þessir óhugnanlegu beinaskellir lækkuðu. Það var þá rétt, draugurinn ætlaðist til þess að hann dræpi sig á hlaupunum, það mátti honum ekki takast, ekki draug. Ósjálfrátt herti hann á sér aftur og draugurinn líka. Hann varð-, hann varð að snúa á draug- inn, bara að fara hægt, aðeins nógu hægt, Hann beit á jaxlinn, en þorði ekki að líta við, þá sæi hann kannski inn í tómar augnatóftir og þá-, nei, bara hægt, helst aðeins fet fyrir fet, þá heyrði hann líka minna í draugnum, Hægt, draugur-, nei, bara hægt. Hann einbeitti huganum að þessu eina orði, hægt, draug ..., nei, nei, aðeins hægt. Framundan sér sá hann aðeins tvo til þrjá metra. Björgin, sem hrunið höfðu úr Vindásnum, sýndust eins og tröllkarlar í þokunni. Það gerði honum ekkert til, hann ætti að eeta ratað þessa leið, þekkja hverja þúfu, götu- Framhald á bls. 70. Heimaerbezt 59

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.