Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 4
Nú er vetur nýliðinn, sem að margra dómi var okkur
íslendingum nokkuð harður í horn að taka, óveðrasam-
ur, með meiri snjó og umhleypingum en verið hefur d
næstliðnum drum. Veðurminni fólks nær reyndar oft
ekki til langs tíma, en þó er ekki um það að efast að
nokkrir síðustu vetur hafa verið landi og þjóð óvenju
hagstæðir og til muna betri en sd sem nú var að renna
sitt skeið.
Þegar svo bregður við að ú brestur illviðrasamur vetur
nú til dags, fer umræðan gjarnan að snúast um það
hvort þetta geti stafað af breyttum aðstæðum á jörðinni
vegna mengunar og hækkandi hitastigs. Margir hafa
haldið því fram að jarðarbúar sigli óðum inn í sífellt öfl-
ugri sveiflur d veðurfari þar sem þeir, með framferði
sínu og fyrirhyggjuleysi, séu að raska drþúsundagöml-
um uppsprettum og farvegum veðurfarsins.
Ekki skal neitt um það fullyrt, en rétt er að hafa í
huga, t.d. varðandi veðrið hér á íslandi, að kannski
mætti segja að það veðurfar sem ríkti síðast liðinn vet-
ur, sé nær því að vera það eðlilega, miðað við þann
stað á hnettinum, sem við búum ú en ekki. Góðviðri
undanfarinna vetra sé kannski frekar hið óvenjulega.
Reyndar munu veðurfræðingar hafa haft d orði að
óveðurskaflarnir sem gengu yfir landið eftir dramótin,
séu frekar óvenjulegir á þessum drstíma. Það sem ein-
kenndi þær sviptingar voru djúpar lægðir og snarpar
veðurbreytingar úr suðvestri til norðurs með miklum
vindum. Þessum atgangi fylgdi líka gjarnan þrumur og
eldingar.
Ekkert af þessu telst svo sem til nokkurra nýjunga á
landi voru, og sjaldan er veðrið „svo sem ekki neitt,"
eins og segir í alkunnri vísu:
Veðrið er hvorki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt,
það er hvorki þurrt né vott,
það er svo sem ekki neitt.
Það er alkunna að hitastig í lofthjúpi jarðar hefur í
gegnum úrþúsundin, gengið í bylgjum, eins og ísaldirn-
ar sanna okkur hvað best. Veðurfarsmælingar okkar
mannanna nd ekki yfir ýkja langan tíma ef miðað er
við þann mælikvarða sem aldur jarðarinnar segir til
um, auk þess sem fréttaflutningur almennt af öllu sem
gerist í heiminum, ekkert síður veðri en öðru, er orðinn
mun örari og núkvæmari en nokkurn tíma hefur
þekkst. Það veldur því að fólk fylgist ndkvæmar með því
sem er að gerast í hinu og þessu horni heims okkar, sem
almenningur kannski vissi varla úður að væri til eða að
fólk yfirleitt byggi þar.
Það md t.d. segja um þær hörmungar sem yfir dynja í
Mongólíu, en þar hafa óvenjulegir fimbulkuldar ríkt að
undanförnu. Er svo komið að kuldinn þar ógnar lífsaf-
komu mikils fjölda hirðngja, einkum í suður- og vestur-
hluta landsins.
Eins og gefur að skilja er aðal lífsviðurværi hirðingj-
anna, sem þarna berjast fyrir lífi sínu, búsmalinn, og ef
dýrin deyja þú deyr fólkið. Sagt er að um 14% búpen-
ingsins sé þegar fallinn úr hor. Einnig eru menn farnir
að óttast um suðurhéruð Mongólíu vegna sandstorma
sem steðja þar að úr Góbí-eyðimörkinni. Er því jafnvel
haldið fram að lífshdttum mongólskra hirðingja hafi
nú verið ógnað sem aldrei fyrr og óvíst sé að þeir fdi
staðist þetta dhlaup.
Slíkar fregnir eru svo sem ekki einsdæmi úr fféttaflutn-
ingi almennt, þó þær séu það fyrir þessa þjóð nú. Svip-
aðar fregnir af stórfelldri röskun d högum þjóða og
þjóðabrota af völdum veðurs berast okkur ndnast d
hverju dri. En þessar fféttir sýna okkur mjög greinilega
hversu ofurseld við erum veðrinu og dhrifum þess. Seint
verður það að við getum haft stjórn á því og kannski
eins gott, því ekki er að vita hvað af slíku gæti hlotist,
eins og duttlungum mannsins er varið.
í sjónvarpi eru okkur sýndar magnaðar myndir af
fellibyljum og því sem þeir skilja eftir í slóð sinni, sem
oftar en ekki eru eintómar ruslahrúgur, sem einu sinni
voru híbýli fólks og vinnustaðir.
íslendingum verður stundum d að spyrja, þegar þeir
fýlgjast með myndum af slíkum atburðum, og þegar
þeir sjd húsin ndnast tætast í sundur líkt og þau væru
byggð úr pappa, hvort það sé krafturinn í veðrinu ein-
göngu sem þessu valdi eða að húsin séu einhver
hrófatildur?
Ekki skal gert lítið úr krafti fellibylja, því hann mun
geta orðið hreint ótrúlegur, en stundum hvarflar nú að
manni, að ekki sé það eingöngu kraftur veðursins sem
slíkri og þvílíkri eyðileggingu valdi, heldur einnig veik-
byggð hús.
íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem reisa sér hvað
rammbyggilegust hús, bæði með tilliti til veðurs og jarð-
skjdlfta. Þau lönd, þar sem fellibyljirnir ryðjast yfir, eru
jafnframt kunn fyrir gott veður og staðviðrasamt að
Framhald á bls. 159.
124 Heima er hezt