Heima er bezt - 01.04.2000, Side 24
Auðunn Bragi Sveinsson:
þátturinn
Heilir og sælir, lesendur Heima er bezt. Þó eru
þrír þættir komnir ú prent í ritinu, svo að von-
andi festist hann frekar í sessi. Mér er það
mikil dnægja, geti ég veitt einhverjum gleði,
lífsfyllingu og dægrastyttingu með því að birta vinsæla
texta við vinsæl lög frd fyrri tíð, einnig þd sem vinsælir
eru í samtímanum. Dægurljóð eru ekki nýtt fyrirbrigði.
Hvað voru rímurnar, sem kveðnar voru d kvöldvökum
fyrr á tíð, annað en dægurljóð síns tíma? Fólk safnaðist
saman í þröngum vistarverum og hlýddi á kvæða-
manninn þenja sig í kappp við rokkþyt og annan
vinnuklið. Útvarpið kom í beinu framhaldi af þessum
kvöldvökum.
Mér hafa borist nokkur bréf og orðsendingar varðandi
þennan þdtt.
Stundum man fólk orð og setningar úr lengri texta og
getur það stundum komið mér á sporið. Annars verð ég
að ldta það eiga sig, í bili að minnsta kosti.
Og smdleiðrétting, dður en ég sný mér að dægurljóð-
unum. í síðasta þætti var sagt, að Vigfús Jónsson á Ak-
ureyri hefði verið trésmíðameistari, en hann var mdl-
arameistari. Er beðist afsökunar á missögninni.
Góður kunningi minn, Björn Jónsson frd Fossi í Hrúta-
firði, hringdi til mín nýlega og bað um, að birt yrði í
þættinum ljóðið „Eyjan hvíta", eftir Kristjún frú Djúpa-
læk, en lagið við það samdi Svavar Benediktsson.
í Ijóði þessu, sem er þrjú erindi, dtta línur hvert, birtist
einlæg föðurlandsóst. Eru mörg kvæði ort í dag í þessum
anda?
Ég verð fremur lítið var við það. En hér birtist ljóð
Kristjúns frd Djúpalæk:
Þó litla, hvíta eyjan vor sé ekki
afakurjörð og dýrum málmi rík,
hún á því meir af fjallatryggð og frelsi
og fegurð hennar virðist engu lík.
Og þó að stundum yrði hart um haga,
er hafísbreiður fylltu vík og fjörð,
hún varð í augum dœtra og sona sinna,
er sólin skein, hið besta land á jörð.
En líkt og fyrr, í ótal ævintýrum,
hún örlög þung afgrimmum nomum hlaut,
því prinsessan varð blásnauð betlikerling
og beiskar raunir féllu henni í skaut.
En vel skal sérhvert œvintýri enda,
og eins fór hér sem kusu vonir manns,
því kotungssonur kom og leysti hans,
og kóngsríkið og prinsessan varð hans.
Og því skal aðeins glaða söngva syngja,
þó sólargangur styttist undir haust.
Það getur ekkert grandað því, sem ástin
fékk gróðursett og varið endalaust.
Ég, kallar ísland, eyjan jöklahvíta,
íykkar hendur framtíð mína sel.
En munið, böm, að stundum endar illa
margt œvintýri það, sem byrjar vel.
Erla hringdi og óskaði eftir því, að ljóðið „Réttar-
samba" fengist birt í þættinum. Ljóðið er eftir Jón Sig-
urðsson frú Brúnum undir Eyjafjöllum, en hann orti
fjölda af dægurljóðum. Lagið er eftir Gunnar Guðjóns-
son frú Hallgeirsey í Landeyjum, frænda Jóns. Þeir voru
systkinasynir. Ljóðið skrifa ég eftir minni, og vera mú,
að ekki sé alveg rétt eftir haft. Það er gamansamt í besta
múta, enda hlaut það viðurkenningu á sínum tíma, og
var oft leikið í óskalagaþúttum útvarpsins. Hér kemur
þú „Réttarsamban" þeirra Gunnars og Jóns :
Á grundinni við réttarvegginn
gengið var í dans
og Gunna stígur jitterbug
og Jónki Óla skans.
Jónki bóndi í hjáleigunni
og kaupakonan hans,
brosmild, ástljúfborgarmœr,
sem bregður ei við neitt,
ilmvatnsþvegin, uppmáluð
og augnabrúnareytt
og Jónki hefur rakað sig
og rauða lubbann greitt.
144 Heima er bezt