Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Side 6

Heima er bezt - 01.04.2000, Side 6
Sem dæmi þess hve umhugað honum hefur verið að taka þótt í gönguferðum skal þess getið, að hann fékk fyrir rúm- um áratug sérstakt leyfi út af sjúkra- húsi, þar sem hann beið uppskurðar við magakrabbameini, til þess að ganga á hið helga fjall Skagfirðinga, Mælifells- hnjúk. Sú læknisaðgerð hefur skert lík- amsþrek hans verulega svo að hann er að mestu hættur gönguferðum en mál- hress og andlega óbugaður er hann ennþá. Því þótti áhugavert að taka hann tali og fá frásögn hans af litríku mannlífi uppvaxtarára í dölum Skaga- fjarðar og ævistarfi hér í Akureyrarbæ. Ættemi og uppvöxtur Foreldrar mínir voru Oddný Sigurrós Sigurðardóttir, fædd 30. september 1890 á Sæbóli á Ingjaldssandi og Hjálmar Jónsson, fæddur 14 apríl 1889 í Bakka- koti í Vesturdal í Skagafirði. Faðir Hjálm- ars, Jón Jónasson, bóndi í Bakkakoti var, bróðir séra Jónasar Jónassonar á Hrafnagili, hins þekkta fræðimanns og forföður þeirra sem nú bera ættamafnið Rafnar. Jón í Bakkakoti andað- ist í júní 1900, en ekkjan, Helga Hjálmarsdóttir, hélt áfram búskap með bömum sínum fjómm, hið elsta sautján ára stúlka. Þegar Helga andaðist 1916 tók faðir minn við búsforráðum. í Skagfirskum æviskrám segir í grein um foreldra mína að faðir minn hafi notið nokkurs bamalærdóms í æsku og verið greindur og gjörhugull. Búmaður hafi hann verið góður og famast vel þann stutta tíma sem honum auðnaðist að búa í Bakkakoti. Hann kvæntist móður minni 1917 en sambúð þeirra var- aði aðeins í fimm ár. Hinn 17. júní 1922 andaðist faðir minn, aðeins 33 ára að aldri frá þremur komungum bömum. Hann hafði þá legið lengi í taugaveiki en náð sér að mestu er hann skömmu síðar fékk bráða lungna- bólgu sem leiddi hann til bana Foreldrar Oddnýjar voru Sigurður Ólafsson, bóndi og sjó- maður á Ketilseyri í Dýrafirði og (Helga) Dagbjört Jónsdóttir ffá Læk í Dýrafirði. Sigurður drukknaði 1908 og ári síðar flutti Dagbjört með böm sín til Þingeyrar. Oddný móðir mín fór að vinna fýrir sér á bamsaldri og var í vistum á ýmsum stöðum í nágrenni móður sinnar um árabil. Síðar réði hún sig til kaupmannshjóna á Sauðárkróki og var þar nokkur ár. Þangað fluttust líka móðir hennar og systir. Ég er elstur systkina minna, fæddur 10. mars 1918. Næst í röðinni er Helga, fædd 3. júlí 1919. Hún stóð fýrir búi í Bakkakoti 1937 - 1945 ásamt eiginmanni, Stefáni Erlends- syni. Þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Helga býr enn en eiginmaður hennar lést 1991. Jón Rafnar, fæddur 23. sept- ember 1920, dáinn 9. ágúst 1921. Jón Rafnar, fæddur 28. mars 1922. Hann varð stúdent frá MA 1948 og nam síðan við Oslóarháskóla. Skóla- stjóri við Skógaskóla undir Eyjafjöllum 1954 - 68, við Gagnfræðaskólann á Sel- fossi 1968 - 70, aftur skólastjóri að Skóg- um 1970 - 75, eftir það fræðslustjóri á Suðurlandi. Nú búsettur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Hjörleifsdóttur og eiga þau 5 böm. Fyrir hjónaband eignaðist faðir minn dóttur, Herborgu, sem fædd var 16. september 1914, dáin 20. febrúar 1995. Hún var húsmóðir og verkakona í Reykjavík. Móðir hennar var Guðrún Guðnadótt- ir, fædd 21. september 1895 á .Grímsstöðum í Svartárdal í Skagafirði, dáin 15. desember 1986 á Akureyri. Móðir mín hélt áfram búskap eftir fráfall föður míns. Með henni stóð fýrir búinu vinnumaður, Stef- án Jóhannesson, giftust þau ári síðar, eignuðust saman fimm böm, og komust þrjú til full- orðinsára. Þau eru Hjálmar, búsettur í Kópavogi, og systum- ar Sigrún og Hrefna, búsettar í Reykjavík. Móðir mín og Stef- án bjuggu í Bakkakoti við frekar lítinn búskap og þröngan kost enda gengu kreppuárin yfir á því tímabili. Þau brugðu svo búi 1938, vom í húsmennsku á bæjum í nágrenninu og í Bakkakoti hjá Helgu systur minni og Stefáni manni hennar, stóðu aftur fýrir búi í Bakkakoti 1942 - 43 en fluttu þá að Hofi, litlu býli hjá Varmahlíð og voru þar nokkur ár. Þá stundaði Stefán vegavinnu á sumrum en var vetrarmaður hjá bændum í nágrenninu. Móðir mín vann hjá Volker Lindemann, þýskum manni er hafði veitingarekstur í Varmahlíð um árabil. Seinna fluttu þau svo til Akureyrar. Stefán vann hér lengst af á Ullarþvottastöð Iðnaðardeildar Sambandsins en móðir mín lítillega við fiskvinnslu meðan þau höfðu heilsu til. 1982 fóm þau á elliheimilið í Skjaldar- vík. Móðir mín andaðist á Fjóðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. janúar 1984 eftir skamma dvöl þar. Stefán fór síðar á Dvalarheimilið Hlíð og lést þar 14. ágúst 1990. Ég ólst upp heima í Bakkakoti við venjuleg sveitastörf fram yfir fermingu. Þá lá leiðin í vinnumennsku, síðar á ver- tíð í Grindavík og þar á eftir í siglingar á flutningaskipinu e/s Kötlu en alltaf var ég öðm hvom heima, t. d. við hey- skap. Sem vinnumaður var ég mest hjá Ólafi Tómassyni bónda á Bústöðum. Er ég var ca 15 - 16 ára lenti ég í þó nokkm ævintýri. Svo stóð á að Símon, bóndi á Keldulandi á Kjálka hugðist flytja búferlum að Goðdölum í Vesturdal. Honum datt í hug að búa sér til tunnufleka og komast yfir Jökulsána á honum. Hann fékk smið þama í héraðinu til að gera flekann en hann gat nú ekki klárað hann vegna ann- arra verka sem hann var búinn að lofa. 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.