Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Side 36

Heima er bezt - 01.04.2000, Side 36
• • • Sól er senn hnigin til viðctr. Frið- gerður stígur af baki við hestastein- inn á Lyngheiði. Tygjaður hestur stendur þar bundinn og nagar mél- in. Hún telur sig þekkja rétt að þetta sé reiðskjóti póstsins. Hann er þó staddur héma vonandi með ein- hverjar góðar fréttir í farteskinu hugsar Friðgerður losar hnakktösku fró söðlinum úttroðna af kaupstað- arvamingi og gengur með hana inn í bæinn. Matthías og pósturinn sitja við eld- húsborðið í hróka samræðum en Ástríður ber fram veitingar vinnu- hjúin em hvergi í sjónmúli. Friðgerð- ur kastar kveðju ó viðstadda og ætlar að halda rakleitt til baðstofú sinnar en pósturinn rís þegar úr sæti og heilsar henni með handabandi. Hann er meðal þeirra mörgu sem bera rótgróna virðingu fyrir þessari öldnu heiðurskonu. - Sestu héma hjd okkur mamma- segir Matthías alúðlega. - Kaffið er að koma d borðið og þér veitir varla af hressingu eftir ferðalagið. Gamla konan þakkar fyrir leggur fró sér töskuna og sest í sæti sitt við borðið. Matthías fitlar við sendibréf sem liggur ú borðinu hjú honum en skyndilega þrífur hann bréfið og rétt- ir það til móður sinnar. - Viltu ekki lesa þessar línur mamma þær em ffó Pétri Geir eigin- lega ætlaðar okkur öllum á heimil- inu - segir hann glaður á svip. Friðgerður tekur fegins hendi við bréfinu og byrjar að lesa. Þar stendur meðal annars tímasetning skólaslit- anna og óætlun um komudag Péturs Geirs með strandferðaskipi til Brim- ness. Hann óskar þess sérstaklega við föður sinn að verða sóttur inn ó Brimnes samdægurs. Að síðustu em kærar kveðjur til þeirra sem í fjar- lægð bíða hans og milli línanna md lesa bæði heimþrd og eftirvæntingu. - Þetta vom gleðilegar fféttir, - segir gamla konan og andlit hennar ljóm- ar. - Blessaður drengurinn væntanleg- ur heim von bróðar. Hún réttir syni sínum bréfið og þakkar fyrir. Pósturinn hefur nú lokið við kaffi- drykkjuna og lítur ú vasaúr sitt. Hann er búinn að tefja einum of lengi hér ú Lyngheiði í þessari póst- ferð eins og stundum óður og sóa dýrmætum tíma í rabb og kaffi- þamb. Hann rís þegar frú borðum, þakkar veittar velgjörðir og hraðar sér á braut. Matthías snýr sér að móður sinni og spyr glaðlega: Gekk ferðarlagið ekki vel mamma? - Jú eins og best varð ó kosið - svar- ar gamla konan. - En ó morgun þarf ég að bregða mér út að Hjalla. - Jæja óttu erindi við prestinn? Matthías verður forvitinn. - Ó, nei ekki d ég það núna. Erindi mitt er við prestsffúna. Hún hefur frd því að hún kom hingað í sveitina tekið að sér að sauma íslenska þjóð- búninginn ó konur, ég ætla að biðja hana að sauma fyrir mig peysuföt. - Em peysufötin þín orðin svona lé- leg mamma? spyr Matthías. Honum kemur þetta nokkuð ó óvart. - Nei, þau em enn vel nothæf og munu duga mér til lokadægurs. En ég ætla að gefa henni Hugborgu litlu peysuföt í fermingargjöf. Hún ætti þú ekki að þurfa að nota ldnsflíkur þann dag, svarar Friðgerður einarð- lega og drekkur síðustu dreggjamar úr kaffibollanum. Matthías lítur til konu sinnar en hún sýnir engin viðbrögð önnur en þau að dimmur roði færist yfir andlit hennar. - Fer telpan ekki brdðlega að ganga til spuminga hjd prestinum? heldur Friðgerður dffam mdli sínu. - Jú, hún á að mæta hjú honum eftir örfúa daga, svarar Matthías með hægð. - Þd ættu að verða hæg heimatök- in fyrir saumakonuna, þegar telpan fer að sækja fermingarfræðsluna hjd manni hennar. Fyrsta daginn að taka mól og mdta svo eftir þörfum hina dagana, þetta ætti ekld að tefja Hugborgu lengi í hvert sldpti, segir gamla konan og rís úr sæti, þakkar fyrir hressinguna og hverfur með tösku sína til baðstofu. Matthías rís einnig ffd borðum. - Jæja Ástríður, segir hann rólega. - Þú þarft þó ekki að hafa frekari óhyggjur af klæðnaði telpunnnar ó fermingardaginn, trúlega skarta ekld allar fermingarstúlkumar á nýjum peysufötum þann dag, við megum vera mömmu þakldát. - Ég læt þér einum eftir það þakk- læti Matthías, hreytir Ástríður út úr sér. - Enginn bað móður þína að sletta sér ffam í þetta, ég hefði fengið lán- aðan fermingarkjól handa stelpunni og það var fullgott fýrir hana. En móður þín verður sífellt að trana fram þessum svokölluðum góðverk- um til þess eins að láta eigið ljós skína og tökukrakki er þarfaþing til þeirra nota, þmmar Ástríður í mikl- um ham. - Gættu orða þinna Ástríður, segir Matthías þungum rómi. - Móðir mín hefur aldrei verið undirlægja sýndar- mennskunnar og verður það aldrei. Svo snarast hann á dyr. Mósi stendur bundinn við hestasteininn. Matthías losar af honum reiðtygin og flytur hann í hús. Hann gefur gæðingi móður sinnar vel á stallinn, ekki mun af veita eftir ferðalag dags- ins og væntanlega reisu að morgni, hugsar Matthías og klappar Mósa vinalega að skilnaði. Svo gengur Matthías til fundar við vetrarmann sinn, sem er einn að störfum við fjár- gæsluna og tekur til starfa með hon- um fram að verkalokum dagsins. Og brátt kemur nótt með hvíld og frið í skauti. • • • íslenskur vormorgun skartar sínu fegursta. Áætlaður heimkomudagur Péturs Geirs er runninn upp. Matthí- as söðlar tvo stríðalda gæðinga og leggur reiðing á gamlan, traustan burðarhest sem á að bera heim far- angur sonarins. Hann fagnar hag- nýtu búfræðiprófi sem Pétur Geir hef- ur teláð með ágætum. Þeir eru ekki margir bændumir hér í sveit með slíka menntun að bakgrunni í bú- rekstrinum. Og nú ætti hann að geta farið að hægja á sínum umsvifum og óþarfi að ráða hingað oftar vetrar- mann, hugsar Matthías óvenju glað- ur og léttur í skapi. Sú bjarta framtíð- 156 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.