Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 13
I fjölskylduboði hjá Jóhanni Karli Sigurðssyni. Talið frá vinstri: Jóhann Karl Sigurðs- son, Jóhann Karl Gíslason, Sigurður Jóhannsson, Sigurður Hjálmarsson, Guðrún Sig- tryggsdóttir, Ásgerður Halla Jóhannsdóttir og Guðrún Jó- hannsdóttir. Húsið Munkaþverárstrœti 32. Hvatinn til þeirra vora steingervingamir á dalnum sem ég sótti í. Fyrst vissi ég ekkert hvar þeir vora og fór víst fleiri en eina ferð að leita að þeim ón þess að finna þó. Svo fór ég í ferðalag með Trausta Einarssyni, jarðfræðingi og prófessor, og hann vísaði mér á staðinn þar sem þá var að finna. Þeg- ar hann var hér menntaskólakennari hafði hann farið þangað að skoða þá. Svo fór ég þama eina ferð og þá hét ég því að ég skyldi taka þann stærsta sem ég fyndi. En þá vildi ekki betur til en svo að hann var svo stór að ég fékk alveg nóg af því að bera hann út að bíl, hann var ein 60 pund. Ég brá um hann snæri og bar hann þannig á bakinu. Þetta var heitur dagur og ég var alveg að niðurlotum kominn þegar ég náði út að bílnum með hann. En þrjóskan samt söm við sig og e. t. v. einnig skagfirska íhaldið sem áður hefur verið neftit. Þá minnist ég um leið ferðarinnar þar sem lofthræðslan angraði mig og vandist ekki af mér. Það var þegar ég ætlaði út í Hvanndali í fyrsta skipti en þeir era yst við Eyjafjörð að vestan milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Leiðin liggur yfir Hvanndalabjarg alveg fram á brún. í því er svo gjá sem tal- in er eina gönguleiðin niður í svonefndan Sýrdal. Ég lagði ekki í það að fara svona tæpt á bjarginu, mér leið svo illa. Við voram tveir þama saman, ég og Gunnar Sigurjónsson, húsvörður við Iðnskólann hér á Akureyri þegar hann var rekinn sem sérstök stofnun. Ég fékk hann til að ganga inn brúnina inn með Sýrdalnum og þar fundum við gjá sem í lá snjóskafl töluvert niður á við. Snjórinn var svo meyr að það var tiltölulega auðvelt að spora hann. Við fóram því þama niður og gekk ágætlega. Seinna fóram við þetta aftur og þá kóklaðist ég í upphaflegu gjána enda voram við þá fleiri saman og ég kunni ekki við annað en fylgja þeim eftir en mér leið ekkert vel. Það er býsna hátt þama niður, Hvanndalabjargið er víst talið 600 - 700 metra hátt og jafnvel hæsta standberg á íslandi. Á gönguferðum mínum hefi ég æði oft farið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og prófað flestar gönguleiðir á þeim slóðum. Svo ég telji upp það sem í hugann kemur þá hefi ég farið milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar, yfir Heljardalsheiði og Hjaltadalsheiði, Tungnahryggsjökul, Héðinsskörð, Hörgárdalsheiði, Öxnadalsheiði og Nýjabæjarfjall. Allar þessar leiðir hefi ég farið að minnsta kosti tvisvar og sumar oftar. Hvað oftast yfir Héðinsskörð svo að ég hefi ekki tölu á því lengur. Einu sinni sneri ég frá þeim og félagi minn í það sinn, Aðalsteinn Valdimarsson, sem var ötull frumkvöðull um gönguferðir innan Ferðafélags Ak- ureyrar en lést um aldur fram. Við fengum suðvestan slagviðri í fang- ið og leist ekki á að glíma við það. Göngur í gamla daga Ef ég reyni að gera grein fýrir því hvers vegna ég fékk þessa ástríðu til gönguferða þá er víst ekki fullnægjandi skýring að segja það hafi verið meðfæddur asnaskapur. Ég hefi alltaf haft gaman af að koma á staði sem ég þekkti ekki áður og þess gætti strax í uppvexti mínum í sveitinni. Þegar um ferming- araldur sótti ég stíft eftir því að komast í göngur og varð mér úti um það, að minnsta kosti tvisvar á hverju hausti fór ég í göngur fyrir einhvem. Ekki man ég lengur hvenær ég fór í fýrstu göngumar sem tóku einungis einn dag, svonefndar mótgöngur þar sem ekki var farið nema hálfa leiðina. Afrétt bænda í Vesturdal er hin svonefhda Hofsaffétt sem liggur að meginhluta til milli Jökulsánna, Austari og Vestari allt frá heimalöndum jarða suður að Hofsjökli. Nafriið er dregið af Hofi í Vesturdal sem talið er eiga vesturhlutann og ég fór í göngur á báðum þessum svæðum, oftar en einu sinni. Þetta era þriggja daga göngur, fýrsta daginn er farið úr byggð suður í kofa, að austanverðu í svonefndan Rústa- kofa, kenndan við Orravatnsrústir. Á þeim áram fannst manni kofar sem þessir merkileg mannvirki og skýli en tæp- lega mundu þeir fá þann dóm núna. Þeir vora að sjálfsögðu úr torfi og grjóti, um nætur lágum við á moldargólfum þeirra, í besta falli með reiðingstorfu fyrir dýnu og gæra- skinn til að breiða ofan á okkur. Yfirleitt var ekki mjög kalt í þessum kofum, þeir vora þéttsetnir mönnum og lágir undir loft. Einnig vora með í förinni prímusar til að hita á kaffi og hlýnaði þá út frá þeim. Ekki var mikill glaumur og gleði samfara þessari dvöl í kofunum enda var hópurinn ekki svo stór, 7 eða 8 menn í fyrstu göngum. Það fóra meiri sögur af gleðskap hjá þeim sem smöluðu Eyvindarstaðaheiði enda var þar mun meira fjölmenni. Framhald á bls. 159 Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.