Heima er bezt - 01.04.2000, Side 29
óbyggðanna og veiða
nokkra silunga í vatninu.
Það hafði snarkólnað þegar
við skriðum loks ofan í pok-
ana og sofnuðum við væl
himbrimans utan af vatn-
inu.
Annars er hér á ferð hópur
manna á sex jeppum, sem
lagði af stað frá Reykjavík í
gærmorgun, föstudaginn 1.
september á því herrans ári
1967, eins og áður geinir.
Ekið var um Kaldadal að
Húsafelli, upp Hvítaársíðu,
framhjá Kalmanstungu,
sunnan Norðlingafljóts og
hossast yfir Hallmundar-
hraun með stefnu á Eiríks-
gnípu í samnefndum jökli.
Áfram hélt jeppalestin aust-
ur með jöklinum og var
áætlunin að aka austur úr
svonefndum Jökulkrók norð-
ur fyrir Langjökul til Hveravalla. í
Króknum bannaði úfið hraunið
okkur för og var því snúið frá sömu
leið tilbaka vestur undir Eiríksgnípu
og haldið þaðan norður að Reykja-
vatni, þangað sem komð var eftir
tafsamt ferðalag
og gerður nátt-
staður.
En hvað um það,
laugardagsmorg-
uninn er staðreynd
og gasprímusinn er
tekinn að suða í
tjaldi okkar Péturs
undir kaffikatlinum
og brátt emm við
komnir á kreik á
vatnsbakkanum með
tæki okkar og tól, því
okkur langar að bæta
við aflann frá kvöld-
inu áður, en nú brá
svo við að veiði varð
engin.
Reykjavatn er frem-
ur lítið og gmnnt en
talið veiðisælt vatn.
Það er í hraunjaðrin-
um sunnan Norð-
lingafljóts, en norðan
þess taka við hin eig-
Reykjavatn og Eiriks-
jökull.
■ ■
Jeppaleiðangurmn
sunnan Þrístapafells
Aflinn.
8**—. --- ,r* Aœr*
Tjaldað við Arnarvatn.
Ekið yfir Norðlingafljót á leiðinni frá
Reykjavatni að Arnarvatni stóra.
Heima er bezt 149