Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 11
Af ferðaleiðum. Selfoss í fökulsá
á Fjöllum.
Við vörðu á hœðinni Gónanda á
landamerkjum Bakkakots og Bú-
staða. í miðju stendur Jón R.
Hjálmarsson, hœgra megin Guðrún
Hjörleifsdóttir, kona hans en
vinstra megin Oddný Sigurrós, dótt-
ir þeirra.
um saman tveir einir lengst af. Ýmislegt bar til tíðinda í okk-
ar samskiptum og varð yrkisefni hjá Kristjáni Benediktssyni,
málara, velþekktum hagyrðingi hér á Akureyri sem einnig
vann löngum hjá Smáranum, hann orti mörg kvæði um
viðskipti okkar Páls. Efnið var gjaman yfirdrifið svo að helm-
ingurinn af kveðskapnum var ýkjur en hann gat verið
býsna sniðugur svo að oft var hægt að hafa gaman af hon-
um. Til dæmis má nefria atvikið þegar ég gerði uppreisnina
við byggingu á íþróttahúsi Glerárskólans. Okkur Páli sinn-
aðist eitthvað við verk sem við áttum að vinna og Kristján
orti um það.
Smiðir tveir hér voru að vinna,
verkum sínum djarfir sinna
þá er ekki þörfað kynna,
í þessu vísnamáli:
Sagan er afSigurði og Páli.
Stóðu þeir með strigafóður
starði Páll á efhið hljóður,
þótti Sigga þungur róður
þetta starfað rœkja:
í brúnir hnyklar byrjuðu að sœkja.
Allt sem Siggi áður kunni
einskis nýtt var Páls í munni,
virtist því á veikum gmnni
vera samstarftveggja:
Fólska var í tulum svörum beggja.
Verkið Siggi vinnur gramur
virðist Páli leiðitamur
uns í hann fer sá illskuhamur
sem engu tekur máli:
Hamarinn keyrir í höfuðið á Páli.
Við heita uppsprettu á bakka
Jökulsár vestari í landi Bakka-
kots. Myndin tekin í ferð að
Hraunþúfuklaustri í ágúst
1994. Talið frá vinstri: Magn-
ús Guðmundsson, Guðmundur
Gunnarsson og Sigurður
Hjálmarsson, allir frá Akureyri.
En harður reyndist haus á Páli
hamarinn sem var úr stáli
niður hrökk sem neisti úr báli
í nokkrum smáum brotum:
En nú var Palla þolinmœði á þrotum.
En Sigurður sá drengur djarfi
í djöfuls nafhi sagði upp starfi,
honum iengur þótti ei þarfi
þessu að sinna máli
og vonlaust alveg að vinna það með Páli.
Úti í homi situr seggur
saman brot úr hamri leggur
við í skaftið heflar, heggur
og hagar þannig máli:
Andskotinn má í minn stað vera með Páii.
Svo var ég settur í einangrun eftir þetta, niður í kjallara að
einangra þar rör og hélt það út í eina tvo daga. Þá sótti ég
um náðun, fékk Kristján til þess að sækja um náðun til
Tryggva, sonar Páls:
Herra Tryggvi Pálsson, nú er ég miður mín
afmínum göllum feikilega hrelldur.
Þess vegna ég sendi þessa beiðni beint til þín
og bíð þess nú að dómur verði felldur.
Mín beiðni er um náðun og besti fjári minn
hér berst ég um með grátstafinn í koki.
Og þó ég vœri slœmur í þetta eina sinn
þá er núna logn á eftir roki.
Sœttir hafa tekist, ég elska aftur Pál
og allt er hér í bróðemi sem forðum.
Eg hamast við að þrœla, það hressir mína sál
og hér aftur lífí fóstum skorðum.
Heima er bezt 131