Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 12
Bœnir mínar flyt ég með blíðum englaróm
og bölva ekki lengur eins og tarfur
og skelfing vœri gott að fá skilorðsbundinn dóm,
þá skyldi ég vera dugiegur og þarfur.
Kristján héma Benediktsson, biður fyrir mér
á bœn er sagt hann margar nœtur liggi
og mér finnst þessi yfirlýsing œtti að nœgja þér
með undirgefhi kveð ég nú, þinn Siggi.
Og auðvitað fékk ég náðun út á þetta. Þetta var nú aðalá-
fallið í viðskiptum okkar Páls, smávegis slettist stundum upp
á vinskapinn, t. d. þegar við spiluðum í kaffitímanum. Þá
sauð stundum uppúr, ég grýtti t. d. kaffipelanum mínum út
í vegg þegar hann var að rífa kjaft yfir því að ég hefði átt að
eiga trompásinn eða einhverju álíka. Hann fann alltaf eitt-
hvað til og lagði helst aldrei aftur munninn.
Fjölskylduhagir og húsbygging
Svo ég víki að mínum fjölskylduhögum þá er kona mín
Guðrún Jóhanna Sigtryggsdóttir, þingeyskrar ættar, fædd 18.
desember 1906 á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi. Þar
bjuggu þá foreldrar hennar, Sigtryggur Jósefsson og Hólm-
fríður Sigurgeirsdóttir sem bæði vom ættuð úr Norður-Þing-
eyjarsýslu. Böm þeirra vom auk Guðrúnar, Sigmar, fæddur
1903 og Kristín, fædd 1904. Sigtryggur dó 2. maí 1907 en
ekkjan bjó þar áffam til næsta árs. Eftir það var hún með
böm sín á ýmsum stöðum í kaupavinnu eða vinnu-
mennsku, flutti m. a. til Grímseyjar og var þar í ein tvö ár,
en síðast hér á Akureyri og dó þar 1967.
Guðrún var tekin í fóstur að Ingjaldsstöðum, bæ sem
stendur vestan í Fljótsheiði og er því landfræðilega séð í
Bárðardal en tilheyrir Reykdælahreppi. Þar ólst hún upp í
ein 10 ár hjá Gísla Kristjánssyni og Kristínu, konu hans og
þær héldu mikilli tryggð alla ævi, Guðrún og Elín, dóttir
Gísla og síðar húsfreyja á Ingjaldsstöðum. Guðrún var
vinnukona hjá Eyþóri Tómassyni á námsámm mínum þeg-
ar við kynntumst fyrst. Þau kynni okkar vom ekki svo náin í
það sinn, meiri alvara í því efríi kom til sögunnar síðar uns
við giftum okkur 30. ágúst 1952.
Eina bam okkar er sonurinn Jóhann Karl, fæddur 30.
ágúst 1945. Hann er húsasmiður, búsettur hér á Akureyri og
er eiginkona hans Erla Jósefína Hallgrímsdóttur, fædd 2.
nóvember 1945, læknafulltrúi á Heilsugæslustöðinni hér í
bæ. Þau eiga tvær dætur og einn son: Guðrún, er fædd 16.
febrúar 1964 og vinnur hjá íslenskum verðbréfum hér á Ak-
ureyri, sambýlismaður Orri Óttarsson. Guðrún á soninn Jó-
hann Karl Gíslason, fæddan 29. júlí 1991. Ásgerður Halla,
fædd 27. maí 1969, er ógift og vinnur á skrifstofu flugfélags-
ins Atlanta. Sigurður er fæddur 25. nóvember 1982, ókvænt-
ur og dvelur í heimahúsum.
Við stofriuðum svo okkar eigið heimili í húsinu hér að
Munkaþverárstræti 32 í apríl 1947. Ég teiknaði húsið og
byggði það að miklu leyti í aukavinnu og var þá ekki að
öllu leyti vinsæll hér í nágrenninu, ég var að með hamars-
höggum og hávaða fram á nætur. Húsin hér að norðan-
verðu við Munkaþverárstræti em byggð í brattri brekku. Því
var gmnnurinn æði örðugur, steypa þurfti sökkla allt að
tveggja metra háa undan brekkunni en sprengja klöpp efst í
henni. Húsið var eitt hið síðasta sem byggt var hér við göt-
una, líklega vegna þess að engum leist vel á gmnninn. En
þetta hafðist, ég byrjaði að grafa um vorið 1946, náði því að
gera húsið fokhelt haustið 1946 og um veturinn vann ég að
innréttingu þess.
Síðan hefi ég átt heima hér og er nú orðinn einbúi því
Guðrún er vistmaður á hjúkmnarheimilinu Seli hér á Akur-
eyri. Aldur hennar er farinn að segja til sín, hún sér ákaflega
illa og er að miklu leyti ósjálfbjarga vegna þess. Heymin er
líka mjög farin að bila en hún heldur sönsum að mestu leyti
og man ýmislegt til gamalla tíma þótt henni gleymist það
sem skeður ffá degi til dags því skammtímaminið er orðið
brigðult.
Sjálfur er ég mjög farinn að finna fýrir hinu sama, dag-
amir em mér horfhir um leið og þeir líða hjá, þá man ég
ekkert hvað þeir bám í skauti sér. En það er allt í lagi, heim-
urinn gengur eftir sem áður hvort sem maður man eftir hon-
um eða ekki. Ekkert þýðir að æðrast vegna þess en stundum
bölvar maður sjálfum sér út af einhverri vitleysu sem orðið
hefur vegna þess ama.
í ferðum og vinnu hjá Ferðafélagi Akureyrar
Þátttaka mín í starfi Ferðafélags Akureyrar hófst á síðustu
ámm Þorsteins Þorsteinssonar sem var helsti forvígismaður
félagsins frá stofnun þess 1936 allt til þess hann andaðist
1954. Ártalið man ég ekki en það hlýtur að hafa verið á ár-
unum skömmu effir 1950 sem ég tók þátt í ferð suður í
Herðubreiðarlindir undir stjóm hans. Samkvæmt því sem
lesa má í FERÐUM, blaði Ferðafélagsins, var farið þangað
1951 en ekki næstu ár þar á eftir svo að það gæti einmitt ver-
ið ferðin sú. Þá var tjaldað í Grafarlöndum og gengið þaðan
suður í Lindarnar. Ferðaráp mitt hófst þó fýrst fýrir alvöru
þegar farið var að byggja sæluhúsið Þorsteinsskála í Lindun-
um. Sú framkvæmd hófst árið 1958 en sumarið 1960 var
húsið fullgert og vígt. Á þeim þremur summm sem unnið
var að húsinu vom famar þangað alls 10 vinnuferðir að því
er greint er ffá í FERÐUM 1959, 1960 og 1961. Þegar ég reyni
að telja saman þær ferðir sem ég tók þátt í fæ ég út sömu
tölu svo að ég verð að álíta að ég hafi tekið þátt í þeim öll-
um. Einnig tók ég þátt í því að byggja skálann Dreka suður
við Dyngjufjöll. Svo allt af þessu tagi sé talið þá var ég
einnig með í einni eða tveimur vinnuferðum við skálann
Laugafell, hinn fyrsta sem félagið byggði. Eftír andlát Þor-
steins Þorsteinssonar 1954 datt starfsemi félagsins svo að
segja niður í ein tvö ár. Þegar félagið var endurvakið árið
1957 varð Tryggvi, sonur Þorsteins, einn af forvígismönnum
þess. Hann beitti sér m. a. fýrir því að skálinn Laugafell, sem
byggður var upphaflega 1948, var endurbættur og lagði ég
þar hönd að.
Svo ég víki að gönguferðum mínum þá tengist upphaf
þeirra Glerárdalnum, hann hefur verið mitt uppáhaldssvæði
til gönguferða sem margar er ég búinn að fara um hann.
132 Heima er bezt