Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 17
mörgum árum síðar, samdi mikið
tónverk við Davíðssálma. Hitt er lak-
ara, að það verk hefur ekki aflað
honum neinnar frægðar, er sam-
bærileg sé við sigurför Gluntanna,
þótt vissulega sé ekkert út á hina
andlegu tónlist Wennerbergs að
setja, og víst hefur hún verið flutt,
einkum fyrr á ámm. En hversu sam-
vizkulega sem það verk kann að
vera unnið, og hversu göfugur sem
tilgangurinn með því kann að hafa
verið, þá em það nú samt lögin og
ljóðin um hina ógleymanlegu
kumpána, Magisterinn og Glunt-
ann, sem munu lifa og halda nafni
höfundar síns á lofti, jafnvel löngu
eftir að flest önnur verk Wennerbergs
em gleymd.
- Þú gazt þess áðan, Egill, að fyrstu
kynni þín afGluntunum hefðu verið þau
að heyra sænska söngvara syngja þá, en
hvað er þér kunnugt um íslenzkan
Gluntasöng, áður en þið félagar komuð
til skjalanna?
- Gluntamir hafa lengi verið ákaf-
lega vinsælir hér á landi eins og ann-
ars staðar þar sem þeir em þekktir,
enda hafa fjölmargir íslendingar
sungið þá sér og öðmm til ánægju
og lífsfyllingar. Það er því mjög langt
frá því að ég og félagar mínir séum
neinir fmmherjar á því sviði. Ég þori
varla að fara að telja hér upp nöfn,
enda viðbúið að ég muni ekki í svip-
inn nærri alla, sem sungið hafa
Glunta einhvern tíma á ævinni, til
dæmis á sínum skólaámm. Þessir
söngvar hafa lengi verið alveg sér-
lega vinsælir meðal stúdenta.
En svo ég reyni að fitja upp á ein-
hverju svari, þá er það til dæmis
kunnugt, að Geir biskup Sæmunds-
son söng Glunta, bræðumir Pétur
Halldórsson, fyrrv. bæjarstjóri, og
Jón, söngstjóri Fóstbræðra. Séra
Haukur Gíslason, sem var prestur í
Kaupmannahöfn, var þekktur
gluntasöngvari á sinni tíð. Þá Þórður
Pálsson í Borgamesi, Hreinn Pálsson
söngvari, Bjarni Bjarnason læknir,
bræðumir frá Birtingaholti, Magnús
og Skúli Ágústssynir, Hallur Þorleifs-
son, Óskar Norðmann, Símon frá
Hóli. Og þá má ekki gleyma Árna
Jónssyni frá Múla og séra Jakobi Ein-
arssyni, sem lengi var prófastur á
Hofi í Vopnafirði. En þessir tveir síð-
ast töldu sungu Glunta saman, og
var mál þeirra er heyrðu, að þar væri
ekki neinn ómyndarskapur á ferð-
inni, sem þeir fóm. Ennfremur hefur
Friðrik Eyfjörð sungið Glunta og
sömuleiðis Ingimundur Ámason,
söngstjóri á Akureyri og fleiri þar
nyrðra, enda vom Gluntamir sungn-
ir víða um land, þar sem söng-
hneigðir menn vom á annað borð.
Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein
hafa og sungið Glunta. Að síðustu
skal þess svo getið, að við Jón Kjart-
ansson sungum á sínum tíma tólf
Glunta inn á plötur.
Þarna er kominn dágóður hópur
manna, sem sungið hafa Glunta, og
er þó langt í frá að upptalið sé, enda
er hér um það verk að ræða, sem
einna vinsælast hefur orðið meðal ís-
lenzkra söngmanna, að minnsta
kosti hér fyrr á ámm.
Svo virðist sem nokkur lægð hafi
komið í Gluntasönginn, rétt áður en
við Jón Kjartansson byrjuðum, því
þegar við vomm að þreifa okkur
áfram með þetta í fyrstu, vissum við
ekki um neina menn nálægt okkur,
sem hefðu sungið Glunta opinber-
lega næstu árin á undan.
Nú, aftur á móti, er mjög vaxandi
áhugi á Gluntasöng, það hef ég orð-
ið áþreifanlega var við, því að það er
sí og æ verið að biðja mig um texta,
af því að menn vita, að ég hef þýtt
þetta. Og þær beiðnir hafa komið
víðs vegar að af landinu, frá einstak-
lingum, skólum og enn öðmm. Ég er
því að vona, að nú sé að rísa önnur
alda, ef til vill hliðstæð þeirri fyrri,
þegar þeir heiðursmenn sem ég
nefndi hér á undan vom í blóma lífs-
ins.
- Þú minntist áðan á samsöng ykkar
Jóns Kjartanssonar, en manstu ekki eftir
mörgum skemmtilegum stundum, þegar
þið sunguð í heimahúsum eða í öðru fá-
menni, án þess að hafa fullan sal gagn-
rýninna áheyrenda fyrir framan ykkur?
- Jú, blessaður vertu, þar er af
mörgu að taka. En fyrst þú beindir
þessari spumingu til mín, er bezt að
ég nefrii eitt einstakt kvöld, sem er
mér alveg sérlega minnisstætt. Það
var heima hjá Skúla Ágústssyni. Þar
vom meðal annarra Pétur Á. Jónsson
ópemsöngvari, Bjami Bjarnason
læknir, Magnús Ágústsson, bróðir
gestgjafans, og svo undirleikarinn,
sjálfur Weishappel. Þama var mikið
um dýrðir. Það vom sungnir Gluntar
langt fram á kvöld, skipt um menn í
hlutverkum eftir vild og gammurinn
látinn geisa eins og andinn inngaf.
Ég gleymi aldrei því kvöldi.
- Gluntamir eru þá víst búnir að veita
þér marga ánœgjustund, þótt kannski
hafí. stundum verið dálítið erfítt að fást
við þá?
- Já, það hafa þeir sannarlega gert.
Þótt glíman við þetta fræga verk
Wennerbergs hafi verið bæði erfið og
tímafrek, þá hefur hún veitt mér
ómælda ánægju og lífsfyllingu. Ég
hef kynnt mér og meira að segja lif-
að mig inn í líf, sem ég þekkti annars
ekki neitt, - þetta glaða, frjálsa stúd-
entalíf í gamla daga. Tónlist Glunt-
anna stendur textanum ekki að
baki, og ég hef alla mína daga haft
einstaka ánægju af hljómlist, ekki
sízt söng.
Það var líka mjög gaman að
syngja með Jóni Kjartanssyni þenn-
an tvo og hálfan vetur, enda á ég
margar ánægjulegar endurminning-
ar frá þeim tíma. Mér er í minni
kvöld eitt, þegar við Jón sungum
niðri í Sjálfstæðishúsi á fjölmennri
samkomu. Þegar einum Gluntanum
var lokið, stóð upp sjálfur Jón Hall-
dórsson, söngstjóri Fóstbræðra, og
hrópaði: Bravó! Og þá urðum við nú
montnir!
Hér felldum við Egill Bjamason talið
fyrir rúmum aldarfjórðungi. Mörg ár eru
nú liðin síðan hann kvaddi okkur og hélt
á vit feðra sinna. Og sjaldan mun hún
heyrast núorðið, söngplatan sem varð
tilefhi samtals okkar. Hitt er jafnvíst, að
öldur rísa og hníga, jafht í heimi listar-
innar sem á öðrum sviðum, Gunnari
gamla Wennerberg tókst að blása í
þetta verk sitt þeim lífsanda, - þeim
óskýranlega agnarmun, sem skilur á
milli feigs og ófeigs. Gluntamir hans
munu því varla þurfa að kvíða framtíð-
inni, hvað sem líður tímabundnum
smekk eða tízkusveiflum.
Heima er bezt 137