Heima er bezt - 01.04.2000, Side 27
Haust
Vindur gnauðar, vogurrís,
veltur hrannaskari.
Sœl er horfin sumardís,
sölna blóm í vari.
Lœkkar sól og lengist nótt,
Ijósum fjölgar óðum.
Kuldafótum klæðist drótt,
kalsamt reynist fljóðum.
Ekkert bítur hraustan hal,
haust þótt taki völdin,
til vinnu gengur með sinn mal,
frá morgni fram á kvöldin.
Aðrir sitja inni við,
orku neyta ei lengur.
Nota sér hinn nýja sið,
næsta smár er fengur.
Þó að ríki hrollkalt haust,
hitinn býr í sinni.
Við þann arinn endalaust,
orku snjallir vinni.
fóhann Jósepsson fró Ormarslóni í Þistilfirði sendi
okkur fyrirspurn um vísur þar sem ein byrjar svona:
Á hendi fingur fóru að rífast,
og endar á þessu:
friður má ei með deilum þrífast.
Einnig man hann hrafl úr þessum vísum þar sem seg-
ir m.a.:
Efhúsbóndinn reiðist og hvessirorðið
og hnefanum slœr,
kem ég fyrstur í borðið.
Þama mun vera dtt við litla fingur. Þetta em vísubrot
sem Jóhann man frd æskuslóðum sínum, og biðjum við
nú lesendur að hafa samband við okkur ef þeir kannast
við þessar hendingar og gætu gefið okkur upp vísurnar í
heild.
Kristjón Ámason, skúld frú Kistufelli, yrkir eftirfarandi
vísur sem hann nefriir
Utan við Höfðahóla
Utan við Höfðahóla
hálfvegis þekki ég bæ.
Hann stendur stilltur og prúður
á ströndinni yst við sœ.
Þá vor um íshafið andar
öðlast hann lífog sál.
Sumarlangt um hann svífa
sundurleit tungumál.
Svo þegar grösin sölna
í sölunum verður hljótt.
Þá blessa égyfir bœinn
og býð honum góða nótt.
Áskorunin
í svarvísu Sigurjóns Bjömssonar frú Hafnarfirði, við
birtingu svara við úskorun í síðasta blaði var prentað
snjó í stað snjó, og birtum við því vísu hans aftur, sem
er svona:
Rosalega reynir á,
rétta aksturshœtti.
Er hann Þorri þeytir snjá,
á þegna lands afmœtti.
Lesandi sem kallar sig „G" sendir okkur einnig svar
sitt við fyrmefndri dskomn Kdra Kortssonar um Þorra
og er það d þessa leið:
Rœfur þó hann rífi í
og roði marga kinn,
öllu þusi hœttum, því
Þorra ei lengur finn.
Fúllynd Góa flœðir inn
og fyllir hverja tótt.
Hún mun taka tímann sinn,
en týnast líka fljótt.
Einmánuður oft svo blíður
eflir von og þrá.
Vorið alls sem vakir bíður,
viltu heyra og sjá?
Þegar fyllir fuglasöng
fjölbreytt raddaspil,
verður nóttin Ijósa ei löng
en Ijúft að vera til.
Lútum við þetta nægja að sinni en minnum d heimil-
isfangið:
Heima er bezt/Skjaldborg,
Grensásvegi 14,
128 Reykjavík.
Heima er bezt 147