Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 35
Framhaldssagan Ingibjörg Sigurðardóttir: Fdðgerður hefur verið hlutlaus úheyrandi fram til þessa en nú snýr hún sér að syni sínum og spyr góðlátlega: - Hvemig er það Matthías er hann Mósi minn ekki nokkuð vel á sig kominn undan vetri? - )ú mamma ágætlega á sig kom- inn - svarar Matthías og undrast þessa spumingu móður sinnar. - Hefurðu ef til vill í hyggju að bregða þér út í hesthús og líta grip- inn eigin augum? - Ó nei Matthías ég trúi orðum þín- um um ástand hans. En geturðu haft Mósa minn söðlaðan við hestastein- inn fyrir hádegi á morgun. Ég ætla að bregða mér inn á Brimnes í lítils- háttar verslunarerindum og vil helst taka daginn snemma. - )á víst ætti ég að geta það en ætlarðu að fara þetta ein mamma? - Ein! )á ég er ekki enn orðin svo hmm að ég komist ekki fylgdarlaust á Mósa mínum inn á Brimnes svarar gamla konan hressilega og rís frá borðum. Þakkar fyrir sig og hverfur til baðstofu sinnar. - Hvaða flugu hefur hún nú fengið í kollinn- segir Ástríður í kuldalegum tón. - Skyldi eitthvert góðverkið vera í uppsiglingu núna? Þessu svarar enginn og húsfreyjan segir ekki fleira. Borðhaldinu er lok- ið. Og störf dagsins kalla að nýju. • • • Björt morgunsól stígur hærra og hærra á himinhvel. Matthías beislar mósóttan gæðing móður sinnar við stallinn í hesthúsinu þar sem hann hefur lokið við að innbyrða nægju sína af ilmandi kjamgresi ásamt fötu af nýrri undanrennu úr búri hús- freyjunnar og teymir hann heim á hlað. Hann festir Mósa við hesta- steininn og söðlar hann í skyndi. í þann mund sem því er lokið kemur Friðgerður ferðbúin út úr bænum. Hún hefur gegnum baðstofuglugg- ann fylgst með ferðum sonar síns og Mósa frá hesthúsdymnum heim á hlaðið og ætlar ekki að láta reið- skjóta sinn standa lengi bundinn við hestasteininn. Matthías lítur tíl móð- ur sinnar og spyr hlýjum rómi: - Varstu farin að bíða eftir farar- skjótanum mamma? - Nei ekki var það nú en ég var ferðbúin þegar þú teymdir Mósa frá hesthúsinu svarar gamla konan og strýkur mjúklega um stinnan háls og makka gæðingsins. - Já satt er það Matthías minn Mósi kemur vel undan vetri eftir fóðmn hjá þér - segir hún með viður- kenningarbrosi á hým andliti. - Þakka þér fýrir mamma það gleður mig að þú ert ánægð með þetta - svarar Matthías og býst til að hjálpa móður sinni á hestbak. En fýrr en varir hefur hún vippað sér upp í söðulinn hún kann því best að bjarga sér af eiginn rammleik. - Ég ætlaði að hjálpa þér á bak mamma - segir Matthías afsakandi losar beislistaumana frá hestastein- inum og leggur þá upp á makkann. Gamla konan grípur taumana og hagræðir þeim. - Þú varst búinn að leysa af hendi Matthías það sem ég bað þig að tygja Mósa en ég get enn komist hjálparlaust upp í söðulinn Mósi minn er ekki svo hár í loftinu - svarar hún þýðlega og kveður son sinn með kossi. Matthías stendur kyrr á hlaðinu nokkur andartök og horfir á eftir móður sinni sem skeiðar greitt niður heimtröðina. Hún virðist engu hafa gleymt í samspili þeirra tveggja Mósa og hennar þótt hún stígi sjald- an á bak honum nú á síðari árum hugsar Matthías með hlýrri aðdáun og snýr til sinna starfa. Og dagurinn rennur sitt skeið. Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.