Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 26
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á 85. þáttur Fanney Daníelsdóttir frá Húsavík, sendir okkur vís- ur eftir bróður sinn, Jón Daníelsson frá Sellandi í Fnjóskadal, en vísumar mun hann hafa birt í sveitarblaðinu „Snepli," á sínum tíma. Jón var þá rúmlega tvítugur að aldri og greinilega orðinn góður hagyrðingur: Fanna dúkur dökkan hnjúk, dali og hnjúka hylur. Nœr mun fjúkið nœða um búk, nú er að rjúka bylur. Vetri hallar hlýjan hreim, heyrist gjalla öldin, enn þó fjalla fríðan geim, faldi mjallatjöldin. Heiðblár feldur festingar í fjötrum heldur gjólu. Vermir eldur eyglóar, endar veldi njólu. Eygló kœr úr rekkju rís, roða slœr á tinda. Jörðin hlær, hin dýra dís, dvala nœr að binda. Hallveig Guðjónsdóttir frá Egilsstöðum, sendir okkur vísu, en í síðasta þætti varð okkur það á að segja hana frá Reykjavík, sem er öldungis ekki rétt og leiðréttist það því hér með. Hún segir: Einmánuður ungur, knár, upp nú leysir snjóinn. Við bakkana hér belja ár og bera krapa í sjóinn. Unnur Elíasardóttir, Reykjavík, sendir okkur vísur sem hana fysir að fá upplýsingar um hver muni vera höf- undur að, og beinum við þeirri fyrirspum hér með til lesenda. Vísumar bera nafnið kveðju", sem út var gefin í nóvember 1968. Ég lít til baka um liðin ár á lítinn fjörð milli hárra fjalla. Þar forðum átti ég fagrar þrár og frelsi mitt um steina og hjalla. Við fylgdumst að, er fól var á, forðum svala vetrarstundin. Og fjöllin mín, fógur há, og fónnum klœdd blómagrundin. Ég lít til baka um liðin ár. 3 þátturinn Fleiri ljóð birtast ekki að þessu sinni, en koma tímar, koma ráð. Ég þarf víst ekki að kvarta lengur yfir því, að mér berist ekki bréf eða beiðnir á annan hátt um birt- ingu dægurljóða í ritinu. Nú þarf ég að velja og hafna. Með bestu kveðju til ykkar. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Sími: 552-6826, netfang: audbras@simnet.is 146 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.