Heima er bezt - 01.04.2000, Side 9
ar. Þá naut ég þess að horfa til lands og
fylgjast með því sem íyrir augu bar.
Iðnnemi hjá Eyþóri í Lindu
Eftir sjómennskuna á Kötlu og eitt sum-
ar í kaupavinnu í Skagafirði lá leiðin til
Akureyrar 1938 til náms í húsasmíði hjá
Eyþóri Tómassyni frá Bústöðum í Austur-
dal, síðar landskunnum manni sem eig-
anda Súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu á
Akureyri. Hjá honum smíðaði ég líkkistur
í fjögur ár og fékk svo húsasmíðapróf út á
það sem er að vissu leyti eðlilegt því þær
em nú síðustu húsin sem fólk flyst í.
Reyndar em þetta ofúrlitlar ýkjur, ég vann
einnig við húsasmíði, t. d. að byggja síld-
arverksmiðju á Raufarhöfn sumarið 1940.
Þar vann þá einnig hinn landskunni hag-
yrðingur, Egill fónasson á Húsavík og orti
þá alþekktan brag um Raufarhöfn.
Þú ert rassgat, Raufarhöfh,
rotni fúli drullupollur.
Andskotinn á engin nöfn
yfir öll þín forarsöfn,
þú ert versta Víti í höfn,
viðmót þitt er kuldahrollur.
Farðu í rassgat, Raufarhöfn
rotni, fúli drullupollur.
Sá sem varð til þess að svara þessu var Sigurður Ámason
er bjó í Sandgerði, sem var eitt húsanna í þorpinu, þau hétu
þá öll einhverjum nöfnum, götuheiti og númer vom ekki
komin til sögunnar þar. Ég borðaði hjá honum og var því
kunnugt um þessi orðaskipti þeirra hagyrðinganna. Svar
hans var svona:
Þó Raufarhöfh skorti hinn andlegan auð
og enginn sé fegurðarstaður,
að lasta sitt eigið lifibrauð
er Ijótt afþér aðkomumaður.
Egill var nú ekki í vandræðum að svara þessu:
Ég vinn fyrir matnum á mannlegan hátt
og mun reyna að greiða hann að fullu.
En ég get ekki lofað þann guðlega mátt
sem gerir alit löðrandi í drullu.
Þorpið var þá allt í uppbyggingu og annarri eins for hefi
ég ekki kynnst eins og þetta sumar, maður óð hana bókstaf-
lega í ökkla alltaf og allstaðar um þorpið. Götumar vom
einnig hvítar af maðki því það barst svo mikil síld að og
úldnaði í þrónum og maðkaði að það var hreinlega ömur-
legt að ganga um þorpið. En við lifðum þetta af og komum
aftur heim í endaðan ágúst og þá var breski herinn kominn
hingað til Akureyrar því að þetta var
hemámsárið, 1940.
Okkur Eyþóri samdi ekkert of vel þegar
ég var að læra, mér líkaði ekki ævinlega
við hann. Þess ber þá að geta að rekstur
hans var hálfgert basl, þetta var áður en
hann varð stór atvinnurekandi og verk-
smiðjueigandi. Hann hafði þá hvorki
stofnað verslunina London né verksmiðj-
una Lindu, var skuldugur og stóð illa í
skilum við mig með það litla kaup sem
ég átti að fá, 10 krónur á mánuði þriðja
námsárið og 15 krónur hið fjórða. Fyrstu
tvö ár iðnnámsins var ekkert kaup en á
þeim tíma fengu iðnnemar ffítt fæði og
húsnæði hjá iðnmeistaranum og hann
greiddi iðnskólagjaldið. Einhvem veginn
urðum við að útvega okkur vasapeninga
til að eiga fyrir fatnaði og öðmm per-
sónulegum útgjöldum, í mínu tifelli t. d.
tóbaki. Ég varð snemma liðtækur við tóbakið, byrjaði innan
við fermingaraldur að taka í netíð en einkum vandist ég því
þegar ég var í vinnumennsku hjá Ólatí bónda á Bústöðum.
Hann notaði mikið tóbak og var ekkert sínkur á það og ég
mun ffekar hafa sóst eftír því en að hann héldi því að mér.
Pípan kom svo til sögunnar um það bil er ég var 18 -19 ára.
Best gæti ég trúað að þessi tóbaksárátta sé ættgengur and-
skotí hvað svo sem vísindamenn segja um það, amma mín
tók mikið í netíð og faðir minn líka. Til þessarar fjáröflunar
komst ég fljótlega upp á lag með að smíða líkkistur í auka-
vinnu ef nógu margir dóu. Þá fékk ég ákveðna upphæð fyrir
hverja kistu en misjafhlega gekk nú stundum að innheimta
þær greiðslur. En ég lifði á þessu að nokkm leytí og því sem
ég vann mér inn í sumarfrium. Iðnnemar áttu þá rétt á hálfs
mánaðar sumarleyfi og unnu þá gjamast hjá meistumm
sínum við hver þau störf sem til féllu. Á hemámsárunum
kom Eyþór sér fljótlega í viðskipti við herinn, sérstaklega
Norðmenn sem hingað komu á ýmisskonar skipum, þar
þurfti þá að dytta að ýmsu um borð. Eins féll sitthvað til af
því tagi í bröggunum. En svo stofnaði hann verslunina
London og fór þá að rétta úr kútnum því að Bretamir skiptu
auðvitað við London. Þar á eftír kom hann Súkkulaðiverk-
smiðjunni Lindu á laggimar og gekk það mætavel, hann
var heppinn þar sem hann náði í þýskan súkkulaðigerðar-
mann í stríðslokin eða rétt eftir þau. Þá var lítill sem enginn
innflutningur á sælgæti og það vom þó nokkuð mörg ár sem
Linda var öflugt fýrirtæki en nú er sú saga búin og hún al-
veg hortín héðan.
Ymsir vinnuveitendur
Þegar ég var búinn að læra þá fór ég að vinna hjá hinum
og þessum, fýrst hjá Óskari Gíslasyni, múrarameistara og
Sigurði Sölvasyni trésmíðameistara en þeir vom saman í fé-
lagi. Hjá þeim var ég í þó nokkuð mörg ár. Mest byggðu þeir
íbúðarhús, einbýlishús hér og þar um bæinn. Svo tóku þeir
að sér frystihúsbygginguna fýrir Útgerðarfélagið, byrjuðu á
Staddur í Herðubreiðarlindum
með reykjarpípu í höndum.
Heima er bezt 129