Heima er bezt - 01.04.2000, Side 25
Hvaða fjas og vitleysa,
og fónki brosir gleitt.
Ó, hann fón, það erkiflón,
sem aldrei skilur neitt.
Hœ, hó, hœ, hó hrópar Jói og stynur,
hæ, hó, hæ, hó harmonikan drynur.
Á grundinni við réttarvegginn
gengið var í dans.
Og þegar Jónki þreyttist á
að þramma Óla skans,
vegavinnustrákur stökk
afstað með Gunnu hans,
og fullur máninn gœgistyfir
grettið Tindaskarð.
Glottir kalt að Jónka og skimar
út um laut og barð.
Já, hamingjan má vita,
hvað afhenni Gunnu varð.
Hœ, hó, hœ, hó hrópa þau og kalla,
hœ, hó, hœ, hó hljóma klettar fjalla.
Unnur Elíasardóttir biður um að ljóðið um Álafoss-
ballið fóist birt í ritinu. Mér er ónægja að verða við þess-
ari ósk Unnar, því að strax og ég heyrði þennan brag
sem barn, festist hann í minni mitt. Árni Tryggvason
hefur sungið braginn í útvarpið nokkrum sinnum. Trú-
lega mun ljóð þetta vera ort ú þriðja úratug síðustu ald-
ar, sem nú er öll.
Þú var Álafoss í sviðsljósinu fyrir tilverknað Sigurjóns
Péturssonar glímukappa. Höfundur ljóðsins er Ásgeir
jónsson, júmsmiður í Reykjavík. Það hef ég eftir Pétri
þul Péturssyni. Lögmaðurinn, sem getið er um í ljóðinu,
var Bjöm Þórðarson, síðar forsætisrúðherra.
Lagboðinn er kunnur af ljóði því, sem sungið var ú
bannúrunum og hefst þannig : „í borginni allt er ó iði,
en í sveitinni er friður og ró".
Vísumar em ýmist nefndar Álafossvísur eða Reykja-
víkurvísur. Og hér koma þær allar, þrettún að tölu :
Um Reykjavík má það segja með sanni,
hún er svipfógur nýtískuborg.
Húsabáknin þar blasa við manni,
bílar þjóta um strœti og torg.
Út við höfnina er allt á ferð og flugi,
fjöldi skipa þar siglir út og inn.
Söngur „Hegrans" þar hrífur allra hugi,
- hátt sem gnæfir við bláan himininn.
Héma um daginn þá ók ég út úr bœnum,
að Álafossi ég kom um miðjan dag,
og þá heyrði ég hugljúft í blœnum
hljóma seiðandi harmonikulag.
Svo ég stoppaði skrjóðinn í skyndi
og skundaði glaður í hlað,
og þá fannst mér allt leika í lyndi,
er ég leit þennan þjóðfræga stað.
Frá stórri tjaldbúð, er stóð þar úti á velli,
stöðugt hljómaði fjömg mússikin.
Þangað hljóp ég í hvínandi hvelli,
keypti mér miða og stökk síðan inn.
Þarna inni var gleði og glaumur,
gleðin skein þar afsérhverri brá.
Ungar meyjar sem dýrðlegur draumur
vom að dansa þargólfinu á.
Þó var ein þarna öllum öðmm fegri,
augun brostu í sólarhlýjum glans.
Eg stóð og glápti sem sturlaður negri
og stuttu síðar ég bauð henni í dans.
Út á gólfið við svifum svo saman
og svo hvað eftir annað á ný.
Lífið allt fannst mér gleði og gaman,
aldrei gleymi ég kvöldinu því.
Mér fannst ég svífa til sólu fegri heima;
ég var sœll, en þó kveið ég fyrir því,
að mig vœri nú aðeins að dreyma
og á morgun ég vaknaði á ný.
Út við leiddumst og grösug var gmndin,
glóði sólin við úthafsins rönd.
Er við komum í angandi lundinn,
eg þá fagnandi greip hennar hönd.
Er við sátum þarna saman tvö í nœði
og sólin hneig on 'í gulli stafað haf,
þama í lundinum bmtum við bœði
eitt það boðorð, sem Drottinn oss gaf.
Við ókum heim, þegar ballið var búið;
ég bílnum stýrði afhreinustu list.
Oft var bremsað og stoppað og snúið
og stöðugt hjalað og faðmað og kysst.
Svo um þetta ég segi ekki meira;
ég er sœll og um kœrleikann ég syng.
En á morgun við œtlum að keyra
upp til lögmannsins - bœði með hring.
Kona, sem kýs að nefria sig „Kona undir fjallshlíð-
inni", biður um ljóð sem Gunnar Vilhjúlmsson hefur
gert lag við, og Gunnar B. Jónsson frú Sjúvarborg hefur
ort. Ljóðið nefnir hann „Ég lít til baka". Haukur
Heima er bezt 145