Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 14
Valgeir Sigurðsson: „Látum svella vorn söng..." En Egill Bjarnason kunni margt fleira en að vita skil á bókum og höfundum. Hann var tónlistarmaður góður og eftir- sóttur þýðandi ýmissa söng- texta, og sér þess víða stað í tónmenntaheimi þjóðar vorr- ar. Svo var það árið 1974 að út kom ný plata með Glunta- söngvum, sem Egill hafði þýtt, en hann var frægasti Glunta- þýðandi íslendinga um sína daga. Af þessu tilefni skrifaði undirritaður eftirfarandi viðtal við Egil, og birtist það nú hér, vegna þess, að ffóðleikurinn sem það flytur á enn fullt er- indi til fólks. Sá íslendingur mun naum- ast til, sem kominn er til vits og ára, að hann þekki ekki eitthvað til Gluntanna, kann- ist við lögin þegar hann heyrir þau flutt, og viti jafnvel ein- hver skil á höfundi þeirra, sænska skáldinu og menning- arfrömuðinum Gunnari Wennerberg. En fýrsta spuming mín er afar ófróðleg, Egill: - Hvað þýðir orðið Glunti? - Já, það er nú það. Svíar em víst ekki sjálfir neitt sérlega hrifnir af nafninu á þessum fræga söng- vaflokki sínum. Glunti þýðir í raun- inni drengur eða strákur. Orðið er tekið úr gamalli sænskri bóndavísu, Þeir sem gjarna lögðu leið sína á fornbókasölurnar í Reykjavík hér á árum áður, - fyrir svo sem þrjátíu árum eða svo - þekktu allir Egil Bjarnason. Hann rak lengi slíka verzlun neðarlega við Hverfisgötuna, „suður ogyfir af“ Þjóðleikhúsinu, á sama götuhorni og Vinnufatabúðin. Þetta vissu allir bóka- grúskarar, og þangað var gaman að koma. Verzlunarstjórinn eigi aðeins vel að sér um bœkur, eins og honum bar að vera, heldur einnig gamansamur, bón- góður og greiðvikinn. Yrði manni það hins vegar á að spyrja eins og auli, hvort hann ætti ekki einhverja kolfá- gæta bók eða heildarverk látins höf- undar, var hann vís til að beina flötum lófa sínum í áttina að enni manns og spyrja kankvís: „Ertu nokkuð lasinn hérna, góurinn?“ (Sem hefði auðvitað þýtt í munni annars og ókurteisari manns: Ertu alveg orðinn vitlaus, „ eyminginn “!) og er notað sem nokkurs konar upp- nefni á förunaut Magistersins, sem er önnur aðalpersónan í þessum söngv- um. - En hver var hann, þessi Gunnar Wennerberg, sem orti Gluntana? - Hann var ungur maður, þegar hann orti þetta verk, en síðar átti hann effir að verða doktor í heimspeki og fagurfræði, kennari og stjómmálamaður. Hann var tvisvar kirkjumála- ráðherra Svíþjóðar, og þannig mætti lengur telja, en ég ætla að láta hér staðar numið, en vil aðeins benda mönnum á það sem Jón Þórarinsson skrif- ar um Wennerberg framan á umslag þessarar hljómplötu sem nú er nýkomin út. - Hvenœr eru Gluntamir ortir? - Þeir munu vera ortir um 1840 eða alveg á næstu ámn- um þar á effir. Wennerberg tók stúdentspróf árið 1837 og stundaði nám við Uppsalahá- skóla talsvert fram á fimmta áratug aldarinnar. Einhvem tíma á þessum ámm, - trúlega eftír 1840 - hefur hann samið þetta, sér og öðmm til skemmtunar. Og það skal haft í huga, að bæði lög og ljóð Gluntanna em eftir hann. Þessir söngvar náðu strax geysilegum vinsældum, og það svo mjög, að gerð vom af þeim afrit, sem sagt er að hafi farið víða, áður en Gluntamir vom prentaðir. - Hvert er í megindráttum efni þessa verks? - Það er hlutí úr lífssögu tveggja manna, sem stunda báðir nám við Uppsalaháskóla. Magisterinn er reyndari maður, sem tekur strákinn (Gluntann) í hálfgildings fóstur. Síð- 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.