Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 5
Gudtn u ndu r Gu n n a rss t > n
Smíðaði líkkistur
ukavlnmi
nógu margir
Sigurður Hjálmarsson, húsasmiður og
ferðafélagsmaður á Akureyri segir frá.
Heima er bezt 125
armœu
Sigurðar
Hjálmars-
sonar 10.
mars 1988.
Afmœlis-
barnið
styðst við
veglegan
broddstaf,
afmœlisgjöf
frá Ferðafé-
lagi Akureyr■
ar.
Sigurður Hjúlmarsson, sem segir fró hér ó eftir, er
eins og fram kemur, Skagflrðingur að ætt en hefur
nú alið aldur sinn hér á Akureyri í rúma sex ára-
tugi. Hann er einn þeirra örfáu manna sem hafa
kjark og ímyndunarafl til þess nú á tímum að
binda ekki bagga sína nákvæmlega sömu hnútum
og samferðamennimir og skera sig því að nokkru
úr hópi hinna hversdagslegu meðaljóna. Þeir sem
ekki þekkja hann að öðm leyti sjá við fyrstu sýn að hann
hagar klæðaburði sínum aldeilis án tillits til duttlunga tísk-
unnar á hverjum tíma. Einkennisbúningur hans er köflótt
vinnuskyrta og bláar smekkbuxur og er búningur sá vissulega í
samræmi við ævistarf hans sem húsasmiður. Til höfuðsins ein-
kenna hann barðastór hattur og reykjarpípa því að hann er
einn í þeim ört minnkandi hópi manna sem leggja stund á þá
göfugu grein tóbaksnautnarinnar að reykja pípu. Fótabúnaður getur
sem best verið ökklaháir tékkneskir gúmmíklossar er hentuðu mætavel
hvort heldur sem var í byggingarvinnu inni í Akureyrarbæ eða til göngu-
ferða á fjöllum uppi. Síðasta atriðið vísar til þess að um áratuga skeið
hefur hann verið einn af ötulustu og virkustu liðsmönnum í Ferðafélagi
Akureyrar hvort heldur um var að ræða þátttöku í gönguferðum ellegar
sjálfboðavinnu við skálabyggingar og aðrar framkvæmdir félagsins. í
gönguferðunum hefur hann venjulega verið vopnaður vænum broddstaf
þeirrar gerðar sem íslenskir bændur hafa stuðst við um aldir. í náttstað að
kvöldi hefur ekkert útlent sjoppufæði komið upp úr nestistösku hans heldur
vísast feitt hangikjöt og 12 % feitur kaffirjómi sem á hans máli heitir létt-
mjólk. Þá hefur hann á slíkum stöðum ellegar við áningu að degi til gjaman
hresst við gamla, hálffallna vörðu eða reist nýja. Af því tilefni hafa sam-
ferðamenn hans innan félagsins óformlega sæmt hann þeirri nafnbót að
vera vörðumeistari þess. Opinberlega heiðraði Ferðafélag Akureyrar hann
fyrir nokkmm ámm með því að útnefna hann kjörfélaga.