Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 33
Guðmundur Valgeirsson, Bœ:
egar ég raða saman þessum
óljósu minningabrotum
mínum um Guðmund ó
Eyri, við það sem ég heyrði á
tali annarra síðar, finnst mér að
mér hafi orðið ljósari ýmsir eigin-
leikar hans sem gerðu hann sér-
stæðan í huga mínum, svo og með
skírskotun til foreldra hans, einkum
Þorbjargar móður hans og annarra
skyldmenna, sem ég kynntist síðar d
ævi minni.
Eftir því sem Guðmundur er mér í
barnsminni, þd var hann vel í með-
allagi hdr vexti, vel limaður, þrek-
inn um herðar og mjaðmir, mittis-
mjór. Allur hinn liðmannlegasti,
hægur í fasi og framkomu og hólf-
spotskur ó svip. Hann var dökkur á
brún og brd, augnabrúnimar beinar
og loðbrýnn, brúnahúrin slúttu fram
yfir augun og húlfhuldu þau. Aug-
un módökk. Hann var fótalaður að
jafnaði og fdldtur, líkt og einhver
dul yfir svipnum. Vel farinn í andliti
og allur hinn myndarlegasti. Hann
var heimakær og fór vart út af heim-
ili nema af brýnni þörf. Út í Norður-
fjörð kom hann ekki svo ég vissi til.
Var það á orði haft og „hólfkveðnar
vísur" um það. (Er mér ekki grun-
laust að frændfólki þeirra systra-
dætranna í Norðurfirði, eiginkvenna
Guðmundar, hafi þótt fullbróður
bugur undinn að hjúskap hans við
seinni konuna, og það setið í Guð-
mundi.) Átti hann þó nauðsynjar
um Guðmund
Arngrímsson,
bónda á Eyri í
Ingólfsfirði,
frá 1885 til dánar-
dœgurs 14.júní
1915.
Þriðji hluti
sínar til Norðurfjarðar að sækja eftir
að verslun og viðskipti sveitarinnar
festust ú Norðurfirði.
Þegar eitthvað þurfti að fd þaðan
sendi hann syni sína, eftir að þeir
komust ó legg, þangað í aðdrdttar-
ferðir úr kaupstað. Ætlaði hann
þeim þú tíma í ferðina og fór sjúlfur
á móti þeim út ó Höfða, fjallsöxlina
milli Norðurfjarðar og Ingólfsjarðar.
Þar tók hann á móti þeim og bögg-
um þeirra og bar heim.
Og í Ingólfsfirði var hann mjög
sjaldséður gestur, þó gott samkomu-
lag væri milli bæjanna og stutt í
milli.
Eins og fra er sagt i upphafi þess-
arar frdsgnar, var Guðmundur þeg-
ar á unga aldri umfram aðra menn
að líkamlegu atgervi og í íþróttum
síns tíma. En ekki heyrði ég sagnir af
ótökum hans við aðra menn eftir að
hann komst til fullorðins dra og far-
inn að búa ú Eyri. En hann hafði
yndi af dtökum annarra, og eftir að
synir hans komust á legg hvatti
hann þú til að takast d, þó einkum í
glímu, og hafði mikið gaman af að
sjd þú takast ó við sér stærri og sterk-
ari menn. Enda urðu þeir ungir að
drum, dflogagjamir svo að ýmsum,
sem að Eyri komu, þótti nóg um.
Urðu þeir brdðþroska og vaskari
menn en jafhaldrar þeirra, sem eldri
voru.
Eitt af því sem var ó orði haft um
Guðmund, var að hann væri öllum
öðrum mönnum lagnari og snarari
að snúa niður illa tarfa. Sagt var að
hann hefði sett á alla nautkúlfa sem
fæddust ú búi hans. Lét hann þd
verða eins til tveggja vetra. Flestir
urðu þeir mannýgir, svo að vand-
ræði urðu fyrir vegfarendur, sem
dttu þar leið um.
Sagt var að Guðmundur hefði ýtt
undir úrúsarhneigð tarfa sinna með
því að hnoðast við þd og erta.
Ef í harðbakka sló með drúsargimi
tarfanna kom Guðmundur d vett-
vang og sneri niður bola sína með
snöggu dtaki svo þeir ldgu upp í loft
dður en varði og snautuðu burtu af
þeim leikvangi.
Ekki þykir mér ólíklegt að Guð-
mundur hafi með þessu fengið útrús
fýrir leikni sína og snerpu.
Af því sem ég heyrði af Guðmundi
bendir til að hann hafi verið þungur
í geði. En þar hafi Guðrún kona
hans bætt úr með geðró sinrii. Mun
jafnlyndi hennar hafa breytt yfir
lundgalla bónda hennar, svo dvallt
var létt yfir Eyrarheimilinu, ekki síst
þegar gesti bar að garði.
Það var þungt dfall fyrir Eyrar-
heimilið þegar Guðmundur féll frd
góðum aldri og svo snögglega sem
það bar að. Hann andaðist úr brdðri
lungnabólgu 14. júní 1915, aðeins
56 dra að aldri. Eftir stóð ekkjan
með bú þeirra og tvö eða þrjú fóstur-
böm, sem þau hjónin höfðu tekið að
sér.
Vorið og sumarið 1915 gekk
lungnabólga hér yfir eins og farsótt
og lagði marga góðbændur í gröfina
Heima er bezt 153