Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 16
að bauka við að þýða þetta og þýddi nokkra Glunta í fyrstu lotunni. Svo komumst við yfir ljóðabók effir Einar M. Jónsson og fundum þar eina sjö Glunta, sem hann hafði þýtt. Við not- uðum þd, flesta eða alla, en engu að síður hélt ég dfram þýðingapuði mínu, og linnti ekki fýrr en ég hafði þýtt alla Gluntana. Ekki þýddi ég þó hverja einustu vísu, heldur valdi meginefnið úr. Ég þýddi kannski aðeins eina vísu úr sumum Gluntunum, en þrjúr eða fjórar úr öðrum, jafnvel fimm, ef þær voru stuttar. - Fylgdir þú ekki frumtextanum nokk- uð nákvœmlega? - í upphafi fýlgdi ég texta Wenner- bergs mjög núið, en svo fannst mér þýðingin verða nokkuð stirðbusaleg hjú mér með því móti, og þegar ég fór að endurþýða, leyfði ég mér meiri frúvik, dn þess þó að efriið spilltist við það að mínum dómi, og vitan- lega reyndi ég að halda anda og „stemmningu" Wennerbergs eins og mér var ffamast unnt, þótt orðalag- inu væri nokkuð hnikað til víða. - Já, vel á minnzt: Hvemig er bygging þessa kvœðaflokks? - Gluntamir em alls þrjútíu söngv- ar eða kvæði. Ljóðin em mjög mislöng, sum aðeins eitt erindi, önn- ur mörg. Eins og ég sagði, nær efnið yfir útta úra tímabil, og efnisþrúður- inn mú heita samfelldur, en þó er hver Glunti sjúlfstæð saga. - Eru margir Gluntar á þessari plötu, sem var að koma út núna? - Þeir em fjórtdn, en em ekki í röð, en það sakar ekki neitt. - Stendur ekki til að gefa út fleiri Glunta? - Ef þessari plötu verður vel tekið, þó mun það vera ætlan Haraldar í Fúlkanum, sem er mikill menningar- frömuður í plötuútgdfu, eins og Ragnar í Smúra er í heimi bókarinn- ar, að gefa út þd sextún Glunta sem effir em. - Hverjir syngja á þessari nýju plötu? Eftir lokun fornbókaverslunar sinnar á Hverfisgötu 26, settist Egill gjama við „faktorrsskattholið" inn afbúðinni og vann við þýðingar. - Það em tveir góðkunnir fóstbræð- ur, þeir Magnús Guðmundsson fra Hvítú og Ásgeir Hallsson, bróðir Kristins Hallssonar söngvara, sem allir kannast við. Þessir menn hafa búðir ffúbærlega góðar raddir, og ég tel þd gera þetta mjög vel. Undirleik annast Carl Billich, og auðvitað þarf enginn að efast um, hvemig hann muni leysa verkið af hendi að sínum hluta. - Var ekki dálítið erfitt að þýða Glunt- ana? - Meira en „dúlítíð". Jú, það var sannarlega erfitt. Eins og ég sagði dðan, þd er ég ekki neitt sérlega sterkur sænskumaður enn þann dag í dag, hvað þó fyrr ú úmm, þótt auð- vitað hafi ég lært mikið í múlinu á því að fúst við þetta brúðskemmti- lega verk. Þú er og þess að geta, að þetta u.þ.b. 130 óra gamla verk (n.b. greinin er upphaflega skrifuð úrið 1974), er ort ú gamalli sænsku. Þar bregður gjama fyrir orðum, sem ekki em lengur í notkun, þótt þau hafi verið daglegt múl úður fyrr, og séu auðvitað góð og gild sænska. Þar við bætíst svo, að stúdentar temja sér löngum dúlítið sérstætt orðbragð og ólíkt því sem almenningur notar. (Og hér á ég alls ekki við ljótan munnsöfnuð, heldur glatt tal hinna dhyggjulausu stúd- entsdra). Allt þetta gerir Glunt- ana alveg sérstaklega vandþýdda, eins og nærri md geta, enda fylgja þeim hvorki meira né minna en eitt hundrað og fjórir skýringarkaflar um orðatíltæki og staða- heiti, sem nú em gleymd. - Hvemig hagaðir þú vinnu þinni við þýðinguna? - Ég byrjaði að sjdlf- sögðu d því að lesa Gluntana, tíl þess að gera mér þd svo skiljanlega sem framast mdttí verða. Ég las þd alla frd upphafi tíl enda, til þess að nd heildarsvipnum sem bezt. Og ég las þd oftar en einu sinni! Þessu næst kynnti ég mér tónlistina þangað til ég kunni hana. Þegar hér var komið taldi ég tímabært að hefja þýðingu sjdlfs textans - og þd hófst nú glíman fýrir alvöm. Þar sem kunndttan hrökk ekki til, notaði ég ímyndunaraflið, og held að það hafi orðið mér nokkuð hagstætt, eftir at- vikum. - Þetta hefur ekki verið neitt áhlaupa- verk? - O, biddu einn og sannan fyrir þér! Ég gerði ótal uppköst og marg- marg orti sum erindin upp aftur og aftur. Platan, sem nú var að koma út og við höfum verið að tala um hér að framan, er endurbætt þýðing d mörgum útgdfum, sem dður hafa frd mér farið. Hvort þessi „endanlega gerð" (ef hún verður þd sú síðasta) er bezt, hef ég ekki minnstu hugmynd um, aðrir verða að dæma um það. Þó er það nú svo, að þegar maður er að endurvinna verk sín, þd er það gert í þeirri trú, að breytingamar séu til bóta. - Heldur þú, að eitthvað sé til í því sem stundum er sagt, að Wennerberg hafi varla viljað við Gluntana kannast, eftir að hann var orðinn virðulegur ráðherra? - Sú saga hefur gengið í Svíþjóð og víðar, að hann hafi hdlfgert skamm- azt sín fýrir þetta skdldverk stúd- entsdranna, og að það hafi verið í eins konar yfirbótarskyni, sem hann, 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.