Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 7
Fjórir œttliðir saman. Fremst til vinstri: Dagbjört Jónsdóttir, aftan við hana Oddný Sigurðardóttir, við hlið hennar Sigurður Hjálmarsson og framan við hann Jóhann Karl Sigurðsson. Guðrún Sigtryggsdóttir með soninn Jóhann Karl á þriðja ári. mörgu leyti merkismaður en óþarflega drykkfelldur og við vín var hann mjög óstýrildtur og þver svo ekki sé meira sagt. Dæmi um það er fra því er farin var hópferð ríðandi fólks þama úr sveitinni suður á Hveravelli. Tryggvi var þar með og vel við skál og lenti í andstöðu við samferðamenn sína. Ekki veit ég hvers vegna þeir slepptu honum frá sér en ein- hvern veginn komst hann frá þeim og týndist. Farið var að leita og fundust þá hestamir en Tryggvi ekki. Ekki veit ég hve langur tími leið en búið var að leita mikið þama um heið- amar þegar hann kom fram vestur í Forsæludal í Vatnsdal og sæmilega brattur, það var alveg runnið af honum. Fleiri slíkum ævintýmm lenti hann í, t. d. með nágranna sínum, Ólafi bónda á Starrastöðum, en þeir áttu ýmislegt saman að sælda. Eitt sinn vora þeir að koma utan af Sauð- árkróki og á heimleiðinni lagðist Tryggvi fyrir við Mælifells- rétt og harðneitaði að fara lengra. Ólafur reyndi að tala hann til og pexuðu þeir mikið en með þeim eina árangri að Tryggvi sagði hon- um að lokum að fara til helvítis. „Og þá ansaði ég honum ekki," varð Ólafi að orði þegar hann sagði frá þessu eftir á. Ódrakkinn var Tryggvi mjög skemmtilegur maður og hagmæltur vel. Eftirfarandi vísu gerði hann þegar baggamir fóra ffam af hesti Jó- hanns á Mælifellsá Fári og slysum forða mega fyrirhyggja og lag. Framsóknarmenn œttu að eiga íhalds rófiistag. Símon fékk mig þá til að hlaupa í skarðið. Svo kom að því að farið var að ferja yfir. Það gekk sæmilega nokkrar ferðir en í síðustu ferðinni þá kom maður að vestan til að hjálpa mér við að lesta og hefur þá sennilega verið nokkuð mikið sett á flekann. Hann reyndist svo þungur að dráttarmenn- imir tommuðu honum ekki vestur yfir og misstu hann út í strenginn. Monika, kona Símonar, hafði komið með kaffi handa okkur og var að norpa þama. En þá vildi svo hrapal- lega til að fyrir einhvem einstakan klaufaskap þá flæktist kaðallinn utan um annan fótinn á henni, síðasti vafningur- inn af stöplinum. Þetta var alveg hroðalegt, hún lá þama hljóðandi með kaðalinn utan um fótinn og ég hélt að það mundi slitna af henni fóturinn eða brotna að minnsta kosti. Ég reyndi að vera snöggur og brá skeiðahníf á kaðalinn og skar hann sundur. Það heppnaðist svo að hún var ómeidd eða lítið meidd en flekinn fór út alla á og maðurinn sem á honum var stakk sér í ána og synti í land þar sem hann var mun nær vesturlandinu. En flekinn hélt áffam út ána, strandaði síðan og valt svo þá var búið með það ævintýri. Minnisstæðir menn í Skagafjarðardölum Einn eftirminnilegur maður sem ég kynntist allvel var séra Tryggvi Kvaran á Mælifelli sem bæði skírði mig og fermdi. Eftir ferminguna var ég hjá honum viku í kaupavinnu að vinna upp í fermingartollinn minn. Ég fékk 18 krónur í kaup yfir vikuna og fermingin kostaði 18 krónur. Tryggvi var að Þegar Ólafur á Starrastöðum bar Ingibjörgu Jóhannsdótt- ur, kennara, yfir Svartá þá orti Tryggvi: Ekkjan reið á Óiafi, Ólafur hefur mörgu sinnt. Enginn láir Ólafi þótt Ólafiir borgi í sömu mynt. Fleiri vora minnisstæðir menn þama frammi í Skagafjarð- ardölum á þessum áram. Sem dæmi má nefria Svein Sig- urðsson á Giljum sem gekk undir nafriinu Sveinn riddari. Hann kvæntist 1907 föðursystur minni, Guðrúnu Jónsdóttur, og átti með henni fjögur böm en til fullorðinsára komust þrjú, Sigurjón, Hjálmar og Helga. Sveinn og Guðrún slitu samvistum 1916 og skildu lögformlega þremur áram síðar. Hann var umbrotamaður mikill á sirini starfsævi, flutti sig a. m. k. ellefú sinnum búferlum og talinn fyrir búi á tveimur jörðum í Vesturdal, Bakkakoti og Giljum, þrisvar sinnum á hvorri og tvisvar á Þorljótsstöðum, lengst þó samanlagt á Giljum. Gaman hafði hann af kaupskap og braski: „Viltu versla?” eða: „Mér er sama hvort ég kaupi eða sel," vora ummæli eftir honum höfð. Skapbrigðamaður var hann, nánast ofstopi og átti gjaman í rifrildi ef ekki slagsmálum við nágranna sína í réttum á haustin. Reyndar henti það jafrivel geðprýðismenn að ganga af göflunum við fjárrag og Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.