Heima er bezt - 01.04.2000, Blaðsíða 15
an lýsa söngvamir lífi þessara
tveggja félaga, Magistersins og
Gluntans, áhyggjum þeirra, þegar
þeir vom staurblankir, og gleði
þeirra þegar auraráðin vom meiri,
eða þegar þeir vom hástemmdir yfir
fegurð náttúmnnar og öðm sem
gladdi hjartað. En hvemig sem allt
veltist, þá var það alltaf Magisterinn,
sem hafði forystuna og var huggari
Gluntans, þótt sjálfur lenti hann í
margvíslegum þrengingum, meðal
annars ástarraunum, sem auðvitað
sneiddu ekki hjá garði þeirra.
Sagan spannar átta ára tímabil.
Hún hefst þegar þeir kynnast fyrst,
þar sem þeir fara báðir syngjandi
um borgarstræti og lenda samsíða,
fyrir tilviljun. Þá segir Magisterinn
við Gluntann, (og nú held ég mig
við þýðinguna):
Er söngurinn hœtti, þá sagðir þú
hvað segir herrann við því,
að fá sér nú einn,
en eftir fylgdi átta ára fyllirí.
Svo heldur sagan áfram, og þar
gengur á ýmsu, eins og nærri má
geta. Að lokum hljóta þeir að skilja,
Magisterinn og Gluntinn, þegar sá
síðar nefndi hefur loksins lokið sínu
prófi. Þá er haldin mikil veizla, og
hún skal hvorki fara fram inni í söl-
um né úti á svölum, heldur „aðeins
á trjágarðsins grasgrænu bölum".
Þama syngja þeir félagar einn allra
fallegasta Gluntann, það er fagnað-
arsöngur, þar sem meðal annars er
erindi sem margir kannast við: „Har
er guda gott at vara". Lagið við
þennan kafla verksins er mjög vel
þekkt hér á landi, því það hefur verið
notað við sálminn Ó þá náð að eiga
Jesú.
í lok þessarar veglegu veizlu gerist
Gluntinn heitur og þreyttur og leggst
á grasgrænan balann, en Magister-
inn syngur yfir honum:
Ó, hve sólin hœgan hnígur,
hverfur bak við fjöll og lunda.
Legg þig hér til hvílu í grasið,
heyrðu er það grœr...
Gullfallegur texti á sænskunni,
hvað sem segja má um þýðingu
mína. Síðan segir Magisterinn:
„Það var háðulegt próf, sem hann
hlaut, þetta grey."
Þá umlar í Gluntanum hálfsof-
andi:
„O, svei!"
- /á, allt rímar þetta svo sem nógu
þokkalega hjá ykkur, Svíunum og þér!
En hver voru fyrstu kynni þín, Egill, af
þessu margfrœga verki?
- Fyrstu kynni mín af Gluntunum
vom þau, að ég heyrði þá sungna á
hljómplötum, bæði í útvarpi og
heimahúsum hjá kunningjum mín-
um. Vom þeir þá jafnan fluttir af frá-
Gunnar Wennerberg, höfundur
Gluntanna.
bæmm sænskum söngvumm. Síðan
er þess að geta, að við Jón Kjartans-
son frímerkjasali vomm saman í
Tónlistarfélagskómum og stunduð-
um söngnám hjá Pétri Á. Jónssyni
ópemsöngvara. Við vomm ungir og
stórhuga og höfum sjálfsagt ætlað
að verða miklir söngvarar. Pétur var
afbragðs kennari og sagði okkur
margt, sem ekki kom námsefríinu
beinlínis við. En okkur Jóni nægði
ekki að syngja „skala" og lög hjá
Pétri, við vildum fá undirleik. Þá var
hér í Reykjavík frábær tónlistarmað-
ur, sem leysti hvers manns vandræði
er á hans fúnd kom, eins og Njáll
forðum, Fritz heitinn WeishappeE Til
hans lögðum við nú leið okkar og
spurðum, hvort hann vildi ekki vera
svo góður að leika undir hjá okkur í
svo sem tveim eða þrem lögum.
Hann tók þessari framhleypnu bón
okkar með hinni mestu ljúfmennsku,
og er svo ekki að orðlengja það, að
við skutumst til hans við og við, þeg-
ar hann hafði tíma til þess að sinna
okkur. Og hann var ekki aðeins
ágætur undirleikari, heldur sömu-
leiðis einhver bezti leiðbeinandi sem
hægt var að hugsa sér, enda hinn
mesti öðlingsmaður.
Svo gerðist það, að Weishappel
hafði verið beðinn að útvega
skemmtiefni fýrir einhverja sam-
komu, sem ég man nú ekki lengur
hver var. Þá vomm við Jón eitthvað
famir að kynna okkur Gluntana, því
að ég pikkaði dálítið á píanó á þess-
um ámm. Ekki man ég nú lengur
hver áttí fýrstu uppástunguna, en
svo mikið er víst, að við vomm allt í
einu famir að æfa Glunta hjá Weis-
happeþ í því skyni að syngja þá op-
inberlega.
- Pess hefur svo ekki verið langt að
bíða, að þið syngjuð fyrir almenning?
- Nei, og ég gleymi aldrei fýrsta
kvöldinu. Við sungum Glunta og
sungum þá á sænsku, alla nema
einn, sem Guðmundur Bjömsson
landlæknir hafði þýtt. Satt að segja
höfðum við búizt við betíi viðtökum
en við fengum, - þangað til í síðasta
laginu, því sem við sungum á ís-
lenzku. Þá skipti heldur betur um, og
það var alveg bersýnilega vegna
þess, að nú skildi fólkið orðin, sem
sungin vom. Það gerði muninn.
Weishappel skildi auðvitað hvað
var að gerast, og var ekki lengi að
draga sínar ályktanir. Hann sagði
við mig á eftir: „Þú verður að þýða
Gluntana, Egill, þú getur það vel."
- Var það ekki líka öldungis rétt hjá
honum?
- Ja, það er nú svo. Ég var svo sem
ekki neitt sérlega sterkur sænsku-
maður, þegar hér var komið, (og er
það varla enn). Ég hafði að vísu lært
sænsku í Samvinnuskólanum, með
þokkalegum árangri og hjá góðum
kennara, hálfan vetur eða svo. Það
vom nú öll ósköpin! Ég fór þó samt
Heima er bezt 135