Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1967, Page 37

Æskan - 01.10.1967, Page 37
nif>fO/>iOiOirw*rMVVMVVVVVVVV BðRH JHRBHR MAROKKÓ liggur á norður- strönd Afríku. Flatarmál lands- ins er: 420.000 km2. Fólks- fjöldi: 10 millj. Núverandi höf- uðborg er Rabat, sem stendur á Atlantshafsströndinni, en þar skammt frá er borgin Casa- blanca, sem oft er nefnd „New York Norður-Afríku“. Aðalhluti ríkisins liggur við Atlantshafið. Loftslagið er hagstætt þar — mildir vetur, hóflegir sumar- hitar með ströndum, svalur haf- straumur mcð vesturströndinni. Kvikfjárrækt er og talsverð i landinu. Fátækt er mikil meðal alþýðu manna og öll fræðsla mjög ófullkomin. ÚRSLIT Úrslit í getraunaþraut þeirri, sem ÆSKAN og FLUGFÉLAG ÍSLANDS efndu til i síðasta jólablaði, urðu þau, að María Gísladóttir, 12 ára, Þórunnar- stræti 104, Akureyri, hlaut flug- far til Kaupmannahafnar. — Bókaverðlaun hlutu: Gunnar Bjarnason, Engjavegi 12, ísa- firði, Ingibjörg Ásta Einarsson, Melhaga 20, Reykjavík, Hilmar Jóhannesson, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi Árnessýslu og Guðrún S. Pétursdóttir, Húnabraut 7, Blönduósi. Saga flugsins Dc Havilland 9a var byggð til könnunai’- ferða á stríðsárunum 1914—1918. Eftir stríðið var hún víða notuð til farþega- flutninga, t. d. i Danmörku. Flugvél ]>essi var opin og rúmaði 3 farþega. Hreyfillinn var 240 ha. Siddeley Puma. F.13 var fyrsta farþegaflugvélin byggð að mestu leyti úr málmi. Þýzki prófessorinn Junkers teiknaði liana. í stjórnklefa voru 2 sæti og 4 fyrir farþega í lokuðum ldefa. 1925 var þessi flugvél mikið notuð í Dan- mörku og síðar í Svíþjóð og Finnlandi auk Þýzkalands. Junkers F.13 var með fyrstu farþegaflugvélum íslcndinga (skrásett 1930), flaug hér m. a. sumarið 1928. Þegar Fokkcr F.III koin á sjónarsviðið 1920 vakti hún strax geysilega athygli. Hún var nefnilega fyrsta rúmgóða farþegaflugvélin í lieiminum. Hún var teiknuð og byggð af hinum fræga, hollenzka flugvélasmið og flugmanni Antliony Fokker. Hreyfillinn var 240 lia. Siddeley, og hinn lokaði far- þegaklefi rúmaði 5 farþega. Danska flug- félagið keypti Fokker F.III 1925. Farman Jabiru var smiðuð af hinum fræga Farman í Frakklandi. Hún var 4-hreyfla farþegaflugvél og har 12 farþega. Danska flugfélagið átti á sinum tíma 4 flugvélar af þessari gerð. Hreyflarnir voru 180 hö. hver, og flughraðinn var um 200 km/klst. Hún var mest notuð frá 1926 til 1928. Flugvél, sem liafði framúrskarandi flug- eiginleika, var Fokker F.VII, teiknuð og hyggð af Fokker i Hollandi. 1928 skipti t. d. Danska flugfélagið á öllum flugflota sín- um í staðinn fyrir flugvélar af þessari gerð. Hreyfillinn var enskur Bristol Jupiter og var 450 hö., og lokaður farþegaklefinn rúm- aði 8 farþega. Um tíma var Fokker F.VII vinsælasta farþegaflugvélin um allan heim. 397

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.