Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Síða 5

Æskan - 01.02.1969, Síða 5
Hvutti. Einu sinni voru lítill livolp- ur og stór köttur á sama heim- ili. Hvolpurinn var fullur af leilc og fjöri og lét kisu aldrei í friði. Kisa var aflur á móti stolt og upp með sér og þóttist vera upp úr því vaxin að leika við óvita hvolp. En hún var ekki grimm, og þess vegna meiddi hún hvolpinn aldrei, en það var auðséð á henni, að henni þótti sér misboðið með ólátunum i hvutta. Einu sinni lá kisa á kettling- um, en þeir veiktust allir og dóu. Þeir voru teknir og grafn- ir úti í kálgarði. Kisa var alveg örvita af sorg, liún neytti hvorki svefns né matar. Hvutti skildi ekkert i þessu. Hann hljóp um allt eftir kisu, hvert sem liún fór. Nú stríddi hann lienni ekkert. Það var eins og hann vissi, að henni liði illa og væri að reyna að skilja, hvernig á því stæði. Loksins var eins og hann skildi það. Hann hljóp út i kálgarðinn, þar sem kettling- arnir höfðu verið grafnir, rót- aði upp moldinni ofan af þeim og har þá einn eftir annan inn til kisu og lagði þá hjá henni. Svo stóð liann hjá kcttinum og horfði spyrjandi á hana eins og hann vildi segja: „Er það af því að kettlingarnir þínir dóu, að þér líður svona illa?“ Kisa sá nú, að kettlingarnir voru raunverulega dauðir, og hún skildi það auðsjáanlega, að hvutti kcnndi í brjósti um hana. Hún liætti að láta á því bera, að lmn sæi eftir kettlingunum, en varð samstundis svo mikill vinur hvolpsins, að lmn mátti ekki af honum sjá eftir þetta. Upp frá ]>essu skildu þau aldrei, hvert sem annað fór, fylgdi hitt alltaf. Hvutti stríddi kisu aldrei aftur, og liún var aldrei of stolt til þess að leika sér við hann eftir þetta. » ♦ Œvintýri og sögur, frá ýmsum lönrium. ♦ i Julis Baghy: Bóndinn og geitin hans. Arabískur bóndi keypti einu sinni geit á markaði í Bagdad. Þetta sýndist vera ágæt mjólkurgeit í góðurn holdum. Bóndi þóttist hafa gert góð kaup. Hann lagði svo af stað lieim á leið með geitina í taumi. Á leiðinni mætti hann öðrum bónda, er stöðvaði hann. — Allah láti þér vaxa mjög sítt skegg! En hvað þú átt fallega geit! Hvar keyptirðu hana? — Auðvitað á markaðinum í Bagdad, svaraði bóndinn okkar. — Og hvert ætlarðu að teyma hana? — Heim. Forvitni arabinn fór svo framhjá, en litlu síðar mætti hann öðrum bónda, sem einnig stöðvaði hann og ávarpaði: — Allali láti þér vaxa skegg niður á hnél En hvað þú átt fallega geit! Hvar keyptirðu hana? — Auðvitað á markaðinum í Bagdad, svaraði hann og svalaði fúslega forvitni hins ókunnuga. Og hvert ætlarðu að teyma hana? — Heim. Þessi arabi fór einnig framhjá, en mikil umferð var á leiðinni heim að þorpi bóndans okkar, því segja mátti að við tuttugasta hvert skref hitti hann araba, sem stöðvaði hann af vinsemd og áhuga fyrir geitinni: — Allah láti þér vaxa skegg ofan á nafla eða ökla! En hvað þú átt fallega geit! Hvar keyptirðu hana? — Hvert ætlarðu að teyma hana? — Heim. Bóndinn, sem nú var orðinn taugaveiklaður og æstur af þessum eilífu spurningum, var alveg að missa þolinmæðina og svaraði: — Á markaðinum í Bagdadl Heim! En hin langa röð áhugasamra manna var alveg endalaus. 69

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.