Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1969, Page 21

Æskan - 01.02.1969, Page 21
Iþróttir Siguröur Helgason: Ungt afreksfólk Þau urðu stiga- hæst í unglinga- keppni 1968. Þuríður Jónsdóttir er fædd á Selfossi 15. jan. 1951. Byrjaði að keppa í frjálsum íþróttum 1965. Hún hefur stokkið 5.22 m í langstökki, en er auk þess mjög góð í spretthlaupum og grindahlaupi. Þurlður hefur einnig náð góðum árangri í sundi og sigr- aði í 100 m bringusundi á landsmótum U.M.F.Í. 1965 og 1968. Elias Sveinsson er fæddur ( Reykjavík 10. jan. 1952. Byrj- aði að leika knattspyrnu I K.R. 1965 en keppti fyrst í frjálsum íþróttum árið 1967 með Í.R. Sem dæmi um fjölhæfni Elí- asar má nefna, að I unglinga- keppni F.R.I. í sumar tók hann þátt í 10 greinum. Vafalaust verður hann mjög góður í tug- þraut eftir nokkur ár. Stefán Jóhannsson er fædd- ur í Reykjavík 8. apríl 1951. Byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 1966. Hann hefur náð beztum árangri í hástökki 1.70 m og i spjótkasti 53.35 m. Stefán er mjög fjölhæfur íþróttamaður. Hann leikur bæði handknattleik og knattspyrnu með II. flokki Vals og var I liði Ármanns, sem varð Is- landsmeistari ( körfuknattleik 1968 í II. aldursflokki. HÁSTÖKK aftur á bak. Kínverjar lesa aftur á bak og Tékkar framleiða kvikmyndir, sem ganga aftur á bak. Þv( þá ekki að reyna að stökkva hástökk aftur á bak? Hinn 20 ára gamli Dick Fosbury við háskólann ( Oregon ( Bandaríkjunum var með öllu óþekktur íþróttamaður 1967. Hann hafði náð að stökkva 1,75 m í hástökki, þegar honum datt ( hug að breyta um aðferð og stökkva aftur á bak. Og árangurinn kom brátt ( Ijós. Honum tókst fljótlega að stökkva yfir 2 metra og sigr- aði oftast þegar hann tók þátt I hástökkskeppni. Honum tókst að komast I hástökkskeppni Ólympíuleikanna og þar sigraði hann eftir langa og harða keppni við rússneskan hástökkvara. Hann náði slnum bezta árangri á Ólympíuleikunum, stökk 2,24 m. Á myndunum sjáið þið vel, hvernig Fosbury stekkur. Um leið og hann stekkur upp, snýr hann sér ( hálfhring og stekkur slðan yfir með bakið að ránni. Hann kemur niður á herðarnar og er þv( nauðsynlegt að hafa þykka svampdýnu við höndina, þegar þessi aðferð er notuð. 85

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.