Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 27

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 27
Ef til vill er það þessi fjölbreytilega sam- vinna við móður nóttúru og móður jörð, sem gerir bústörfin svo heillandi, þótt hinu sé ekki að neita, að oft er vinnudagurinn langur við búskapinn og oft þarf bóndinn að leggja nótt við dag við vinnu sína ef vel á að fara. Hins vegar eru ánægjustund- irnar einnig margar, þegar sól skín í heiði og vel gengur vinnan. Gott er það fyrir þá drengi í kaupstöð- um og borgum, sem langar til þess að verða bændur, að vera á sveitabæ og kynnast störfunum þar. Þeim tima er ekki á glæ kastað, verið vissir um það. Sá, sem byrja vill búskap, þarf engin sérstök próf eða skólagöngu. Oft er það svo, að bóndasonurinn tekur við búi föður síns, að honum látnum eða hættum bú- skap fyrir aldurs sakir. Hinu er ekki að heita, að ágætt mun það vera fyrir bænda- 6fni að fara á bændaskóla. Þeir eru tveir hér á landi, annar á Hvanneyri í Borgar- fhði, en hinn að Hólum í Hjaltadal í Skaga- firði. Námið er tveggja vetra bóklegt nám °9 auk þess verklegt nám. Miðskólapróf ^un þó geta stytt bóklega námið eitthvað, e- h v. allt að einum vetri. A Hvanneyrarskölanum starfar fram- haldsdeild í búfræði og eru inntökuskil- yrði í hana próf frá bændaskóla með 1. einkunn, og þeir, sem ekki hafa stúdents- próf, þurfa að sækja sérstakt námskeið, sem haldið mun vera við menntaskóla. Náminu í þessari framhaldsdeild lýkur með kandídatsprófi í búfræði. Sumir þessara kandídata fara síðan til náms í erlenda landbúnaðarháskóla, en þeir eru ekki til hér á landi ennþá. Eftir námið þar verða þeir gjarnan ráðunautar í búfræði, eða þá kennarar við bændaskóla. Aldurstakmark til inntöku í bændaskóla er kringum 17—18 ár, og undirbúnings- menntun er sú, að umsækjendur hafi lok- ið skyldunámi. Fæðiskostnaður mun hafa verið á Hvanneyri s.l. vetur kringum 18 þúsund krónur yfir veturinn. í Hvanneyrar- skóla eru um 60 nemendur, en lítið eitt færri að Hólum í Hjaltadal. Aðsókn er mikil núna, svo að betra er að sækja um skólavist með nægum fyrirvara. Inntaka og inntökuskilyrði. Skriflega beiðni um inntöku [ skólana skal senda skólastjórunum fyrir lok ágúst- mánaðar ár hvert. Skólastjórar veita inn- töku I skólana og svara umsækjendum. Skilyrði fyrir inntöku i skólana eru þessi: 1. að umsækjandi sé fullra 18 ára. — Þó getur skólastjóri veitt undanþágu frá þessu ákvæði, ef sérstakar ástæður mæla með; 2. að hann hafi unnið minnst eitt ár við landbúnað eftir fermingu; 3. að hann hafi óflekkað mannorð og sé ekki haldinn smit- andi sjúkdómi; 4. að hann hafi ábyrgð full- veðja manns fyrir allri greiðslu á þeim kostnaði, er stafar af dvöl hans í skól- anum. — Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, getur skólastjóri veitt undanþágu frá þessu skilyrði. 91

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.