Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Síða 14

Æskan - 01.02.1969, Síða 14
Tarzan upcibró&ir Fljótlega eítir að apynjan Kala kom með litla, hvíta barnið, lávarðinn af Greystoke, í apaflokkinn, var hon- um gefið nafnið Tarzan, en það þýðir „hinn hvíti“. — Kala var honum hin bezta fóstra og gætti hans fyrir öllum hættum skógarins. Hún fór nú raunar að undrast það, hve langan tíma það tók Tarzan litla að verða stór. Mannapar eru miklu bráðþroskaðri en menn, enda er líka ævi þeirra helmingi styttri að öllum jafnaði. Tíu ára eru aparnir fullvaxnir og tuttugu og fimm ára fara þeir að finna fyrir ellinni. Tublat, gamli apinn, sem átti Kölu, reyndi oft að fá hana til að skilja Tarzan litla eftir í grasinu í lágskóg- inum, því að hann vissi, að þá mundi Sabor — ljónið — verða fljótt að snuðra hann uppi og éta hann. Kerchak apakóngur var á sama máli og taldi, að þessi litli, hvíti apaköttur mundi aldrei verða mikill bardagaapi og því ekki til neins gagns fyrir flokkinn. Kala mótmælti þessu kröftuglega og hótaði að strjúka úr flokknum með Tarzan, ef þau fengju ekki að vera í friði. „Hann er að verða ágætur klifrari," sagði hún, „hann mun sjá fyrir mér, þegar ég verð gömul.“ Og árin liðu. Tarzan var nú orðinn tíu ára. Að vísu var hann lítill ennþá, samanborið við jafnaldra hans í flokknum, og krafta skorti hann mikið á við þá, en í einu tók hann félögum sínum langt fram. Það var í greind. Oft undruðust apaunglingarnir uppátæki Tarz- ans og hugkvæmni. Hann bjó sér t. d. til slöngvivað með því að flétta saman löng og sterk strá. Hann hafði gaman af því að striða fóstra sínum, Tublat gamla, með því að sitja uppi í lággreinum trjánna og kasta þaðan slöngvivað sinum yfir haus apans. Tublat urraði þá, svo að skein í sterkar vígtennurnar og hótaði að hefna sín. Kala ávítaði og aðvaraði og jafnvel refsaði fóstur- syninum fyrir þessi strákapör, en ekki lét Tarzan sér segjast. Apabörnin, sem horfðu á, skemmtu sér konung- lega, og þeim var ósárt um, þótt hinum geðilla Tublat væri strítt. Tarzan lærði líka að synda í skógarlæknum, og bar það að með nokkuð óvenjulegum hætti. Hann sat eitt sinn á lækjarbakkanum ásamt öðrum leikfélaga sínum úr apaflokknum. Þeir voru niðursokknir í það að spegla sig í vatninu, þegar skyndilega öskraði ljón á bak við þá. Apinn, sem var með Tarzan þarna, hrökk í kút og varð miður sín af hræðslu, en aftur á móti brá Tarzan • Fylgizt með frá upphaji. við eins og elding og stakk sér í hyldjúpan lækinn. Hann saup hveljur og buslaði eins og óður væri með höndum og fótum, og yfir hylinn komst hann. Á hinum bakkan- um sá hann Sabor, ljónið, vera að gæða sér á apanum unga, sem ekki hafði verið eins snarráður og hann. Hrollurinn, sem Tarzan fékk af þessu óvænta baði, hvarf skjótt, brennheit hitabeltissólin sá fyrir því, og meira að segja fann hann til þægindatilfinningar, sem hann hafði aldrei fundið til áður. Eftir þetta baðaði Tarzan sig oft og tíðum, félögum hans til mikillar furðu, því að yfirleitt fara apar aldrei út í vatn óneyddir. Og Tarzan óx að afli og greind með hverjum mánuð- inum sem leið. Hann var nú orðinn eins góður klifrari í trjánum og aparnir. Hann tók stökk milli greina, ótrú- lega löng, og það hæst uppi í trjátoppunum. Hann lærði af reynslunni, hvort hver sú grein, sem liann stökk til, væri nógu sterk til þess að bera hann. Á augabragði var hann kominn upp í trjátopp, eða þá að hann lét sig falla grein af grein niður að skógarsverðinum. Eitt var það, sem Tarzan þótti miður: líkami hans var næstum hárlaus, en öll apabörnin voru loðin á belg- inn. Hann minntist eitt sinn á þetta við Kölu, sem hann áleit móður sína. Hún sagði honum þá frá því, að faðir hans hefði verið ókunnur hvítur api, sem búið hefði í kofanum við ströndina. Enn mundu gömlu aparnir í flokki Kerchaks eftir þessu undarlega greni við sjóínn, sem sendi þrumur og dauðá út frá sér, meðan hvítu ap- arnir þar lifðu. / Aparnir héldu sig enn á sama landssvæðinu, og það kom fyrir, að ílokkurinn leitaði ætis í grennd við kof- ann, og notaði Tarzan þá tækifærið til þess að skoða hann og reyna að sjá inn um gluggana, sem nú voru að mestu huldir jurtagróðri. Mikið langaði hann til að komast inn í kofann, en hann sá enga leið til þess. 78

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.