Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 18
* Til sögustafia á potuöld. Við skildum síðast við þá ferðafélagana Þorkel og Emil þar sem þeir voru komnir um borð i ferjuna, sem flutti bíla og fólk um innanverðan Harðangursfjörð og Sörfjörð. Þeir félagarnir ræddu, hve margar icstir þessi ferja væri. Þetta var stórt skip og þeir gizltuðu á, að það væri á stærð við Esjuna. Á aðalþilfari ferjunnar stóðu bíl- arnir i röðum víst ein 60 til 70 stykki en á næsta þilfari þar fyrir ofan var veitingasalur og aftast sólþilfar, þar sem farþegar létu fara vel um sig í sólstólum og á bekkj- um. Þetta var nú aldeilis ferðalag fannst þeim. Tryggvi stríddi þeim á því, að sennilega yrðu þeir sjóveikir, en Grímur kom og bauð Tryggva í nefið, og þeir sáu, að Gunnvör blaðakona var sezt í sólstól og lét fara vel um sig í góða veðrinu. Nú kom önnur sams konar ferja á móti þeim. Það var sýnilega talsvert mikið um að vera á þessari siglingaleið, enda cr hún tengiliður milli Austur- og Yestur-Noregs á þessu svæði. Nú var Utne á bakborða og þeir sáu inn til Kvanndal, en þangað var ferðinni beitið. Fyrst yrði samt komið við í Alvik, þar sem nokkrir farþegar fóru i land en aðrir lcomu um borð. Þetta var injög snyrtilegur bær, og þeim fannst til um, live húsin voru vel máluð og allt hreint og þokkalegt. Ferjan sigldi nú inn sjálfan Harðangursfjörð- inn og eftir 20 inínútna siglingu var komið til Kvanndal. b’erjan lagðist ekki að bryggju eins og venjuleg skip lield- ur sneri sínu breiða stefni að flolbryggjunni og stór hleri sem jafnframt var nokkurs konar landgöngubrú var lát- inn síga niður. Farþegarnir gengu í land og fóru inn á afmarkað svæði, en nú höfðu allir bílstjórarnir tekið sér sæti í bílum sinum og brátt ók mikil bílalest upp úr ferj- unni. Þau komu einnig auga á svæði handan vegarins, þar sem bílarnir biðu, sem áttu að fara með ferjunni til baka til Kinsarvík. Þau voru ekki sein á sér að fara inn i bílinn þegar Tryggvi loksins kom, og nú var fast land undir fót- um á ný. Þessi ferð með skipinu liafði verið mjög skemmtileg og gaf drengjunum enn nýja og fallega mynd í sjóð minninganna frá þessu ferðalagi þvert yfir Noreg. Þau óku meðfram löngu vatni, og innan skamms var kom- ið til .bæjarins Granvin. Nú tóku við brckkur svo um Tekið til matar síns um borð [ ferjunni. munaði. Ekki voru ferðafélagarnir óvanir bröttum vegum frá því fyrr um daginn, en þetta þótti þeim Þorkeli og Emil talia út yfir allt annað, sem þeir liöfðu séð. Þarna hlykkjaðist vegurinn upp snarbratta hliðina víðast hvar höggvinn í liergið, og þeir voru sammála um, að Kamb- 'arnir væru ekki umtalsverðir eftir slíkt ferðalag. Þau böfðu ekið fram lijá nokkrum bóndabæjum, þar sem bænd- ur þurrkuðu liey á hesjum, og enn urðu liesjurnar þessum tveim ungu íslenzku ferðamönnum mikið undninar- og umræðuefni. Þau Tryggvi og Gunnvör vildu hins vegar fræðast um ýmislegt á íslandi og þóttu fréttir, er þeim var sagt, að í íslenzka stafrófinu væru bæði til þ og ð. Ýmis orð í norsku og íslenzku voru tekin til meðferðar, og drengjunum varð ljóst, hve islenzkan ræður raunverulega yfir miklum orðaforða og hve ýmis nýyrði falla vel inn í málið. Norðmenn nota tökuorðið „helikopter" yfir þá gerð flugvéla, er íslenzka orðið „þyrla“ nær nú yfir bjá oltkur, og þrýstiloftsflugvél kölluðu Norðmenn einfaldlega „jet“, meðan íslendingar nota nýyrðið „þota“, sem gjörsamlega liefur festst í okkar fagra máli. En svo var hlé gert á inálfræðilegum umræðum ]>ví nú kom ný sjónvarpsstöð í sjónmál. Þau óku meðfram Voss-Granvin járnbrautinni og alltaf bar nýtt og nýtt fyrir augu, því Tryggvi lét eliki sitt eftir liggja við aksturinn frekar en fyrri daginn. Eftir að bafa ekið yfir hálendið inilli Granvin og Mönshaug hall- aði undan fæti og fijótlega var komið niður í grösugan dal. Byggðin þéttist eftir þvi sem neðar dró, og brátt glampaði á vatn í fjarska. Þau voru komin til Voss. Bær- inn Voss er þekktur hér á landi vegna lýðháskólans, sem snemma tók þar til starfa og sem margir íslendingar sóttu. Þetta er mikill samgöngu- og verzlunarbær og sérstæður fyrir margra liluta sakir. Þau óku fyrst um bæinn og Gunnvör og Tryggvi skýrðu það sem fyrir augu bar, en brátt sagði maginn til sín, og þrátt fyrir góðar veitingar um borð í ferjunni, voru þau öll orðin matarþurfi. Þau héldu til bezla liótelsins í bænum, sem jafnframt liefur upp á góða veitingasali að bjóða og ekki stóð á því; á móti þeim kom kjólklæddur þjónn og vísaði til borðs. Þjónninn í Voss reyndist mesti almennilcgheita maður og Emil, Sveinn og Þorkell fyrir utan byggðasafnið í Voss. 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.