Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1969, Page 39

Æskan - 01.02.1969, Page 39
SPURNINGAR OG SVOR Fjölhæfur rithöfundur. * Svar til Baldurs: Oddur Björnsson er fæddur árið 1932 i SUaftafellssýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1953 og dvaldi síðan tvo vetur í Vínarborg og lagði stund á leikhúsfræði við háskólann ]>ar. Eftir Odd hafa verið sýndir fimm ein])áttungar, fjórir á veg- um Grímu: Framhaldssaga, Partí, Köngu- lóin og Amalía, en Þjóðleikhúsið sýndi Jóðlíf á Litla sviðinu í Lindarbæ. Nokkrir þssara ])átta hafa verið sýndir úti á landi. í útvarpi hafa verið flutt tvö leikrit Odds: Einkennilegur maður (einnig sýnt úti um land af Leikliúsi Æskunnar) og Kirkju- ferð eða Heima er hezt. Hornakórallinn og Tíu tilbrigði voru sýnd á Litla svið- inu í Lindarbæ 1968, Snjókarlinn okkar i Iðnó 1967 og 1968. Næsta liaust mun Æsk- an gefa út barnabók eftir þennan fjöl- hæfa ritliöfund. TEAK-viðurinn vex í INDLANDI Svar til Kristjáns: Teak-viðurinn, sem ])ið sjáið í veggþiljum og í hurðum á vönduðum húsum, vex í Austur-Indlandi. Liturinn er svipaður og eik, frá guiu til móbrúns. Sterk lykt er af viðnum, sem um. En hvert tré er merkt og þegar þau koma niður i lygnurnar í fljótinu, liirðir hver eigandi sín tré, hindur þau saman i fleka og lætur draga þau til næstu út- flutningshafnar eða sögunarmyllu. stafar af eins konar harpix. Vegna þess- arar kvoðu ryðga aldrei naglar, sem rekn- ir eru í teak. Þegar teakviður er liöggv- inn, er farið þannig að: Fyrst eru valin úr trén, sem á að fclla. Rifa er höggvin í börkinn á þeim kringum stofninn. Rif- an er nokkurra sentimetra djúp og veld- ur því, að safinn hverfur úr trénu. Er það látið standa tvö ár svona til að þorna. Þegar tréð hefur verið fellt, eru fílar notaðir til að draga það niður að næsta fljóti. Er það gert á þeim tíma árs, sem vatn er minnst í þeim, og trén dregin út i farveginn. Þegar vöxtur lileypur í fljót- ið, berast trjáholirnir með straumnum. í sama fljótinu eru tré frá ýmsuin eigend- FREKNUR Svar til Svölu: Freknur ei'U hrúnleitir smáhlettir í andliti, á framliandleggjum og höndum og annars staðar, þar sem sól nær að skína á liörundið. Freknótt fólk fær stundum freknur á hak, brjóst og læri. Mest ber þó á þeim á nefinu og í kringum það. Freknur koma sjaldan fyrir á yngri börnum en 6 ára. Ljósliærðu og rauðbirknu fólki hættir mest við þeim. Með aldrinum batna þær oftast og hverfa ■fr ODDUR BJÖRNSSON stundum alveg. Oft virðast freknur vera arfgengar. Piltar og stúlkur fá þær jöfn- um höndum. Freknur teljast stundum til likamslýta, að minnsta kosti ef mikið er af þeim. Þó er freknótt andlit oft snoturt. Freknur setja hýran, greindarlegan og glettnislegan svip á andlitið. Yfirleitt vill fólk þó um fram allt losna við freknur. Sum af lyfjum þeim, sem notuð eru til þess að ná burtu freknum, eru mörg hundruð ára gömul, svo að ekki virðist það vera neitt nýtizku uppátæki að amast við þeim. 103

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.