Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 13

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 13
Lestu Bibliuna. Verðlaun Vikudvöl í sumar- búðum KFUM í Vatnaskógi, Vikudvöl í sumar- búðum KFUK í Vindáshlíð. Aldurstakmark: 10—15 ára. Þættir þessir verða aðeins 4. Safnið svörunum saman og sendið þau öll í einu eftir birtingu síðasta þáttarins. í jólablaði ÆSKUNNAR hófst nýr verðlaunaþáttur, sem nefndur hef- ur verið „Lestu Biblíuna“. Reglur eru afar einfaldar. Lesinn er stuttur kafli úr Gamla eða Nýja testament- inu og fáar spurningar að lokum. Eftir fjóra þætti safnið þið svörun- um saman og sendið til Æskunn- ar. Aldurstakmark er frá 10 ára til 15 ára. Fyrir fáeinum árum gengu fjórir piltar heim á leið frá dansæfingu í skólanum. Galsi mikill hafði hlaup- ið í þá og datt þeim ýmislegt í hug á leiðinni. Allt í einu stakk einn þeirra upp á því, að þeir skyldu kaupa sér sígarettupakka, og væru þeir „dauðans aumingjar“, gætu þeir ekki lokið við að reykja hann allan. Enginn vildi verða „dauðans aumingi", nema einn. Hann sagði: „Ef þið reykið, fer ég.“ Hinir hlógu hálf skrítnum hlátri, horfðu á hann ofurlitla stund, undr- andi hálf yfir dirfsku hans. Einn þeirra tók þó af skarið og sagði: „Hlauptu þá heim til mömmu, litli engill." Og „litli engillinn" eða „dauðans auminginn", eins og þeir kölluðu hann líka, gekk rólegur heim á leið, þó að hann væri í miklum vafa um, hvort hann ætti að skilja við félaga sína. En hver skyldi í rauninni hafa verið hugrakkastur þeirra þetta kvöld? Djörfung. Nú langar okkur til þess að biðja þig að lesa fyrsta kaflann í Daníels- bók í Gamla testamentinu. Af þessari stuttu frásögn er margt hægt að læra, en við skul- um ekki rekja það hér. Þið sjáið, að þessir fjórir vinir, sem áttu að þjóna heiðna konunginum, voru samhentir og samhuga. Þegar í upphafi mæta þeim al- varlegar freistingar, þegar borið var á borð fyrir þá matur og vín, sem bannað var að neyta í Gamla testamentinu. Heiðni konungurinn var grimm- ur og óvæginn. Hann þekkti hvorki siði þeirra né trú. Hann var vís til alls. Ekkert var því auðveldara fyrir þá, en að gera allt eins og þeim var boðið og komast hjá öllum ó- þægindum! En hvílíkt hugrekki var þessum unglingum gefið! Enginn vildi snúa baki við öðrum. Þeir stóðu saman í þessari raun. Við sjáum líka í kaflanum, hver það var í rauninni, sem gaf þeim þessa miklu djörfung, og árang- urinn kemur einnig í Ijós síðar. Við eigum áreiðanlega vini. Ef til vill marga. Hvernig eru þeir? Góðir félagar? Slæmir? í meðal- lagi? Sumir unglingar hafa því miður lent út á hættulegum brautum og hlotið djúp sár í æskuminningar sínar, er þeir völdu sér slæma fé- laga, sumir jafnvel hlotið sár, sem aldrei gróa. Þorðu að rjúfa sam- band við slæma félaga þína og sýna þeim gott fordæmi. Góðir vinir eru gulli betri og geta orðið okkur dýrmætari, en okkur grunar á æskuárunum. Spurningar: 1. Hvað hét hirðstjóri heiðna kon- ungsins? 2. Teljið upp alla þá kosti, er sveinarnir áttu að vera búnir, sem hirðstjórinn átti að velja. 3. Skrifið orðrétt upp 8. versið í þessum kafla. 4. Hvernig er unnt að sjá beint svar við því, „hver hjálpaði þeim félögum í rauninni" ein- hvers staðar frá versi 3—10? i Þá eru aðeins eftir tveir kaflar í þessum verðlaunaþætti. 77

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.